Monitor - 08.12.2011, Side 6

Monitor - 08.12.2011, Side 6
Monitor FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 20116 Mynd/Golli Hvar lærðir þú fatahönnun? Ég lærði fatahönnun í Listaháskóla Íslands. Þetta er þriggja ára nám og ég útskrifaðist þaðan núna í vor. Hvað varð til þess að þig langaði að læra fatahönnun? Ég veit það ekki alveg. Ég fékk þessa hugmynd þegar ég var sautján eða átján ára. Ég hætti í menntaskóla og byrjaði að vinna hér, í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Hér fékk ég svo reynslu af þessu og öllu í kringum þetta og síðan í framhaldinu byrjaði ég í Listaháskólanum árið 2008. Hvað hafa verið stærstu verkefni þín til þessa? Ég gerði þrjár herralínur í skólanum og eina dömulínu. Ég hannaði línu fyrir Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar í fyrra, svo þetta er önnur línan sem er seld hér í búðinni eftir mig. Síðan voru föt úr útskriftarlínunni minni notuð í GusGus-myndbandinu fyrir lagið „Over“ og myndi ég segja að það hafi verið stærsta og fl óknasta verkefnið mitt til þessa. Goth báðum megin heitir línan. En svo hannaði ég einnig aukalega kjól á Urði fyrir GusGus-myndbandið. Síðan gerði ég „cover“ fyrir Retro Stefson, hannaði sviðsmynd fyrir þá og búninga. Áttu þér fyrirmynd í fatahönnun? Ég á mér ekki beint fyrirmynd en Alexander McQueen hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi, hann hefur gert svo mikið fyrir herratísku. Hann var lærður klæðskeri og mér hefur alltaf fundist hönnunin hans vönduð, karlmannleg og fl ott. Hvað er svo næst á dagskrá hjá þér? Að lokinni jólatörn tekur við að hanna línu og klára pródó- týpur fyrir næsta vor og koma í framleiðslu í verksmiðju okkar. Það verður fyrsta verksmiðjuframleiðslan hjá Kormáki og Skildi. Að því loknu tekur við að hanna haustlínu fyrir 2012 og þurfum við því að vinna hratt og vel. Svo er ég að vinna að nýju verkefni ásamt góðum vinum sem stefnt er á að komi út í vor. Einnig mun ég hanna búninga fyrir nýtt verk Jóns Atla Jónassonar, sem sýnt verður í Borgarleikhúsinu. Hvar verslar þú helst fötin þín? Ég versla fl est öll mín föt í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, eðlilega. Þar get ég pantað inn allt sem mig langar í! Getur þú lýst nýju línunni þinni hjá Kormáki og Skildi? Í nýju línunni nota ég breska ull og bómull ásamt íslensku prjóni og íslensku lambaleðri. Línan er klassísk en brotin upp með fallegum smáatriðum sem minna helst á skotveiði. Línan samanstendur af vestum, buxum, jökkum, prjónavest- um og slaufum. lh Klassísk lína með fallegum smáatriðum Ný fatalína Herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar var frumsýnd á dögunu m. Línan er hönnuð af Guðmundi Jörundssyni, einum efnilegasta fatahönnuði landsins . Stíllinn hitti á Guðmund og spurði hann út í nýju línuna, námið og stærstu ve rkefnin. TEKIÐ SKAL FRAM AÐ SKEGGIN FYLGJA EKKI MEÐ FÖTUNUM Myndir/Baldur Kristjáns stíllinn

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.