Monitor

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Monitor - 15.12.2011, Qupperneq 21

Monitor - 15.12.2011, Qupperneq 21
21 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 Monitor Bráðum koma blessuð jólin og æska landsins er farin að hlakka. Þessi hátíð ljóss og friðar er að fl estu leyti falleg, við verjum tíma með fjölskyldunni, borðum góðan mat og færum hverju öðru gjafi r. Jólapakkarnir eru gjarnan fl okkaðar í mjúka eða harða og virðist það vera venjan að því yngri sem gjafaviðtakandinn sé, því minni mætur hafi hann á þeim mjúku. Þriðji gjafafl okkurinn sem verður vinsælli því eldri sem gjafaviðtakandinn er inniheldur svokölluð gjafabréf. Gjafabréf eru fín til síns brúks, enda fínt að gefa einstaklingi sem á svo gott sem allt eitt slíkt svo hann geti sjálfur fundið eitthvað við sitt hæfi . Annað fyrirbæri sem líkist gjafabréfum að ýmsu leyti eru inneignarnótur sem fást fyrir jólagjafi r sem einstaklingur hefur ákveðið að skipta. Til að gera langa sögu stutta valda þessi gjafabréf og inneignarnótur mér hausverkjum. Þannig er nefnilega mál með vexti að gjafabréf og inneignarnótur renna út, rétt eins og mjólk eða jógúrt. Munurinn er reyndar sá að þótt mjólk renni út getur fólk svo sem ennþá drukkið hana, þótt það sé vont, en gjafabréf og inneign- arnótur verða með öllu ónothæfar þegar þær hafa runnið út. Því spyr ég, hvernig í ósköpunum stendur á því? Ef amma mín fer út í einhverja verslun, kaupir gjafabréf fyrir 5.000 kr. og gefur mér í jólagjöf, hvernig getur þá einhver karl úti í bæ sagt mér að sá peningur sé bara einskis virði þegar einhver tilsettur tími er liðin frá kaupunum? Ég hef svo sem ekki hundsvit á vísitölum, verð-bólgum né bókhaldi þótt ég skilji að fyrirtæki vilji forðast það að vera með útistandandi skuldir upp á þúsundkalla hér og þúsundkalla þar að eilífu. En af hverju eiga þessi fyrirtæki samt ekki alveg eins að þurfa að hafa útistandandi skuldir þangað til það greiðir hana alveg eins og aðrir? Ég er svo sem ekki alsaklaus. Ég á til að gleyma því að ég eigi gjafabréf yfi r höfuð svo mér er kannski nær að leyfa þeim að renna út. Hvað sem því líður, þá furða ég mig á því hvers vegna peningaverðmæti sem þetta geti bara orðið núll og nix á til dæmis einu ári. Svo eru reyndar ekki einu sinni öll gjafabréf þess eðlis að þau renni út, sum hafa enga dagsetningu. Hvers vegna er það? Mér leiðist að nöldra og hvað þá er líða fer að jólum þannig að ég hyggst svo sem ekkert beita mér neitt sérstaklega fyrir bættri stöðu neytandans í gjafabréfa- og inneign- arnótnamálum. Þið komið sem sagt ekki til með að sjá mig valsa um Kringluna með eitthvað „helvítis fokking fokk“-skilti á næstkomandi Þorláksmessu. Þó er þetta eitthvað sem ég klóra mér í hausnum yfi r í hvert sinn sem ég eignast gjafabréf. Hafi einhver áhuga á skýra þetta nánar fyrir mér má sá hinn sami endilega senda mér greinargóðan tölvupóst og hver veit nema að ég splæsi á hann kók og prins fyrir vikið. Nú, eða bara inneignarnótu fyrir því. Einar Lövdahl Gunnlaugsson einar@monitor.is ORÐ Í BELG Inneignarnóta fyrir kók og prins fílófaxið fi mmtud15des DJ DANNI DELUXE Faktorý 22:00 Ef þú hefur í hug að skella þér út á lífi ð þetta fi mmtudagskvöldið þá er DJ Danni Deluxe einn skotheldur plötusnúður. Sagði einhver „prófl okadjamm“? Það er mjög