Monitor - 15.12.2011, Side 3

Monitor - 15.12.2011, Side 3
FYRIR SKÖPUNARGLAÐA Buxnalaus.is er vefsíða þar sem lítill hópur sniðugra drengja prenta hönnun sín á boli sem þeir selja svo á síðunni. En það sem er sniðugt er að þarna geta allir tekið þátt, sent inn sína hönnun og hver veit nema hönnunin þín verði prentuð á bol og seld. Það er því um að gera fyrir alla sköpunarglaða einstaklinga að kíkja á síðuna og spreyta sig á listinni. FYRIR GISKARA Á vefsíðunni facebook.com/ ActivitySpil er hægt að taka þátt í sniðugum og skemmtilegum leik. Þar koma reglulega inn ný myndbönd af þekktum einstakling- um leika ýmislegt og þitt hlutverk er að giska á hvað viðkomandi er að leika. Ef þú giskar á rétt svar vinnur þú Activity spilið sem er ómissandi skemmtun yfi r hátíðirnar. FYRIR EYRUN Eftir langan og strembinn vinnudag er ekkert jafn upp- lífgandi og að stilla á FM95BLÖ sem er alla virka daga milli fjögur og sex. Þáttastjórnandinn Auddi Blö fær til sín góða gesti í hverjum þætti og alltaf er eitthvað skemmilegt og nýtt af nálinni. Stilltu á FM957 klukkan fjögur á virkum dögum og við lofum þér góðri skemmtun. Monitor mælir með Erlendsdóttir Ágústa Eva Er að fara að horfa á UFC í beinni af netinu, félaginn kaupti útsendingu og valdi óvart spænskumælandi lýsanda, JEI! ;) 11. desember kl. 01:56 Vikan á … Klara Elias I have to say that when Kiis FM tweets us along with Lana Del Ray and VVBrown as fresh new music it makes me very happy! 12. desember kl. 12:47 3 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 Monitor Feitast í blaðinu Anna Svava setur ansi margt óhefð- bundið og skondið á jólagjafalist- ann sinn. Hvaða forsíða fi nnst þér fl ottust? Þitt atkvæði gæti skipt sköpum í keppninni. Stelpurnar í Grad- uale Nobili hlakka til að ferðast um heiminn með Björk. 10 Sverrir Þór eða Sveppi Krull fer gjörsamlega á kost- um í Loka- prófi nu. 22 Stíllinn kíkti á Eddu Óskars, von- arstjörnu Íslands í fyrirsætu- heiminum. 18 Þegar ritstjóri talar um góðan lista listamanna á hann ekki endilega við sjálfan sig. En hvað kallast sá sem gerir lista yfi r listamenn? 4 fyrst&fremst 6 MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Lísa Hafl iðadóttir (lisa@monitor.is) Umbrot: George K. Young (george@mbl.is) Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Sigurgeir Sigurðsson (sigurgeir@mbl.is) Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136 Efst í huga Monitor Heiðrum Hemma Efst í huga Monitor þessa vikuna eru magnaðir X-mas tónleikar sem haldnir verða í Kaplakrika næsta þriðjudag. Tónleikarnir eru haldnir til að heiðra minningu Hermanns Fannars Valgarðssonar sem féll frá langt fyrir aldur fram fyrir rúmum mánuði síðan. Hermann kom víða við og var meðal annars útvarpsmaður á X-inu í mörg ár og því var það af frum- kvæði kollega hans á stöðinni að ákveðið var að stækka tónleikana til muna. Hermann þekkti aragrúa af fólki og eru margir af hans félögum og vinum sem koma að því að skipuleggja tónleikana. Öllum var vel við Hemma og það má sjá þegar litið er á þetta stóra verkefni því að allir sem að því standa, sama hvort sem það eru vörufl utninga-, gæslu- eða tónlistarmenn, gefa vinnu sína. Það er því vonandi að hægt verði að fylla Kaplakrika af skemmtilegum gestum enda skiptir framlag allra miklu máli því allur ágóði fer í sjóð í nafni Loga Þórs, sonar Hermanns. Og jafnvel þó að hér væri ekki um gott málefni að ræða þá er listinn yfi r þá listamenn sem troða upp nógu ærin ástæða til að láta sjá sig. Í blússandi fíling. Sjáumst á X-mas, Jónsson Auðunn Blöndal New York um síðustu helgi og Sauðárkrókur þessa helgina, tek París næstu helgi og loka þessum þríhyrning!! 