Monitor - 15.12.2011, Síða 13

Monitor - 15.12.2011, Síða 13
13 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 Monitor Hvað ert þú að gera í vetur? Ég er að vinna í Fókus í Kringlunni og svo er ég að útskrifast sem stúdent af félagsfræði laugardaginn næstkomandi frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Svo er ég bara að djamma allar helgar og leika mér. Hver eru þín helstu áhugamál? Ég hef áhuga á að ferðast, menningu, förðun og fylgist með tísku. Svo hef ég áhuga á söng, var í Söngskólanum í Reykjavík, félagsstörfum og djamminu. Hvað langar þig að starfa við í framtíðinni? Mig langar mikið að læra nútímafræði í Háskólanum á Akureyri og ætla örugglega að læra förðun eftir áramót. Í framtíðinni langar mig allavega að starfa einhversstaðar þar sem ég vinn náið með fólki eða börnum. Hvað langar þig í jólagjöf? Ég veit ekki alveg hvað mig langar í, ég á allt sem ég þarf. Mig langar samt alltaf í föt og fi nnst gaman að fá bækur. Ef ég ætti að segja alveg eins og er þá langar mig samt í pöndu. Draumurinn er að eiga pöndu sem gæludýr. Hver er eftirminnilegasta jólagjöfi n sem þú hefur fengið? Ég hugsa að það sé api sem ég fékk frá ömmu og afa þegar ég var lítil. Við systkinin fengum öll apa, með honum fylgdi dótabanani og dudda og ég var alltaf með þennan apa. Af hverju ætti fólk að „like-a“ þína forsíðu? Svo að stórfenglegir hlutir geti gerst! Guðrún Edda Reynisdóttir HRAÐASPURNINGAR Fyrstu sex: 120592. Uppáhaldsmatur: Humar, kjúklingur og sushi. Uppáhaldsstaður í heiminum: Heima hjá ömmu og afa. Uppáhaldsjólasveinn: Kertasníkir. Uppáhaldsforsíða Monitor til þessa: Ragnhildur Steinunn. Hvað ert þú að gera í vetur? Ég fl utti úr Breiðholti í Grafarvog í fyrra og byrjaði í Borgarholtsskóla. Ég er sem sagt á öðru ári þar á marg- miðlunarbraut og það gengur bara drulluvel. Svo fer ég sex sinnum í viku á boxæfi ngar. Það var markmið sem ég setti mér, að koma mér í form, og hef verið að vinna að því síðan í sumar. Hver eru þín helstu áhugamál? Það er ljósmyndun, ég er alltaf að taka ljósmyndir, og í raun allt sem tengist list. Mér fi nnst gaman að teikna. Svo er box- ið eina íþróttin sem ég get verið í, ég fíla ekki hópíþróttir. Hvað langar þig að starfa við í framtíðinni? Mig langar að starfa við einhvern fjölmiðil, til dæmis sem upptökumaður eða ljósmyndari. Hvað langar þig í jólagjöf? Í rauninni ekki neitt. Eða jú, mig langar í nýja fi lmu á myndavélina mína og ég held að ég fái svoleiðis. Svo vantar mig reyndar líka skó fyrir íþróttirnar. Hver er eftirminnilegasta jólagjöfi n sem þú hefur fengið? Þegar ég var lítill fékk ég Vidda-brúðu, persónuna úr Toy Story, og ég var alltaf með hana. Ég á hana meira að segja ennþá. Af hverju ætti fólk að „like-a“ þína forsíðu? Ég er ekki þessi gaur sem segir: „„Like-aðu“ mína mynd af því að ég er betri en allir hinir.“ Ég er kærulaus gaur, þótt það væri alveg kúl að vinna þennan síma og það er gaman að fá að vera á forsíðunni. Daníel Hjörtur Hjartarson HRAÐASPURNINGAR Fyrstu sex: 150394. Uppáhaldsmatur: Ég hugsa að það sé sá sem kemur bráðum, hamborgarhryggurinn. Uppáhaldsstaður í heiminum: Þar sem vinir mínir eru. Uppáhaldsjólasveinn: Stekkjastaur, hann byrjar gamanið. Uppáhaldsforsíða Monitor til þessa: Gói, sem var með allt límbandið. Hvað ert þú að gera í vetur? Ég er að læra lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Hver eru þín helstu áhugamál? Aðallega líkamsrækt og svo hef ég áhuga á því að ferðast. Hvað langar þig að starfa við í framtíðinni? Ég verð einhver framkvæmdastjóri hjá mjög virtu fyrirtæki (hlær). Hvað langar þig í jólagjöf? Ef ég fengi að velja, þótt ég efi st um að ég fái það, þá myndi ég vilja PlayStation 3-leikjatölvu og fullt af leikjum í hana eins og Simpson-leikinn, NBA og FIFA. Hver er eftirminnilegasta jólagjöfi n sem þú hefur fengið? Það er dálítið eftirminnilegt þegar ég fékk ferðatösku sem mér fannst mjög óspennandi. Síðan fékk ég samt mjög fallegt úr á sömu jólum. Af hverju ætti fólk að „like-a“ þína forsíðu? Af því ég syng vel í sturtu. Olga Helena Ólafsdóttir HRAÐASPURNINGAR Fyrstu sex: 160391. Uppáhaldsmatur: Hamborgari á American Style. Uppáhaldsstaður í heiminum: Bora Bora. Uppáhaldsjólasveinn: Stúfur, því hann er svo lítill, feitur og krúttlegur. Uppáhaldsforsíða Monitor til þessa: Sveppi.

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.