Monitor - 15.12.2011, Page 20

Monitor - 15.12.2011, Page 20
kvikmyndir Justin Long Hæð: 174 sentímetrar. Besta hlutverk: Mac-tölva í auglýsingaherferð Apple. Staðreynd: Bræður Long, Dami- en og Christian, eru líka leikarar en þó ekki í Hollywood. Eitruð tilvitnun: „Ég er með svo þunnan skráp og þess vegna forðast ég það eins og heitan eldinn að lesa um sjálfan mig.“ 2001 Leikur í hryllings-myndinni Jeepers Creepers sem fær mjög góðar viðtökur hjá áhorfendum. 2002 Leikur Henry í Crossroads og er oft spurður út í atriðið þar sem hann kyssir Britney Spears. 2003 Leikur í Pepsi Vanilla-auglýs- ingu enda í tísku hjá gos- drykkjaframleiðendum að búa til gos með vanillubragði. 2004 Leikur nafna sinn, Justin Redman, í myndinni Dodgeball: A True Underdog Story. Þar er hann í liðinu sem fer í brenni- boltamótið til að safna pening til að bjarga líkamsræktarstöð- inni Average Joe‘s. 2005 Leikur í hinni klúru en hnyttnu mynd, Waiting. 2006 Fer með lítið hlutverk í Break- Up og leikur ásamt Jonah Hill og Blake Lively í myndinni Acc- epted. Þá hefur hann leik sinn í vel heppnuðum auglýsingum fyrir Mac-tölvurnar þar sem hann leikur Mac á móti John Hodgman sem leikur PC-tölvu. 2007 Kynnist Drew Barrymore við tökur myndarinnar He‘s Just Not That into You og hefja þau haltu mér, slepptu mér-sam- band. Þá leikur Long tölvuhakk- ara á móti Bruce Willis í Live Free or Die Hard. Long ljáir svo Alvin rödd sína í Alvin and the Chipmunks. 2008 Er í stuttu sambandi með Kristen Dunst. Leikur sam- kynhneigðu klámstjörnuna Brandon St. Randy í Zack and Miri make a Porno. 2009 He‘s Just Not That into You er frumsýnd en myndin skartar mörgum frægum Hollywood- leikurum. Þá leikur Long sjálfan sig í myndinni Funny People. 2010 Leikur á móti Drew Barrymore í Going the Distance. Þau eru sögð hafa byrjað saman og hætt saman ansi oft síðan 2007 en enda sambandið endanlega þetta árið. FERILLINN 20 Monitor FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 Er verkefnið ómögulegt, Tom? Fyrstu tvær myndirnar um Alvin og félaga slógu hressilega í gegn hér á landi og samanlagt sáu tæplega 60 þús. manns þær tvær. Húmorinn er kostulegur, per- sónurnar sprelllifandi og blöndun teikn- inga og leikinna atriða einstaklega vel gerð. Í þetta sinn lenda Alvin og félagar hans í stórkostlegasta ævintýri til þessa þegar Davíð, velgjörðarmaður þeirra, ákveður að bjóða þeim með í siglingu um suðræn höf í stóru skemmtiferða- skipi. Gamanið kárnar hins vegar þegar leikur Alvins og hinna íkornanna með fl ugdreka einn, stóran og mikinn, endar með því að hann sviptir þeim fyrir borð. Sem betur fer fyrir íkornana komast þeir upp á eyju sem í fyrstu virðist í eyði. Þar með hefst ævintýri númer tvö í einni og sömu myndinni en vandamálið í þetta sinn er að það er ekki víst að Alvin og hinir íkornarnir eigi nokkurn tíma eftir að komast heim aftur. facebook.com/monitorbladidVILTU MIÐA? Monitor ætlar að gefa miða á Alvin and the Chipmunks, fylgstu með … FRUMSÝNING HELGARINNAR K V I K M Y N D A VERY HAROLD AND KUMAR 3D CHRISTMAS Aðrar frumsýningar: Mission: Impossible - Ghost Protocol FRUMSÝNDAR FÖS. 16. DESEMBER Alvin and the Chipmunks: Chipwreck Leikstjóri: Mike Mitchell. Aðalhlutverk: Justin Long, Matthew Gray Gubler og Jesse McCartney. Lengd: 87 mínútur. Aldurstakmark: Leyfð öllum aldurshópum. Kvikmyndahús: Smárabíó og Háskólabíó. Komið gott Myndin fjallar um þá félaga Harold og Kumar sem komast í hann krappan. Það þjónar litlum tilgangi að fara eitthvað nánar út í söguþráðinn enda er hann algjör steypa frá upphafi til enda. Ég efast samt um að tilgangur handritshöf- undanna hafi