Monitor - 01.12.2011, Blaðsíða 22

Monitor - 01.12.2011, Blaðsíða 22
22 Monitor FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 LOKAPRÓFIÐ skólinn | 1. desember 2011 | fílófaxið fi mmtud1des IMMO - PETER PAN FRUM- SÝNING Á MYNDBANDI Noland, Kringlunni 18:00 Ívar Schram eða IMMO hefur verið að gera það gott að undanförnu með lagi sínu Barcelona. Nýja lagið hans, Peter Pan, gerði hann í samvinnu við Opee, Unnstein Manuel og Fonetik Simbol en í myndbandinu fá þeir félagar unga stráka til að leika listamennina á þeirra yngri árum. Lagið verður fáanlegt á gogoyoko.com. GRAFÍK - ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Austurbær 20:00 30 ár eru liðin frá því að hljómsveitin var stofnuð og af því tilefni senda Grafíkliðar nú frá sér heimildarmynd og tvær geislaplötur með bestu lögum sveitarinnar. Í Austurbæ munu því lög eins og Mér fi nnst rigningin góð, Þúsund sinnum segðu já og Presley efl aust fá að óma. Miðaverð er 4.900 krónur. FÍASKÓ - PARTÍSPILAKVÖLD Úrilla Górillan 21:00 Kópavogsdrengirnir sem sendu nýverið frá sér partíspilið Fíaskó ætla að halda alvöru spilakvöld á Úrillu Górillunni. Munu þeir bjóða upp á veigar og óvænt skemmtiatriði. Aldurstakmark er 18 ára. ÚTGÁFUTEITI FLICKMY- LIFE-BÓKARINNAR Faktorý 21:00 Ókeibæ(!)kur og Forlagið bjóða til teitis á Faktorý í tilefni af útgáfu Flickmylife-bókarinnar. Kynnir kvöldsins er Hugleikur Dagsson og þá mun Dóri DNA einnig fara með gamanmál. Þá munu fl eiri grínistar spjalla um sínar uppáhaldsmyndir úr bókinni. Kvikmynd: Þær eru nú alveg þó nokkrar en það sem kemur helst upp er „The Usual suspect“, ein göm- ul og góð. Forrest Gump get ég horft á aftur og aftur, æðisleg mynd. Það nýjasta er Black Swan sem er alveg mögnuð mynd og Natalie Portman er framúrskarandi. Þáttur: House eru alveg frábærir þættir. Þegar ég byrjaði var ég alveg „hooked“ og hætti ekki fyrr en ég var búin með alla þættina sem voru komnir út. Svo get ég alltaf horft á Friends og Two and a Half Men. Bók: Undanfarið hefur lítið komist að nema námsbækur en á árum áður hélt ég mikið upp á bækur eftir Arnald Indriðason. Ég elska einnig Hringa- dróttinssögu, ég fer þá inn í þennan ævintýra- heim og á alltaf í erfi ð- leikum með að koma mér aftur í raunveruleikann. Plata: Mér fi nnst allar plöturnar með Itshak Perlmann fi ðluleik- ara vera geðveikar og ég held ég eigi fl estar með honum. Hann er besti fi ðluleikari allra tíma að mínu mati! Vefsíða: Ég er nýbúin að uppgötva www.khana- cademy.org sem er algjör snilld! Þessi síða er búin að hjálpa mér svo mikið en inni á henni er fullt af fyrirlestrum í hinum og þessum námsgreinum. Staður: Á Íslandi fi nnst mér Landmannalaugar ótrúlega fallegur staður. Svo elska ég litla ítalska bæinn Cervo en þangað fór ég fyrir nokkrum árum í fi ðlukeppni. Ég gleymi aldrei hvað það var fallegt þarna og maturinn var alveg geggjaður. Síðast en ekki síst » Magdalena Dubik, tónlistarkona, fílar: FLASS FAGNAR 6 ÁRA AFMÆLI Föstudagurinn 