Monitor - 15.12.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 15.12.2011, Blaðsíða 6
Hvernig vildi það til að kórinn ykkar varð hluti af hinu magnaða verki Bjarkar, Bíófílíu? Hver voru þín fyrstu viðbrögð þegar þú heyrðir af þessu? Björk var sjálf að leita að kór til að taka þátt í þessu verkefni. Henni var bent á kórinn okkar og hafði í kjölfarið samband við kórstjórann okkar. Síðan þá hefur þetta undið verulega upp á sig. Mín fyrstu viðbrögð voru eiginlega þannig að ég spurði bara hvort verið væri að plata mig (hlær). Síðan leiddi maður hugann að því hvað þetta væri magnað tækifæri. Hvernig er að æfa og koma fram með sjálfri Björk? Það er alveg ótrúleg reynsla. Hún er svo svakalega frjó og uppfull af hugmyndum en jafnframt svo jarðbundin. Það er rosalega skemmtilegt að fá að fylgjast með því hvernig hún vinnur. Maður hefur stundum velt því fyrir sér hvernig maður varð svona heppinn að fá að taka þátt í þessu. Farið þið út á lífi ð með Björk eftir tónleika? Kynni okkar af henni eru kannski fyrst og fremst bara í gegnum tónlistina, á æfi ngum og í kringum tónleika. Þegar við klárum tónleikaröð á ákveðnum stað þá hafa samt verið haldin eftirtónleikapartí og þá er slett vel úr klaufunum. Í sumar sunguð þið með Björk á tónleikum í Manchest- er og á hátíðum á Englandi. Á nýju ári haldið þið síðan út um allar trissur, meðal annars til Spánar, Rússlands, Brasilíu og til Danmerkur á Hróarskeldu. Hvernig er að túra um heiminn eins og rokkstjarna? Ég held að ég tali fyrir okkur allar þegar ég segi að við séum mjög spenntar fyrir þessu. Þetta verður auðvitað aðeins öðruvísi heldur en í sumar, að fara svona á milli og stoppa stutt á hverjum stað. Þegar við vorum í Manchester stoppuðum við þar í heilan mánuð. Maður er einmitt mjög spenntur fyrir því að upplifa þetta svokallaða „rokkstjörnulíferni“, að fara á milli tónlistar- hátíða og fá að koma fram fyrir tugi þúsunda áhorfenda. Það má segja að við teljum niður dagana í brottförina. Þurfi ð þið að slíta ykkur frá námi og starfi til að halda í þessi tónleikaferðalög? Þetta er auðvitað töluverð fjarvera en hingað til hafa fl estir í kringum okkur sýnt þessu mikinn skilning. Fólk áttar sig á því hvað þetta er frábært tækifæri fyrir okkur. Svo ég tali fyrir sjálfa mig þá hef ég fengið mikinn skiln- ing frá mínum vinnuveitendum og ég held að það sama eigi við um allfl estar. Þetta er kannski erfi ðast fyrir þær sem eru í námi ef þetta rekst til dæmis á prófatímabil. Heimildir Monitor herma að þú sért mamma hópsins. Hvernig lýsir það sér? Ég hugsa að það sé nokkuð til í því (hlær). Ég geri mitt besta til að passa upp á að allar stelpurnar viti alltaf allt sem þær þurfa að vita og muni það sem þær þurfa að muna. Þetta æxlaðist bara einhvern veginn svona en það er bara hið besta mál. Fyrir hvaða áfangastað í komandi heimsfl akki ert þú spenntust fyrir? Mér fi nnst allir staðirnir í Suður-Ameríku hrikalega spennandi og eins Moskva í Rússlandi. Þetta eru staðir sem maður hefur ekki komið til áður og þeir voru kannski ekki beint inni í ferðaplaninu manns á næstu árum. Þetta er sem sagt ekki bara stórt tækifæri hvað varðar tónlist og kórstarfi ð heldur líka bara fyrir okkur að sjá heiminn. elg Telja niður dagana Mynd/Kristinn Monitor FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 20116 Kórinn Graduale Nobili hefur vakið mikla athygli fyrir söng sinn með Björk í Bíófílíu og halda þær í tónleikaferðalög út um heim allan með söngkonunn i á nýju ári. Vigdís Sigurðardóttir svaraði spurningum Monitor fyrir hönd kórs ins. VIGDÍS Á 30 SEKÚNDUM Fyrstu sex: 030684. Staða: Lögfræðingur. Uppáhaldsmatur: Sushi. Uppáhaldsstaður í heiminum: París. Uppáhaldsjólasveinn: Stúfur.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.