Monitor - 01.12.2011, Blaðsíða 14

Monitor - 01.12.2011, Blaðsíða 14
14 Monitor FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 heim. Ég lenti í alls konar stríðum við félagið mitt og svo var ég með lögfræðinga í fasteignaveseni. Það eru gildrur úti um allt í þessu, þegar þú átt mikinn pening þá koma margir til þín og reyna að hafa af þér pening og selja þér hugmyndir. Hvernig komst þú frá þessum gildrum? Ekkert rosalega vel en ég lenti heldur ekkert í neinu til að væla yfi r. Ég kom heim með allar medalíurnar og nokkrar krónur í töskunni en ekkert mikið meira en það. Kannski það sem mér er dýrmætast er unnusta mín sem ég kynntist á þessum tíma. Eins og þú segir ert þú mikið í því að halda fyrirlestra. Er það þér hjartans mál að fræða aðra og vera fyrir- mynd? Fyrirlesturinn var saminn upp á móti bókinni, hann er um hvað maður þarf að gera til að komast langt í leik og starfi . Ég vil ekkert vera að monta mig neitt en þetta er klárlega vinsælasti fyrirlestur á Íslandi í dag. Ég hef fl utt hann í háskólum, framhaldsskólum, grunnskólum, fyrirtækjum, íþróttafélögum og félagsmiðstöðvum, ég hef farið út um allt land með hann. Þetta er mikill leiðarvísir, hvetjandi og veitir mikinn innblástur. Hann heitir „Það fæðist enginn atvinnumaður“ en fjallar í raun bara um leiðina að árangri. Ég er að kenna ákveðna formúlu sem þarf að vera í lagi til að ná árangri, og það er ekki bara tengt íþróttum heldur bara í lífi nu almennt. Maður er búinn að vera fyrirmynd í mörg ár, hef lent í mörgu og hef ástríðu fyrir að kenna fólki, ekki síður fullorðnum. Þegar manni líður sjálfum vel þá er um að gera að hjálpa öðrum, það er lógískt. Nú ert þú á góðri leið með að geta farið að kalla þig poppstjörnu. Hefur poppstjörnudraumurinn blundað lengi í þér? Ég hef alltaf haft gaman af tónlist og er algjör dellukarl. Til dæmis keypti ég mér einu sinni hátt í tíu gítara án þess að kunna stakt grip. Svo er ég úrasafnari og á orðið svakalegt safn og get ekki hætt. Ég fer alltaf „all-in“ í allt, þetta heitir að vera extrímisti. Allt sem ég geri og ætla mér að gera vel geri ég af heilum hug. Ég ætla ekkert að fara að sigra heiminn með þessu poppi en það sem mig langaði mest að gera var að skoða, eins og ég er að kenna krökkunum að gera. Mig langar bara að sjá hvar mitt svið liggur og spyrja sjálfan mig, hvað get ég? Ég er ekki alveg farinn í hausnum varðandi það að halda að ég sé góður tónlistarmaður eða einhver „poppstjarna“ en þökk sé Stop Wait Go og „auto-tune“, þá þarf maður ekki að vera Celine Dion til að búa til gott lag. Þetta snýst um að hafa gaman af því sem maður gerir. Er þetta tónlistarverkefni komið til að vera? Já, ég held það. Þessi hugmynd að netsjónvarpsþættinum Karlaklefi nn: Round 2 kom í raun bara upp úr því að mig langaði að fá greiðann til baka frá Einari Bárðar, eftir að ég hafði hjálpað honum að byrja að hreyfa sig af krafti. Hann er rosalega vel tengdur inn í tónlistarheiminn, hann er náttúrlega umboðsmaður Íslands, svo hann hlaut að geta hjálpað karlinum í að búa til einn góðan slagara, sem hann gerði því þetta er geggjað lag. Hvert stefnir þú með þetta lag, Komdu með? Ég er ekki alveg klár á því hvert þetta stefnir en ég held að þetta verði algjör partíslagari, að öllu gríni slepptu. Annars hef ég ekki sett mér nein markmið hvað tónlistina varðar annað en að hafa gaman af þessu. Ég var bara með eitt markmið, að fá hjálp við að gefa út eitt gott lag og svo ætla ég bara að sjá hvernig það endar og hvert það leiðir mig. Ég er allavega búinn að opna þessar dyr. ÞETTA EÐA HITT FH eða Lemgo? FH. Lyftingasalurinn eða handboltavöllurinn? Bæði, ég hef mikla ástríðu fyrir báðum hlutunum. Hárgreiðslan eða fötin? Hárgreiðslan, ég þarf engin föt til að vera fl ottur. Hvort myndir þú frekar vilja komast til Barcelona og verða Evrópumeistari eða halda tónleika fyrir framan troðfullan Wembley? Halda tónleika á Wembley, klárlega. Ég er eiginlega búinn með hitt. Til dæmis keypti ég mér einu sinni hátt í tíu gítara án þess að kunna stakt grip. Svo er ég úra- safnari og á orðið svakalegt safn og get ekki hætt. Ég fer alltaf „all-in“ í allt.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.