10. desember kl. 14:23 Tobba Marinósdóttir gleymdi að láta gefa gullfisk- unum í gær og þorir nú ekki heim! 11. desember kl. 17:04 Á laugardagskvöld mun Ólafur Arnalds halda tónleika í Norðurljósas- alnum í Hörpu og verður öllu til tjaldað og er það í fyrsta sinn sem hann heldur tónleika hér á landi með öllu tilheyrandi. „Allt bandið verður með mér og svo fl aug ég öllum ljósamönnunum mínum og sjónlistarmönnum hingað til lands frá Þýskalandi. Við höfum aldrei náð að gera þetta hér heima því það er svo dýrt að fl júga öllu draslinu heim en ég er búinn að vinna í því síðustu mánuði að taka alltaf einn hlut í einu með mér heim,“ segir Ólafur fullur tilhlökkunar. Hann vinnur þessa dagana að nýrri plötu ásamt Arnóri Dan, söngvara Agent Fresco, en þeir félagar sendu frá sér lagið Old Skin á dögunum. Arnór mun syngja tvö ný lög á tónleikunum á laugardag. Bara stelpur á tónleikum Á tónleikunum mun Ólafur leika þau lög sem hann spilaði á tónleikaferð sinni 2010 til 2011. Á þeim tíma spilaði Ólafur rúmlega 100 sinnum svo hann hefur farið víða. „Á þessum hundrað giggum stóðu tónleikarnir í Suður-Kóreu upp úr. Það var einn mest framandi staðurinn og það kom mest á óvart því það varð allt vitlaust. Ég skildi ekkert í því og svo voru bara stelpur þarna. Það eru svo miklar staðalímyndir í Asíu svo ef þú ert strákur þá hlustar þú ekkert á eitthvað svona væl, þú hlustar bara á Metallica. Þannig að það voru svona 3 strákar á svæðinu en 497 stelpur,“ segir Ólafur sem er greinilega mikill foli í Asíu. Nýlega var myndin Another Happy Day frumsýnd í Bandaríkjunum en Ólafur samdi tónlistina fyrir þá mynd. Hann var því viðstaddur frumsýn- inguna í New York. „Ég var reyndar allt of seinn því það tekur alltaf svo langan tíma að komast í gegnum þessa fl ugvelli. Þannig að ég missti af fjörinu á rauða teppinu. Ég græt það reyndar ekki því ég hef farið áður á rauða dregilinn og það var virkilega skrýtið. Maður stendur þarna eins og illa gerður hlutur og enginn veit hver þú ert og það er einhver manneskja sem vinnur þarna við að kalla upp nafnið manns. En svo kemur einhver frægur á eftir manni og þá eru allir búnir að gleyma manni,“ segir Ólafur og hlær. „En eftirpartíið var mjög skemmtilegt svo þetta var allt í góðu.“ Vonast eftir jólafríi Tónlist Ólafs var notuð í dansþáttunum So You Think You Can Dance í sumar og undanfarið hefur hann hitt einn danshöfundanna, Travis Wall, til að búa til tónlist við dansverk þess síðarnefnda. „Hann er að frumsýna í kvöld verk í Los Angeles en ég geri tónlistina í því. Þetta er fyrsta stóra verkið hans og allir dansararnir eru eiginlega bara allir sem hafa unnið í þáttunum,“ segir Ólafur sem vonast til þess að geta slappað af um jólin. „Það tókst ekki í fyrra nefnilega. Þá vann ég á aðfangadag. Þá var ég nýbúinn að fá að vita að ég ætti að gera tónlistina fyrir Another Happy Day og ég átti að skila því í byrjun janúar svo ég svaf voða lítið þarna í lok desember. Mér skilst líka að það gangi um Hollywood sagan um gaurinn sem gerði kvikmyndaskor á tveimur vikum. Þetta var ómannúðlegt. Mamma var orðin brjáluð því ég rétt lét sjá mig í matnum á aðfangadag. Ég var örugglega eini maðurinn sem grenntist þessi jólin.“ jrj Það kemst fátt annað að hjá Ólafi Arnalds en tónlist. Hann eyðir megninu af deginum í hljóðveri að grúska í alls kyns verkefnum og þess á milli ferðast hann heimshorna á milli til að spila fyrir íbúa jarðar. Næsta stopp er Harpa. Foli í Asíu M yn d/ Kr is ti nn M U G IS O N - D IK TA - O F M O N S T E R S A N D M EN - P O L L A P Ö N K F R I Ð R IK D Ó R - JÓ N J Ó N S S O N - E N S Í M I - D R SP O C K - O U R L I V E S R E Y K J A V ÍK - H JÁ LM AR - SÚREFNI - VICKY - S A M A R IS L A Y L O W - R ETRO STEFSON - BOGOM IL FO NT O G F É L A G A R

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.