Monitor - 15.12.2011, Blaðsíða 19

Monitor - 15.12.2011, Blaðsíða 19
19 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 Monitor Enn er slegist um það að vera fegurst allra í Hollywood og er samkeppnin gríðarleg. Þessi glæsikvendi eru hver annarri fallegri og er einstaklega erfitt að gera upp á milli þeirra. Stíllinn valdi því sex flottustu og best klæddu stjörnur Hollywood um þessar mundir. Dömurnar hver annarri fallegri BLAKE LIVELY Slúðurstjarnan hefur vakið gríðarlega athygli fyrir flottan fatastíl og einstaka fegurð. Þessi rísandi stjarna veldur sjaldan vonbrigðum þegar kemur að fatavali og er hún eins og svífandi engi ll í þessum gullfallega kjól. NICOLE RICHIE Nicole er án efa einn mesti töffarinn í Hollywood. Það er sama hvert tilefnið er, hún nær alltaf að hitta naglann á höfuðið. Hér er hún í Halston-kjól. Látlaust en töff lúkk, hún er með‘etta! LEA MICHELE Glee-stjarnan hefur verið að koma skemmtilega á óvart upp á síðkastið. Hún klárar dæmið fullkom- lega með þessum geggjaða Valentino- kjól. Svo skulum við vera hreinskilin, skoran setur punktinn yfir i-ið. VICTORIA BECKHAM Victoria hefur lengi vel verið með gott auga fyrir tísku. Nú er hún byrjuð að hanna sjálf og er hönnun hennar orðin gríðarlega vinsæl vestan- hafs. Hér er hún glæsileg í fallegum Maxi-kjól sem hún hannaði sjálf. ANGELINA JOLIE Það ættu allir að geta verið sammála um það að Ang- elina er alltaf jafn glæsileg og er engin undantekning á því að þessu sinni. Hún er gullfalleg í þessum dökkbláa Romona Keveza- kjól. Til hamingju Angelina. EMMA WATSON Emma hefur vakið mikla athygli fyrir flottan stíl og er það engin furða, enda er stúlkan alltaf glæsileg. Hér er hún í Elie Saab-ballerínu- kjól sem er geggjaður við svölu stuttu klippinguna hennar og rauða varalitinn.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.