mikilvægt að gefa heilabúinu það frí sem það á skilið og fara áhyggjulaus í miðbæinn og skemmta sér ærlega með vinum og vandamönnum. DIKTA OG OF MONSTERS AND MEN Vídalínskirkja 19:30 Dikta og Of Monsters and Men eiga það sameiginlegt að hafa tekið yfi r Ísland með tónlist sinni. Þá eru fl estir meðlimir hljómsveitanna úr Garðabænum og því er vel við hæfi að halda jólatónleika í sínum heimabæ. Miðasala fer fram á midi.is og er miðaverð 2.500 krónur. ÓLAFUR ARNALDS Í HÖRPU Norðurljós í Hörpu 20:00 Ólafur Arnalds er í skemmti-legu viðtali við Monitor í Fyrst og fremst á blaðsíðu 3. Þar segir hann meðal annars frá því að þetta sé í fyrsta sinn sem hann fl ytji inn allt sitt hafurtask og starfsmenn til að halda tónleika hér á landi með sama gæðastimpli og erlendis. Miðasala á midi.is og er miðaverð 2.500 krónur. laugardag17des ÚTGÁFUTÓNLEIKAR NOLO Bakkus 21:00 Tvíeykið Nolo gaf nýverið út plötuna Nology sem hefur vakið þónokkra athygli. Af því tilefni blása þeir til útgáfutónleika á Bakkus. Platan ásamt bolum verða til sölu en frítt er inn á hljómleikana. PRÓFLOKAFÖGNUÐUR Bar 11 21:00 Úlfur Úlfur sendu nýverið frá sér plötuna Föstudagurinn langi sem inniheldur 10 fersk rapplög með grípandi melódíum og hárbeittum íslenskum textum. Því ættu strákarnir frá Sauðárkróki að vera með það á hreinu hvernig á að skemmta lýðnum. Hoppaðu á Bar 11 og kíktu á tónleikana. Frítt inn, maður. JÓLAPLÖGG RECORD RECORDS Nasa 22:00 Úgáfufyrirtækið Record Records hefur á sínum snærum marga fl otta listamenn og í þetta sinnið mun útgáfan tefl a fram sínum stærstu nöfnum undir sama þaki. Of Monsters and Men, Agent Fresco, Sykur, Orphic Oxtra og Lockerbie hafa öll gert góða hluti á árinu og því er upplagt fyrir alla tónþyrsta einstakl- inga að drífa sig á Nasa til að upplifa frábæra stemningu. Miðinn kostar 1.500 krónur í forsölu og 2.000 krónur við hurð. Forsala fer fram á midi.is og í Brim Kringlunni og á Laugavegi. föstudagu16des JÓLATÓNLEIKAR 3 VOICES & BEATUR Gamla bíó 21:00 3 Voices & Beatur kunna vel að koma fólki í jólaskap. Hljómsveitin styðst einvörðungu við sínar eigin raddir en getur þó framleitt tóna sem eru ekki á allra færi. Hljómsveitin hefur alið manninn undanfarið árið í Noregi og því er spennandi að sjá hvað þau hafa upp á að bjóða. Miðaverð er 2.900 krónur í betri sætin en ódýrari miðar kostar 2.500 krónur. Miðasala fer fram á midi.is. GUSGUS Á NASA Nasa 21:00 GusGus og Nasa er stærð-fræðidæmi sem gengur alltaf upp. GusGus-liðar er fyrir löngu komnir með doktorsgráðu í því að koma fólki í dansgírinn og Nasa er fullkominn kofi til að hýsa slíka stemningu. Það er því upplagt að leyfa tónlistinni að renna um æðar þér og sletta almennilega úr klaufunum. Aldurstakmark á tónleikana er 20 ára og eldri og er miðaverð 2.900 krónur. VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. WWW.SENA.IS/ALVIN3 FULLT AF VINNINGUM: BÍÓMIÐAR TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA! SENDU SMS SKEYTIÐ ESL AL3 Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! 9. HVER VINNUR! FJÖLDI AUKAVINNINGA VILTU VINNA MIÐA? Þið komið sem sagt ekki til með að sjá mig valsa um Kringluna með eitthvað „helvítis fokking fokk“-skilti á næstkomandi Þorláksmessu. AF SKRÍMSLUM OG MÖNNUM

x

Monitor

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.