Monitor

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Monitor - 01.12.2011, Qupperneq 17

Monitor - 01.12.2011, Qupperneq 17
17 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 Monitor Tíminn fl ýgur hratt á gervihnattaöld og með hverri sekúndunni sem líður umbreytist heimurinn sem við byggjum. Árið styttist, fólk eldist, yfi rborð sjávar hækkar og tækninni fl eygir fram eins og enginn sé morg- undagurinn. Svo ört þróast tæknin á öllum mögulegum sviðum að segja mætti að tækni dagsins í dag verði úrelt ekki seinna en á morgun. Ég hef oft látið hugann reika að því hvernig það var að upplifa tækniframfarir fortíðarinnar, til dæmis byltinguna sem átti sér stað þegar litasjónvarp leit dagsins ljós. Eins hef ég hugsað um fyrstu kynni foreldra minna af tölvum. Munurinn á fyrstu tölvunni sem þau prófuðu og þeirri sem ég nota í dag er eins og munurinn á hestvagni og sportbíl. Á meðan ég get lagst upp í rúm með litla og fallega hannaða fartölvu sem vegur sama og ekkert hlömmuðu þau sér við luralegan málmkassahlunk. Tölvuna þeirra skorti tölvumús og litaskjá og það var ekki einu sinni hægt að horfa á bíómynd í henni, hvað þá fara á Internetið. Í dag lítur maður til baka og nánast hlær yfi r tækni síðustu áratuga. Manni fi nnst súrrealískt að foreldrar manns hafi skipulagt bíóferð með vinunum án þess að senda þeim SMS eða skilaboð á Facebook. Manni fi nnst fyndið að tónlistarmenn hafi eitt sinn gefi ð út tónlist í tonnavís á kasettum og það er varla að maður geti ímynd- að sér líf þar sem ekki er hægt að skera úr um vafaatriði með því að fl etta því upp á alnetinu. Hvernig var þegar fólkið sem sat við „steinaldartölv-urnar“ horfði fram á veginn? Hefði það nokkurn tímann getað ímyndað sér að upp úr árinu 2000 yrði til hljómfl utningstæki sem er á stærð við frímerki og getur spilað rífl ega þúsund lög? Hefði það einu sinni getað ímyndað sér tilvist Veraldarvefsins og að það yrði órjúf- anlegur þáttur í vestrænu samfélagi á 21. öldinni? Maður leyfi r sér að efast um það. Að sama skapi er gaman að reyna að segja til um hvað tæknifl óra komandi áratuga á eftir að bjóða upp á og velta fyrir sér hvað á eftir að þykja sjálfsagður hlutur. Ég sé fyrir mér að kannski verði til augn- linsa sem fólk smellir í augað á sér og notar sem myndavél, sjónvarp og internetvafra, allt í senn. Ég sé fyrir að jafnvel verði bylting í skilningi á draumunum sem okkur dreymir á næturna, einn daginn verður kannski hægt að taka þá upp, endurupplifa morguninn eftir og að sjálfsögðu deila þeim á Facebook. Þessar spár mínar set ég fram án þess að þora að leggja eitthvað undir. Líkt og ég segi voru efl aust fáir sem spáðu fyrir um tilvist iPod Nano fyrir þremur áratugum og yfi rleitt reynist erfi tt að spá fyrir um tækni- nýjungar. Í því samhengi er gaman að benda á kvikmynd eins og Back to the Future II þar sem aðalpersónan ferðast fram til ársins 2015 þar sem allir helstu töffararnir fl júga um á svifbrettum. Sennilega verður að teljast ólíklegt að sú verði raunin á því herrans. Þegar tæknin er annars vegar skal þó aldrei segja aldrei, kannski verða svifbretti aðalgjöfi n jólin 2015. Þangað til bíð ég spenntur og læt mig dreyma um að geta fengið „like“ á Facebook fyrir fyndnu draumana mína. Einar Lövdahl Gunnlaugsson einar@monitor.is ORÐ Í BELG Svifbretti aðaljólagjöfi n árið 2015? Á SVONA BRETTI VÆRI BÓKSTAFLEGA HÆGT AÐ FERÐAST Á FLJÚGANDI FERÐ

x

Monitor

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.