Monitor - 15.12.2011, Blaðsíða 12

Monitor - 15.12.2011, Blaðsíða 12
12 Monitor FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 Hvað ert þú að gera í vetur? Ég er í Flensborg á íþróttaafreksbraut með félagsfræði og er á fullu í handbolta með Haukum. Ég er busi í skólanum og er einmitt busi í skemmtinefnd nemendafélagsins. Svo er ég að leita mér að vinnu. Hver eru þín helstu áhugamál? Það er að sjálfsögðu handbolti og svo er ég mikið inni í fatatísku og hef til dæmis unnið í fataverslun. Hvað langar þig að starfa við í framtíðinni? Ég er varla með nein plön. Vegna áhugamálanna væri auðvitað draumur að vera atvinnu- maður í handbolta og fatahönnuður. Ég væri samt líka til í að læra sálfræði og vinna í einhverjum félagsmálum. Hvað langar þig í jólagjöf? Ég myndi segja að gráir leður Converse-skór og gullið Casio- úr væru þeir hlutir sem væru efstir á óskalistanum. Hver er eftirminnilegasta jólagjöfi n sem þú hefur fengið? Það er rauður og svartur snjósleði sem ég fékk þegar ég var lítill en skemmdi reyndar daginn eftir. Ég man ekki alveg hvað ég var gamall, kannski sjö eða átta ára. Af hverju ætti fólk að „like-a“ þína forsíðu? Af því að ég er mikilvægari en matur. Bergur Elí Rúnarsson HRAÐASPURNINGAR Fyrstu sex: 201295. Uppáhaldsmatur: Tortilla. Uppáhaldsstaður í heiminum: New York. Uppáhaldsjólasveinn: Skyrgámur. Uppáhaldsforsíða Monitor til þessa: Alexander Petersson. Hvað ert þú að gera í vetur? Ég er á fatahönnunarbraut í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og er að vinna með skóla í Debenhams og Keiluhöllinni. Hver eru þín helstu áhugamál? Það er aðallega bara tíska og fatahönnun. Ég stússast mikið í því, hef til dæmis hannað mikið af fötum og tekið þátt í myndatökum og svona. Hvað langar þig að starfa við í framtíðinni? Ég veit það ekki, ég er ekki ennþá búin að ákveða mig. Það gæti kannski tengst fatahönnuninni en ég veit samt ekki alveg hvort ég sé tilbúin að leggja það alveg fyrir mig. Það væri auðvitað draumur að eiga eigin búð með hönnun eða vinna sem stílisti. Hvað langar þig í jólagjöf? Mig langar í nýja fartölvu, tölvan mín núna er alveg að deyja. Hver er eftirminnilegasta jólagjöfi n sem þú hefur fengið? Það er dúkkuhúsið sem ég fékk þegar ég var svona sex ára. Það var næstum því stærra en herbergið mitt. Af hverju ætti fólk að „like-a“ þína forsíðu? Ég nenni ekki að búa til nokkur þúsund Facebook-prófíla til að svindla í þessu, værir þú ekki til í að hjálpa mér bara út á þetta „gorgeous“ bros? Björg Halldórsdóttir HRAÐASPURNINGAR Fyrstu sex: 130993. Uppáhaldsmatur: Sushi. Uppáhaldsstaður í heiminum: Eiginlega bara svona úti í rassgati, úti í sveit þar sem enginn er. Uppáhaldsjólasveinn: Ég hef aldrei elskað jólasveinana en ég myndi segja Hurðaskellir. Uppáhaldsforsíða Monitor til þessa: Ég fylgist með blaðinu en það stendur engin upp úr hjá mér. Hvað ert þú að gera í vetur? Ég er á öðru ári, eða fjórða bekk, á náttúrufræðibraut í Menntaskólanum í Reykjavík. Ég er ekki að vinna með skóla en syng hins vegar í MR-kórnum. Hver eru þín helstu áhugamál? Mín helstu áhugamál eru svo sem þetta hefðbundna og venjulega. Ég á fullt af góðum vinum sem ég nýt þess að verja tímanum með, ég spila á píanó og mér fi nnst gaman að tónlist. Ég á hunda og mér fi nnst gaman að sinna þeim. Hvað langar þig að starfa við í framtíðinni? Mig langaði alltaf að verða læknir en núna er allt í einu komin dálítil óvissa í þetta. Mér þætti spennandi að læra eitthvað eins og fornleifafræði, sjávarlíffræði eða stjörnu- fræði. Það kemur margt til greina. Hvað langar þig í jólagjöf? Ég týndi nýlega myndavélinni minni svo mig langar rosalega í myndavél. Svo langar mig alltaf bara í eitthvað fallegt og mér fi nnst alltaf gaman að fá nýjar bækur til lesa yfi r jólin. Hver er eftirminnilegasta jólagjöfi n sem þú hefur fengið? Þótt það sé kannski ekki uppáhaldsjólagjöfi n mín þá er líklega eftirminnilegast þegar ég fékk einu sinni níu bækur í jólagjöf. Af hverju ætti fólk að „like-a“ þína forsíðu? Af því ég tala frönsku. Birna Brynjarsdóttir HRAÐASPURNINGAR Fyrstu sex: 200994. Uppáhaldsmatur: Humar. Uppáhaldsstaður í heiminum: Ég ætla að vera væmin og segja heima. Uppáhaldsjólasveinn: Kertasníkir. Uppáhaldsforsíða Monitor til þessa: Anníe Mist.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.