Monitor - 08.12.2011, Side 12

Monitor - 08.12.2011, Side 12
kvikmyndir Antonio Banderas Hæð: 175 sentímetrar. Besta hlutverk: El Mariachi í Desperado. Staðreynd: Banderas ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta en þurfti að leggja þann draum til hliðar þegar hann fótbraut sig illa 14 ára gamall. Eitruð tilvitnun: „Ef þú kallar á kött þá kemur hann kannski ekki til þín. Slíkt gerist ekki með hunda. Þetta eru ólíkar tegundir dýra. Mér fi nnst líka kynþokka- fullt hvernig kettir hreyfa sig.“ 1960 Fæðist 10. ágúst í Málaga í Andalús- íu-héraði á Spáni. 1982 Leikstjórinn Pedro Almodóvar uppgötvar Banderas og gefur honum hlutverk í Labyrinth of Passion. Almodóvar og Banderas gera margar myndir saman á níunda áratugnum. 1990 Leikur geðsjúkling í spænsku mynd- inni Tie Me Up! Tie Me Down! í leikstjórn Almodóvar. 1993 Tveimur árum eftir frumraun sína í Ameríku slær Banderas í gegn þegar hann leikur samkynhneigðan elskanda Tom Hanks í myndinni Philadelphia. Þrátt fyrir að tala takmarkaða ensku fær Banderas mikið lof fyrir frammistöðu sína. 1994 Birtist á hvíta tjaldinu með Tom Cruise og Brad Pitt í kvikmynd- inni Interview with the Vampire. 1995 Leikur aðalhlut-verkið í Despe- rado og í Assassins. 1996 Fer með hlutverk sögumannsins Che í Evita, þar sem Madonna fer með aðalhlutverkið. Gengur í það heilaga með Melanie Griffi th. 1998 Leikur goðsögnina grímuklæddu, Zorro, í The Mask of Zorro. 1999 Þreytir frumraun sína sem leikstjóri og leikstýrir eiginkonu sinni í Crazy in Alabama. 2003 Leikur við hlið Johnny Depp og Selma Hayek í Once Upon a Time in Mexico. Leikur einnig á Broadway-sviði í söngleiknum Nine og hlýtur mörg verðlaun fyrir frammistöðu sína. 2004 Talar fyrir stígvélaða köttinn í Shrek 2. 2005 Fær stjörnu með nafni sínu á frægðarstígnum í Hollywood. FERILLINN 12 Monitor FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 Puss in Boots er fi mmta myndin sem Banderas og Salma Hayek gera saman. Hinar myndirnar eru Desperado, Frida, Spy Kids 3-D og Once Upon a Time in Mexico. Við kynnumst hér Stígvélaða kett- inum á þeim árum sem hann var enn tiltölulega óþekktur meðal sveitunga sinna í ævintýralandinu og fylgjumst með því hvernig hann ávann sér virðingu fyrir einstaka sverðfi mi sína og útsjónarsemi í erfi ðum aðstæðum. Þegar hér er komið við sögu hefur sá stígvélaði ekki enn kynnst verðandi vinum sínum Shrek og asnanum. En þegar hann fréttir af gæsinni sem verpir gulleggjum ákveður hann ásamt eggjakarlinum Humpty Dumpty og hinni óviðjafnan- legu Kittý Mjúkukló að fi nna leið til að ræna þessari gullgæs enda ljóst að með þannig gæs í farteskinu verða honum allir vegir færir. Stígvélaða köttinn þekkja fl estir úr Shrek-myndunum er þar blekkti hann marga með sínum saklausu augum. Sem fyrr er það Antonio Banderas sem talar fyrir köttinn góða. FRUMSÝNING HELGARINNAR K V I K M Y N D BLITZ Aðrar frumsýningar: The Rum Diary • A Very Harold & Kumar Christmas FRUMSÝNDAR FÖS. 9. DESEMBER Stígvélaði kötturinn Leikstjóri: Chris Miller.Aðalhlutverk: Antonio Banderas, Billy Bob Thornton, Salma Hayek, Walt Dohrn, Amy Sedaris og Zeus Mendoza. Lengd: 90 mínútur. Aldurstakmark: Leyfð öllum. Kvikmyndahús: Smára- bíó, Sambíóin Álfabakka og Kringlunni. Stöðugur Statham Síðasta laugardagskvöld smellti ég mér á bresku myndina Blitz sem skartar Jason Statham í aðalhlutverki. Eins mikið og ég fíla Statham þá verður að segj- ast að hann hefur oft valið sér betri myndir. Myndin er frekar fyrirsjáanleg og er því miður ekki nógu góð. Statham er ágætur en er vissulega að leika sömu týpu og hann gerir alltaf enda er hann góður í því en svo eru í myndinni aðrir leikarar sem eru alls ekki nógu góðir. Handritið virðist þunnt og því reynir leikstjórinn að bæta myndina upp með því að vera sérstaklega grimmur og grófur. Þannig reynir hann að ganga fram af áhorfendum en honum tekst ekki nógu vel til. Beint á leigurnar Hljóðið virtist vera í ólagi fyrir hlé og má vera að það sé kvikmyndahúsinu að kenna. Ég vona að minnsta kosti að þetta hafi ekki verið í myndinni sjálfri því hún má alls ekki við því að vera illa unnin því að handritið er sem fyrr segir þunnur þrettándi. Ég reyndi eftir fremsta megni að hafa gaman af myndinni en var í lokin farinn að bíða eftir því að hún tæki enda. Myndin er helst til kjánaleg og maður tekur atburðarásina ekki nógu alvarlega. Vondi karlinn er ofl eikinn og maður kaupir hann engan veginn. Einnig var einhver baksaga lögreglukonu sem blandaðist inn í atburða- rásina en hún missti algjörlega marks og tókst ekki að fá mann til að fi nna til með viðkomandi lögreglukonu. Blitz er mynd sem hefði átt að fara beint á DVD því hún er alls ekki nógu góð. Jason Statham fær þessa einu og hálfu stjörnu fyrir að sýna alltaf stöðugleika á hvíta tjald- inu. Kristján Sturla Bjarnason NÝTT DOVE MEN+CARE DOVE MEN+CARE inniheldur rakaeindir (micromoisture) sem hjálpa húðinni að viðhalda eðlilegu rakastigi. Í rakaeindunum eru olíur sem virka um leið og DOVE MEN+CARE kemst í snertingu við húðina. Húðin verður ekki fitug viðkomu heldur náttúrulega rök og mjúk. LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL Í EIGIN SKINNI

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.