Monitor - 08.12.2011, Blaðsíða 8

Monitor - 08.12.2011, Blaðsíða 8
8 Monitor FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 Þeir Frosti Logason og Þorkell Máni Pétursson eru fl estum kunnugir fyrir að rífa kjaft í beinni útsendingu í Harma- geddon. Þeir eru æskuvinir úr Garðabænum, gengu saman í Fjölbrautaskólann í Garðabæ ásamt því að taka báðir þátt í rokkaraævintýrum hljómsveitarinnar Mínuss, Frosti sem gítarleikari en Máni sem umboðsmaður. Í dag eru þeir hins vegar að eigin sögn á fullum launum fyrir að vera gramir einstaklingar og hyggjast ekki fl ýta sér að vaxa upp úr því. Þið eruð báðir úr Garðabænum þar sem sagt er að fólk alist upp með silfurskeið í munni. Hvernig stendur þá á því að þið séuð báðir „skítugir rokkarar“ með tattú? M Eins og segir í kvæðinu þá eru náttúrlega 15% af Garða- bæ mjög eðlilegt fólk. Við erum báðir millistéttarbörn. F Þú verður líka að átta þig á því að hljómsveitin Slayer er frá Beverly Hills. M Besta tónlistin kemur úr útjaðrinum, til dæmis kemur Sigur Rós úr Mosfellssveit og Seltjarnarnesi. F Það gerist ekkert í miðbænum. Þetta kemur úr úthverf- unum þar sem fólk hefur ekkert að gera. Þið farið sjaldan leynt með ást ykkar á Garðabæ. Hvað hefur Garðabærinn fram yfi r önnur sveitarfélög lands- ins? M Það þvo sér allir um hendurnar í Garðabæ þegar þeir eru búnir að kúka, það er fyrst og fremst það. Síðan eru 15% af Garðbæingum alger eðalkvikindi. Hlutfallið er miklu lægra annars staðar. F Annars fi nnst mér að Garðabær ætti að sameinast Reykjavík. M Ég vil að við sameinumst frekar Hafnarfi rði, en svo það sé á hreinu þá eigum við alls ekki að sameinast Kópavogi. Reykjavík og Seltjarnarnes geta sameinast, af því að KR er náttúrlega á Seltjarnarnesinu og svona. Garðabær getur bara sameinast Hafnarfi rði og svo Álftanesi af því að forsetaembættið í Garðabæ „meikar fullkomið sens“. Þið hafi ð verið vinir í yfi r 20 ár. Hvernig börn voruð þið? M Frosti var lítill og feitur. F Máni var það líka (hlær). M Nei, ég var ekki feitur þegar ég var lítill! F Jú, Máni var feitur, bara eins og hann er í dag. M Ókei, við vorum báðir litlir og feitir. Frosti var samt feitari með svona bollukinnar og hann var mjög hortugur krakki. F Það tognaði úr mér en Máni verður alltaf lítill og feitur. M Hann er samt ennþá jafnhortugur. Voruð þið uppátækjasamir prakkarar? M Fyrir utan það að sprengja dósakúluna á Garðatorgi þá held ég að við höfum verið voðalega rólegir og verið mikið í íþróttum. Eða nei, við vorum aldrei í íþróttum. Í Garðabæ var það þannig að ef þú varst ekki góður í íþróttum þá var voða lítið annað að gera en að vera leiðinlegur, sprengja dósakúluna og vera í rokkhljómsveit. F Ég var sennilega mjög erfi ður krakki. Mér fannst mjög gaman að vera til en skólastjórinn hafði ekki jafngaman af því. Mér skilst að þið séuð bestu vinir utan útvarpsins líka. Þýðir það að jafnskoðanasterkir menn og þið séu sammála í einu og öllu? M Við erum ekki sammála í einu né neinu nema að við styðjum sömu fótboltaklúbbana, Stjörnuna og Leeds. Við höfum hvor sinn tónlistarsmekkinn, ólíkar stjórnmála- skoðanir, trúarskoðanir og svo framvegis. F Við erum náttúrlega báðir með sterka réttlætiskennd og blöskrar siðleysi og slíkt. Þar náum við saman í þáttunum okkar. Annars erum við ósammála um fl est annað. Hver er fegurðin við útvarpið í ykkar huga? F Bara það að geta tjáð skoðanir sínar umbúðalaust, haft skoðanaskipti við aðra og haft áhrif á fólk. M Þessi miðill er passlega fínn upp á að svala athyglis- þörfi nni. Þú ert í útvarpi en þarft ekki að vera að sýna á þér andlitið allan tímann. F Það er ekkert verið eitthvað að stara eða garga á þig í Kringlunni. M Einmitt, og við förum til dæmis ekki í mörg blaðaviðtöl, við erum ekki duglegir í svoleiðis. Við höfum náttúrlega ekki þolið í að vera ógeðslega hressa týpan ef fólk gargaði á okkur í Kringlunni. Simmi og Jói byrjuðu nú í útvarpi og eru í dag farsælir veitingastaðareigendur. Gætuð þið