Monitor - 08.12.2011, Blaðsíða 7

Monitor - 08.12.2011, Blaðsíða 7
7 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 Monitor Brúðkaupsdagurinn er oftast álitinn einstaklega mikil- vægur dagur og ekki síst af okkur kvenfólkinu. Stjörn- urnar eiga það til að fara yfir strikið þegar kemur að vali á brúðarkjólnum og er reglan „minna er meira“ ágætis þumalputtaregla sem gott er að hafa í huga. Þetta eru fimm fallegustu brúðir allra tíma að mati Stílsins. brúðirnar Fallegustu KATE MIDDLETON Kate Englandsprinsessa ber af hvað varðar fegurð og kjólaval. Fallegri brúðarkjóll finnst ekki þótt víða væri leitað, hann sæmir sannri prinsessu. Látlaust en einstaklega fallegt útlit hennar landar henni fyrsta sætinu, hún á það fyllilega skilið. GRACE KELLY Fegurðardísin er guðdómleg í þessum fallega brúðarkjól sem er einnig hannaður af Helen Rose. Margir tala um það að kjóll hinnar nýgiftu Kate Middleton svipi mikið til þessa kjóls og er margt til í því. En fegurðardísin er hér í þriðja sæti, bæði fyrir ólýsanlega fegurð og fallegan kjól. DÍANA PRINSESSA Díana prinsessa er gullfalleg í þessum umfangsmikla kjól eftir Elizabeth Emanuel. En þó svo að kjóllinn minni kannski einna helst á rjómatertu og er ágætt dæmi um það sem var talað um áður, að fara yfir strikið, þá lítur Díana alltaf glæsilega út og er hún ein af fáum sem komast upp með það að vera í svona kjól. Hún er í fjórða sæti. SARAH JESSICA PARKER Það muna eflaust allir eftir brúðarkjólnum hennar Carrie Bradshaw. Þessi dásamlegi kjóll sem er hannaður af Vivienne Westwood fór Sex a nd the City- stjörnunni einstaklega vel og bætti hún fjö ður í hárið sem setur punktinn yfir i-ið. Annað sætið á hún skilið. ELIZABETH TAYLOR Hér er kvikmyndastjarnan m eiriháttar falleg í kjól eftir Helen Rose sem hún klæddi st þegar hún lék eitt aðal- hlutverkið í myndinni Father Of The Bride. Blúndurnar í hálsmálinu og rauði varalitu rinn algjörlega fullkomna lúkkið. Elizabeth hreppir fimm ta sætið. VILTU VINNA EINTAK? VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 199 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. Sendu SMSið EST OPOLY á númerið 1900 og þú gaetir unnið eintak!. Fullt af aukavinningum: DVD myndir, tölvuleikir og fleira! BorÐspil um skemmtilegasta land í heimi!

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.