verið að blanda sér í baráttuna um Óskarinn fyrir besta handrit heldur kannski meira að vinna úr einhverri einfaldri hugmynd til að réttlæta vitleysuna. Merkilegt nokk þá er myndin tæknilega nokkuð vel gerð og ekkert virðist til sparað. Til að mynda er mjög metnaðarfullt leir-atriði þar sem heil sena er öll gerð úr leir og þrívíddin kemur einnig ágætlega út þó svo auðvitað megi deila um hver tilgangur hennar hafi verið. Vantar neistann Einn helsti galli myndarinnar var þó kannski hvað þeir félagar Harold og Kumar eru orðnir ófyndnir gaurar og þær senur sem þeir eru bara tveir í eru frekar leiðinlegar. Þeir voru skemmtilegt kombó einu sinni en neistinn er bara einhvernveginn farinn. Þetta er að vísu þriðja myndin um ævintýri þeirra félaga og verður að viðurkennast að ég hef ekki séð hinar tvær. Kannski þarf maður að hafa fylgst með þeim frá upphafi til að sjá snilldina. Aukapersónurnar voru aðallega það sem hélt myndinni á fl oti í gríninu. Aðdáendur Neil Patrick Harris úr How I Met Your Moth- er gætu þó orðið fyrir vonbrigð- um þar sem hann kemur fyrir í svona mesta lagi 10 mínútur í allri myndinni. Ég vil samt ekki vera gaurinn sem fattar ekki grínið enda skil ég vel að þetta geti höfðað til ákveðins markhóps. En mér fi nnst erfi tt að halda því fram að þessi mynd hafi verið eitthvað annað en meðalslök grínmynd með vafasaman boðskap þó svo að aðdáendur fyrri myndanna muni líklega fá eitthvað fyrir sinn snúð. Kristján Sturla Bjarnason Nú er rúmlega ár síðan Move hreyfi græjan kom út fyrir PlayStation 3-tölvuna. Það sorglega er að hingað til hefur aðeins einn leikur staðið upp úr en það er íþróttaleikurinn Sports Champions. Nú hafa framleið- endur hans tekið bestu bitana úr þeim leik og smellt þeim í hasar- og ævintýraleikinn Medieval Moves. Lífi ð virðist leika við unga prinsinn Edmund, en auðvitað þá kemur her af beinagrindum og leggur bölvun á konungsveldi hans og þegna þess. Sjálfur breytist Edmund í beinagrind og tekur upp nafnið Deadmund í kjölfarið. Markmiðið er svo að bjarga konungsríkinu frá þessari bölvun með því að drepa vonda kallinn (frumlegt). Spilun leiksins fer fram með Move-stýripinnanum, en leikmönnum er ýtt í gegnum borð leiksins á nokk- urskonar teinum líkt og við þekkjum úr skotleikjum á borð við Time Crisis og House of the Dead. Til að berjast við óvinina geta leikmenn svo notað boga, sverð og skjöld eða kastað karatestjörnum. Allt þetta er þekkt úr Sports Champions-leiknum og virkar ná- kvæmlega eins og þar. Leikmenn ráða hvort þeir nota einn eða tvo move-pinna og er hægt að mæla með að nota tvo til að detta í meiri fíling. Hasarinn gengur svo út á að ganga frá beinagrindakvikindum og leysa litlar og einfaldar þrautir. Auk þess að geta spilað í gegnum söguþráð leiksins geta tveir keppt saman í nokkrum mismunandi mini- leikjum og er það ágætis partístuð. Grafíkin í leiknum er mjög teiknimyndaleg og virkar ágætlega í þessum leik. Sama má segja um tónlist og talsetningu, en allt hljóð leiksins gæti sómt sér vel í hvaða teiknimynd sem er. Mikill húmor er í grafíkinni og er vel hægt að brosa út í annað þegar helstu persónur leiksins spjalla saman. Helsti gallinn við leikinn er að hann er algjörlega á teinum og takmarkar því frelsi leikmanna, en það kemur þó ekki í veg fyrir ágætisskemmtun og þá staðreynd að loks er kominn annar Move-leikur sem bragð er að. Ólafur Þór Jóelsson Dauðmundur hress Tegund: Hasar- og ævintýraleikur PEGI merking: 7+ Útgefandi: Sony Dómar: Gamespot 5 af 10 / IGN 8 af 10 / Eurogamer 5 af 10 Medieval Moves TÖ LV U L E I K U R

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.