hugsað ykkur að ráðast inn í þann geira? F Ég gæti vel hugsað mér að eiga veitingastað en ekki með Mána. Það væri sennilega kebabstaður með Halal- slátruðu lambakjöti. M Ég myndi aldrei nenna að fara í veitingastaðabransann og myndi ekki einu sinni kaupa mér mat á staðnum hans Frosta. F Ég myndi bara vilja eiga hann til að geta mætt og étið svo maður þurfi ekki að elda heima. M Þetta Fabrikkudæmi, þetta eru góðir borgarar og allt það, en hvað er málið með allt þetta Fabrikkustöff? Á einhver Fabrikkureiknivélina og Fabrikkulyklakippuna? Hvaða hálfvitar eru að kaupa þetta og ganga um bæinn með þetta? Er mikið mál að vera með þátt á hverjum degi, fi mm daga vikunnar? M Það er viðbjóður. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því að þetta er viðbjóðsstarf. Fólk heldur að það sé ömurlegt að moka skurði en það veit enginn hvernig þér líður þegar þú ert að moka skurð, þú getur bara verið einn með sjálfum þér. F Þetta getur verið svakalega strembið. Við þurfum að bera okkur fyrir alþjóð á hverjum einasta degi, alveg sama í hvaða ástandi við erum og hvar við erum staddir í lífi nu hverju sinni. Að þurfa að mæta og vera í beinni útsend- ingu í tvo og hálfan tíma getur stundum verið helvíti skítt. M En við „púllum“ það og þá hjálpar náttúrlega að við erum búnir að þekkjast í 20 ár. Við getum alltaf sagt bara einhverja hluti og farið að rífast um þá. F Mestallan tímann er þetta samt gefandi og þakklátt starf. M Ég hugsa að við vildum ekki vera í neinu öðru starfi , við erum ánægðir að vera með svona útvarpsþátt, þátt sem á að fá ungt fólk til að hugsa en ekki eitthvað hálfvitaútvarp eins og nóg er til af. F Þetta hefur líka þroskað okkur sjálfa heilmikið. Mér skilst að það hafi ekki alltaf gengið vel hjá ykkur því árið 2008 var ykkur sagt upp hjá 365. Hvað gerðist? M Við vorum reknir í október 2008 en neituðum eiginlega að fara út. Við sögðum: „Við förum ekki rassgat“, og tókum á okkur rosalega launalækkun. F Við vorum með þriggja mánaða uppsagnarfrest og gátum í rauninni fengið hann greiddan og hætt strax en við vildum vinna uppsagnarfrestinn. Á þessum þremur mánuðum náðum við bara að snúa þessu okkur í vil. M Við nenntum ekki að ganga bara út, þiggja einhverja peninga og fara á atvinnuleysisbætur. F Þetta var bara sjálfsbjargarviðleitnin, við þurftum bara að berjast. M Menn eiga bara að gera það. Það er skárra að vera þátttakandi á vinnumarkaði þó maður sé á skítalaunum, þá styttist í að eitthvað af meira viti gerist. Þetta er eitthvað sem þarf að koma í hausinn á fólki. Það er ekki eðlilegt að þrír Íslendingar sæki um starf á KFC þegar það eru tíu þúsund manns atvinnulausir. Ég vann í kexverk- smiðju og Frosti keyrði út Dominos-pítsur. Það fær enginn draumastarfi ð eða er á leiðinni eitthvað án þess að gera eitthvað leiðinlegt fyrst, til dæmis að fara í skóla eða vinna leiðinlega vinnu. Hvernig er að vinna við að rífa kjaft allan daginn? F Það er mjög gefandi. M Það er fínt ef maður er mjög gramur einstaklingur. Þeg- ar maður er að eiga við mannlega bresti sína er skemmti- legt að geta sagt að maður sé á fullum launum við að vera gramur einstaklingur. Það eru ekki allir sem geta það. F Það eru heldur ekki allir sem fá tækifæri til að láta menn heyra það ef þeir eru með kúkinn upp á bak. M Síðan fáum við tækifæri til að benda á fullt af lausnum með viðmælendum og svoleiðis um hvernig hægt er að vera gáfulegri manneskja og hvernig hægt er að byggja þetta samfélag upp að nýju. Því miður er þetta fólk ekkert að taka mark á því sem við segjum. F Ef fólk er með hugmyndir hvernig bæta megi fjármála- kerfi ð eða eitthvað þá reynum við að tala í lausnum, ekki bara að skamma fólk. Rífi ð þið líka kjaft heima hjá ykkur? M Ég hef auðvitað alltaf haft gaman af því að rífa kjaft, ég er úr þannig fjölskyldum og Frosti svo sem líka. Við rökræðum alveg hluti út á við, við erum til dæmis í vinahóp sem hefur gaman af því að rökræða og rífast um hluti en við erum