Monitor - 15.12.2011, Blaðsíða 16

Monitor - 15.12.2011, Blaðsíða 16
Monitor FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 stíllinn Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum í fimm orðum? Þægilegur, ódýr, einfaldur, afslappaður og fjölbreytilegur. Áttu þér fyrirmynd hvað varðar tísku og fataval? Nei, get ekki sagt það. En ég sé að sjálfsögðu oft myndir af vel klæddum dömum og hef gaman af. Gillian Zinser finnst mér til dæmis alltaf mjög töff, stíllinn hennar er mjög áreynslulaus eins og hún hafi bara hoppað í eitthvað og drifið sig út. Hvar verslar þú helst fötin þín? Ég versla mikið notuð föt í búðum eins og Hjálpræð- ishernum og Rauða krossinum eða stundum beint af fyrrverandi eigendum. Versla líka annað slagið á Netinu, þá er ebay í miklu uppáhaldi. Fyrir hvernig tilefni finnst þér skemmtilegast að klæða þig upp? Mér finnst alltaf gaman að klæða mig upp, það er svo skemmtilegt að vera fínn. Tala nú ekki um ef maður er búinn að vera með ljótuna í vinnunni allan daginn. Akk- úrat núna er ég spennt fyrir því að prófalestur klárist og ég geti skipt út náttfötunum fyrir kjól. Hvaða snyrtivörum gætir þú ekki verið án? Svona yfir háveturinn er sólarpúður og maskari eitthvað sem ég verð að nota dagsdaglega annars heldur fólk að ég sé veik, þar sem ég stunda ekki ljósabekki. Varalitir eru svo skemmtilegir þegar maður vill vera aðeins fínni. Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú? Klárlega einhverskonar kattardýr. Kettir eru svo ómót- stæðilega glæsilegir og skemmtilegir. Ætli heimilisköttur yrði ekki fyrir valinu, þá þyrfti ég ekki að veiða mér sjálf í matinn. lh Sunna Rut Þórisdóttir er 24 ára mannfræðinemi við Háskóla Íslands. Sunna vakti athygli Stílsins fyrir flottan og töffaralegan fatastíl og fengum við að kíkja í fataskápinn hennar þessa vikuna. fataskápurinn NÝJASTA Fíni „blúndu”-kjóllinn og Ralph Lauren- jakkinn sem ég keypti á ebay um daginn. Keypti þetta í lítilli vintage- verslun sem er alltaf bara með nokkra hluti á uppboði í einu, er alltaf að líta þar inn eftir einhverju nýju. FLOTTASTA Það fer nú alveg eft- ir skapi og öðru hvað mér finnst flottast hverju sinni. En þetta er allavegana uppáhaldsspariflíkin mín þessa dagana. Ég keypti þennan kjól fyrir klink í Hjálpræðishernum úti á Granda og ég gæti ekki verið ánægðari með hann. DÝRASTA Ég er voða léleg í að kaupa mér dýr föt. En ég keypti þessar buxur í 17 ekki fyrir svo löngu. Það er búð sem ég versla nánast aldrei í en fannst þessar buxur góð viðbót í fataskápinn, sérstaklega þar sem ég á varla buxur. ELSTA Skyrta sem að ég fékk frá góðri vinkonu í jólagjöf fyrir allnokkrum árum. Hún var keypt í Spúútnik á sínum tíma. Ég rekst öðru hvoru á hana í fataskápnum og get alltaf notað hana. 16 Hlakkar til að skipta náttfötunum út fyrir kjól Myndir/Sigurgeir S. BESTA Maðurinn minn færði mér þennan Monki-jakka frá Svíalandi í haust, hann er í miklu uppáhaldi. Ég þrjóskast við að ganga í honum í kuldanum, mér finnst liturinn svo skemmti- legur. Ég er að reyna að nota meira liti þar sem ég á í langvarandi ástarsambandi við svartan. ÞÆGILEGASTA Samfestingur úr American Apparel sem móðir mín og systir keyptu fyrir mig í Ameríkunni. Ég er vandræðalega ástfangin af honum þessa dagana, svo þægilegt að smeygja sér í hvað sem er utan yfir hann. Getur reyndar verið smá vesen að fara á klósettið.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.