2. desember Club Flass í Austurstræti kl. 22:00 Á föstudag eru 6 ár liðin síðan að útvarpsstöðin Flass 104,5 fór í loftið í fyrsta skipti. Af því tilefni ætlar stöðin að blása til veislu á föstudagskvöldið. „Við ætlum að halda upp á 6 ára afmælið með pompi og prakt á Club Flass í Austurstrætinu,” segir Yngvi Eysteins sem hefur verið við hljóðnemann á stöðinni frá því í mars á þessu ári. Yngvi hóf reyndar störf á Flass fyrir 6 árum síðan en staldraði við á FM957 í þrjú ár í millitíðinni. „Það hefur gríðarlega mikið breyst síðan stöðin fór af stað á sínum tíma. Í dag er meðbyrinn gríðarlegur og við fáum nýja hlustendur á hverjum degi. Við gerðum vissar breytingar á þessu ári þegar við hættum að vera eingöngu dúndrandi teknóstöð og urðum meira „mainstream” og það virðist vera að virka.” Í afmælisveislunni munu Flass-liðar opna nýja heimasíðu og eins netsjónvarpsstöðina FlassTV. „Það má búast við dúndrandi veislu fyrir augu og eyru. Sykur mun spila nokkra vel valda tóna og er ekki klassískt að einn óvæntur leynigestur stígi á stokk? Svo ætlum við að sýna kynningar- myndbönd af öllum starfsmönnunum og eins skýra frá því sem framundan er. Ætlunin er að verða enn sterkari miðill hjá unga fólkinu því við teljum vera nægt rými fyrir tvær útvarpsstöðvar sem miða á yngri kynslóðina.” Húsið opnar klukkan 22:00 og partíið byrjar svo 22:45 Dúndrandi veisla fyrir augu og eyru JÓLAFLÓAMARKAÐUR Kjallari Hins Hússins 13:00 Stafsfólk Hins Hússins er í miklu jólaskapi og hefur í tilefni þess látið ungum krökkum fría bása í té svo þau geti selt föt, fylgihluti og allskyns dót á vægu verði. Gestir geta því átt von á því að gera góð kaup af góðu fólki í góðu skapi. LAY LOW Mælifell, Sauðárkróki 21:00 Lay Low er þessa dagana á ferð um landið ásamt hljómsveit sinni. Nýja platan hennar, Brostinn strengur, hefur heldur betur fengið góðar viðtökur að undanförnu og því ætti að vera tilvalið að skella sér á tónleika með Lay Low. Miðaverð er 2.500 krónur. laugardag3des JARÐSKJÁLFTAR Í LONDON Smiðjan 20:00 Nemendaleikhús Listahá-skóla Íslands frumsýnir á föstudag verkið Jarðskjálftar í London eftir Mike Bartlett. Verkið er sannkölluð rússíbana- ferð þar sem þeyst er um í tíma og rúmi frá 1968 til ársins 2025 og aftur til baka. Miðaverð er 1.500 krónur. DIKTA Bar 11 21:00 Vetrartónleikaröðin á Bar 11 heldur áfram og nú munu strákarnir í Dikta stíga á stokk. Dikta þarf vart að kynna enda sveitin búin að koma sér vel fyrir í vitund landans. Að tónleikum loknum mun Ómar af X-inu þeyta skífum en aðgangur er ókeypis. SVÍNARÍ Faktorý 23:00 Á þessu áttunda Svín-aríi Monitor munu hinir ljóðrænu Emmsjé Gauti, IMMO og OPEE sjá um að trylla lýðinn. Sem fyrr er frítt inn og því ættu allir að geta látið sjá sig og hreyft sig í takt við grípandi laglínur og unaðslegar rímur. föstudagu2des Allt að gerast - alla fi mmtudaga! ERT ÞÚ AÐ GERA EITTHVAÐ SKEMMTILEGT? monitor@monitor.is

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.