Monitor - 15.12.2011, Blaðsíða 4

Monitor - 15.12.2011, Blaðsíða 4
4 Monitor FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 Óskar sér hríðskotabyssufótleggs Mynd/Árni Sæberg 1 Ég væri til í lítinn einstakling sem ég gæti geymt inni í skáp. Hann myndi poppa út þegar það væri drasl hjá mér og laga allt til. Síðan væri hann líka fyndinn og gæti komið mér í gott skap. Það væri fínt ef hann væri ekki með innilokunarkennd! 2 Kraftgalla. Það kom gat á rassinn á mínum þegar ég var 15 ára og ég hef ekki átt galla síðan. Margar af mínum bestu minningum áttu sér stað á meðan ég var í kraftgalla og því bind ég miklar vonir við að líf mitt verði skemmtilegra ef ég fæ einn slíkan. Bláan takk. Og kannski einn landabrúsa í rassvasann. 3 Ég væri til í að fá töfrasleikjó. Þegar maður setur sleikjóinn upp í sig myndi maður á svipstundu vera staddur í útlöndum á tónleikum. Maður sæti skyndilega á fremsta bekk þar sem væri enginn troðningur og það væri alltaf skemmtileg hljómsveit að spila. En maður þyrfti að vera með sleikjóinn uppi í sér allan tímann þannig að maður gæti því miður ekki sungið með, en samt klárast sleikjóinn ekki. Síðan fer maður beint heim ef maður tekur hann út úr munninum. Jarðarberjabragð. 4 Mig langar í risabarnavagn sem ég passa í. Ég sá einu sinni slíkan grip á listasýningu og það máttu allir prófa að liggja í honum. Þá gæti ég farið út á svalir milli þrjú og fjögur og dúðað mig í nýja kraftgallann og sofi ð. Og verða rauð á nefi nu en samt geðveikt hlýtt. 5 Ég væri alveg til í barn líka eða jafnvel börn en það mætti einhver önnur kona vera nýbúin að ganga með barnið fyrir mig og svo myndi ég taka við því. Get alls ekki hugsað mér að stækka um skónúmer. 6 Ég myndi vilja fá það í jólagjöf að allir myndu allt í einu halda að ég hefði samið lagið Something eftir Bítlana. Það væri mikill heiður og allir væru að tala um þetta og svo myndi ég líka fá stefgjöld. 7 Að ég væri með hríðskotabyssufótlegg eins og gellan í Planet Terror. Af hverju? Af því bara. 8 Ég væri alveg til í heimsfrið, svona alvöru „ölldýrinískóginumeruvinir“- dæmi. Að allir taki bara „chill-pill“ og hætti þessu kjaftæði. Pældu í því, þá myndum við meira að segja losna við rifrildi á milli heimskra stjórnmálamanna! 9 Ég væri alveg til í eina gjöf sem væri frábær fyrir alla. Ekki bara mig. Það sem mér dettur fyrst í hug er helvítis fi lman á 1944-réttunum. Að hún myndi losna af án þess að rifna og sletta út eldhúsið manns, sem sagt allra landsmanna. 10 Og síðast en ekki síst langar mig í pening, skó, iPad, sjónvarp, skó, London-ferð, skíði og samverustund með mínum nánustu. Gleðileg jól. elg Jólin nálgast óðfl uga og því er um að gera að útbúa sér lista yfi r þær gjafi r sem maður óskar sér þetta árið. Monitor fékk Önnu Svövu Knútsdóttur, leikkonu, til að deila topp tíu listanum sínum með lesendum.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.