miklu rólegri heima fyrir. Við tökum þetta út þennan tíma sem við erum í loftinu, það er best að skilja það eftir. Nýverið fór í loftið útvarpsþátturinn hans Audda Blö, FM95Blö, þar sem hann hefur ýmsa spaða sér til halds og trausts en þátturinn er sendur út á sama tíma og ykkar. Óttist þið samkeppnina? M Nei, við gerum það ekki og við sjáum alveg tilganginn með því að þessi samkeppni sé sett af stað. Það er náttúr- lega af því að þátturinn okkar er upplýsandi og hann er að reyna að fá ungt fólk til að hugsa og það þjónar ekki hag margra stjórnmálafl okka og þrýstihópa í þessu samfélagi að ungt fólk hugsi. Það er stefnt að því að ungt fólk sé hálfvitar og þess vegna er eðlilegt að þeir setji þátt eins og „Ödda“ Blö í loftið sem er bara alveg heilalaus og snýst bara um grín og typpi eða eitthvað. F Það er líka fínt að fólk hafi val. Stundum nennir fólk ekki að vera að hugsa mikið og þá getur það stillt yfi r á FM95Blö og soðið á sér heilann. M Í rauninni er okkar efni í grunninn kannski líkara umfjöllunarefnum hjá Reykjavík síðdegis eða síðdegisút- varpinu hjá Rás 2 heldur en einhverju hnakkaefni, þótt við tökum það kannski í og með. Í undanförnum þáttum FM95Blö hefur karakter að nafni Brjánn Breki haft dálítið orð á ykkur og annars vegar gert grín að því að þú, Frosti, hafi r verið í hljómsveitinni Mínus en sért núna alveg í mínus og talar um þig, Máni, sem Kela Mána. Hafi ð þið húmor fyrir þessum starfs- bræðrum ykkar? M Við tökum þetta ekki nærri okkur en okkur hefur heldur aldrei fundist þessir starfsbræður okkar eitthvað sérstaklega fyndnir. Það er meira að við séum að hlæja að þeim heldur en með þeim, það hefur alltaf verið þannig með starfsmenn FM. Auðunn Blöndal sótti náttúrlega upprunalega um starf hjá X-inu en við höfðum því miður ekki áhuga á að fá hann í loftið. F Þetta var sem sagt eftir að sjónvarpsferillinn hans fór í vaskinn. M Þá bað hann um að fá vinnu á X-inu og yfi rstjórnin bað okkur um að hann fengi að koma inn á stöðina en okkur fannst það ekki viðeigandi. Þetta er ekki þannig stöð, við getum ekki hleypt hvaða gæja sem er í loftið. F Ég held að hann sé fínn þarna á FM en ég hef aldrei hlustað á hann. Útvarpsstöðvar halda gjarnan úti skýrum stefnum um hvers kyns tónlist má leika á stöðinni og hvað má ekki. Hvernig er tónlistarstefna X-ins? F Þetta hefur alltaf verið „alternative“-tónlistarstöð og er í þeim geira. Þetta er rokk, indí, raftónlistar-„alternative“. M Síðan er þetta bara stöðin sem hinar stöðirnar elta, Bylgjan, og FM. Þær gera ekkert annað en að taka vinsæl- asta og fl ottasta dótið á X-inu og spila það hjá sér, þessar stöðvar eru ekki að uppgötva neitt nema bara nýjustu smáskífuna með Beyoncé. F X-ið hefur alltaf verið „trendsettara“-stöð og heldur því áfram. Maður myndi ekki ætla að tónlist Friðriks Dórs væri ykkar uppáhaldstónlist en þú starfar þó hálfpartinn sem umboðsmaður hans, Máni. Hvernig stendur á því? M Það er bara af því að Frosti sagði að hann væri svo frábær. F Ég sagði við Mána að þessi drengur ætti eftir að verða þvílík stjarna og væri mjög hæfi leikaríkur söngvari, þótt tónlist hans sé ekki beint mín. Ég sá bara að hann væri hæfi leikaríkur og sagði Mána að hann ætti að taka hann að sér. Það þvo sér allir um hendurnar í Garðabæ þegar þeir eru búnir að kúka. HVORT YKKAR … … er með fallegri útvarpsrödd? F Ég. M Frosti. … myndi vinna í sjómann? F Það er ég. M Frosti. … hvor ykkar er stressaðri týpa? F Máni. M Ég. … veit meira um tónlist? F Ég. M Frosti. … er meira jólabarn? F Það er Máni. M Ég. Texti: Einar Lövdahl Gunnlaugsson einar@monitor.is Myndir: Sigurgeir Sigurðsson sigurgeir@mbl.is Þetta er viðbjóðsstarf Frosti og Máni úr Harmageddon eru atvinnumenn í að rífa kjaft. Þeir segja það oft strembið að halda úti útvarpsþætti fi mm daga vikunnar en eru þó ánægðir með að stýra ekki heilalausum þætti. Þeir hefðu ekki þolið í að vera hressu týpurnar.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.