Monitor - 08.12.2011, Blaðsíða 14

Monitor - 08.12.2011, Blaðsíða 14
14 Monitor FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 LOKAPRÓFIÐ skólinn | 8. desember 2011 | Kvikmynd: Nei, nú veit ég ekki af hverju ég samþykkti að taka þátt í þessu. Það er svo erfi tt að velja bara eitthvað eitt! Er að hugsa um að taka MR Gettu Betur/70 mínútna taktíkina á þetta og öskra það sem mér dettur fyrst í hug. Rain Man! Þáttur: Hér mun ég upp- ljóstra alveg svakalegri hlið á mér. Pretty Little Liars héldu mér gjör- samlega límdri við skjáinn og líf mitt var ekki samt eftir að ég kláraði síðasta þátt. Ég meina, hver er A? Bók: Ég vil ekki hætta á að „jinxa“ jólaprófi n mín svo ég segi skóla- bækurnar. Annars held ég að fl estar aðrar bækur sem ég les utan skólans séu spennusögur. Plata: Síðasta plata sem ég keypti mér heitir Sagan og er með hljómsveitinni 1860. Ég kynntist þeirri hljómsveit nánast óvart í haust og hefur þótt vænt um hana síðan. Hugljúf plata, notaleg og rómantísk. Vefur: Það væri hræsni af mér að segja ekki Facebook, vefur dagsins í dag. Alveg undarlegt hvað hann verður líka sérstaklega áhugaverður og mikilvægur þegar prófatíma- bilið stendur yfi r. Staður: Þessa dagana er draumastaðurinn einhver spennandi staður langt langt í burtu þar sem sólin skín og ég get verið temmilega kærulaus í sumarkjól og með hatt. Þá á ég mjög góðar minningar frá Valencia þar sem ég lærði spænsku fyrir nokkrum árum. Síðast en ekki síst » Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona og nemi, fílar:

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.