Monitor - 15.12.2011, Blaðsíða 18

Monitor - 15.12.2011, Blaðsíða 18
Aldrei verið svona hissa á ævinni Edda Óskarsdóttir er átján ára fyrirsæta sem náði á dögunum samningi við bresku umboðsstofuna Select sem er talin vera ein sú fremsta í heimi. Stíllinn hitti á Eddu og spjallaði við hana um þennan frábæra árangur og hvað framtíðin ber í sk auti sér. Monitor FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 201118 Hvað ertu að gera þessa dagana? Ég var að klára prófi n í MH og svo er ég í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hvenær byrjaðir þú að sitja fyrir? Ég byrjaði fyrir tæplega ári síðan. Áttu þér fyrirmynd í módelbransanum? Nei, ég á mér enga sérstaka fyrirmynd, það eru svo margar fl ottar. En mér fi nnst Lara Stone ótrúlega fl ott fyrirsæta og ég held að hún sé í uppáhaldi núna. Hvað hefur verið þitt stærsta verkefni hingað til? Stærsta verkefnið mitt til þessa var þegar ég sat fyrir hjá Miista skómerkinu. Saga Sig var að taka myndirnar og ég lít mjög mikið upp til hennar þannig að ég var ótrúlega spennt. Myndirnar fóru svo út um allt á Netinu. Meðal annars á Topshop-bloggið og svo var ein myndin á forsíðunni á solestruck.com. Nú varstu að gera samning við umboðsstofuna Select, hvernig gerðist það? Andrea Brabin hjá Eskimo sendi þeim myndir af mér og þau sýndu áhuga þannig að Ási hjá Eskimo gerði myndband og sendi þeim. Svo bara daginn eftir hringdi Andrea í mig og sagði að Select vildu fá mig. Kom þetta þér á óvart? Þetta kom mér mjög mikið á óvart. Ég held að ég hafi aldrei verið svona hissa á ævinni. Ég bjóst aldrei við því að komast á svona góða stofu. Ertu á leiðinni út til Bretlands á næstunni? Já, ég fer í byrjun janúar. Hvernig lítur framtíðin út? Ég er mjög spennt fyrir framtíðinni. Ég held að ég eigi eftir að ferðast mikið milli landa og kynnast fullt af nýju og spennandi fólki. Ég og kærastinn minn erum að fara að fá okkar fyrstu íbúð saman og ég hlakka mjög mikið til. lh stíllinn Mynd/Tomz M yn d/ Si gu rg ei r S. M yn d/ An ít a El dj ár n EDDA OG ELMAR FRÁ ESKIMO FYRIR NUDE MAGAZINE M yn d/ H el gi Ó m ar s

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.