Monitor - 08.12.2011, Síða 4

Monitor - 08.12.2011, Síða 4
4 Monitor FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 Fljótlegt, einfalt og fúgadæsh Uppskriftin • Ritz-kex (innfl utt vara) • Ostur (innlend vara) • Pizzasósa (innfl utt vara) Þú fyllir disk af Ritz-kexi, setur eina slettu af pizzasósu á öll stykkin. Setur svo ostinn ofan á , inn í örbylgjuna á 800w í 30 sekúndur og „voila.“ Athugið að einnig er hægt að setja smá hangikjöt á hvert kex og greniköngul eða einfaldlega sleppa örbylgjuofninun og kofareykja þetta bara. Gleðileg jól. „Ég gaf einu sinni pabba myndina Kazaam í jólagjöf en þar leikur Shaquille O‘Neal einhvern anda. Pabbi var mjög ósáttur með gjöfi na en myndin hefur síðan þá alltaf komið mér í rétta jólaskapið,“ segir Steindi aðspurður um hvað það sé sem komi honum í jólastuð. Steindi leggur líka mikið upp úr skreytingum og ætlar að setja jólatréð upp snemma í ár. „Ég er alfarið á móti gervitrjám enda hef ég farið undanfarin ár og hoggið jólatrén sjálfur. Í ár kem ég til með að höggva tré sem ég gróðursetti sjálfur fyrir 12 árum síðan. Ég passa nefnilega alltaf upp á að planta nokkrum trjám fyrir hvert tré sem ég hegg.“ Steindi var svo almennilegur að deila með lesendum Monitor sérstakri uppskrift af jóla-Ritz-kexkökum. jrj Á milli þess sem Steindi jr. áritar aðra seríuna af Steindanum okkar í verslunum eyðir hann tíma sínum heima í að gera klárt fyrir jólin með því að skreyta og baka. Bölvað jólabarn Mynd/Sigurgeir S.

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.