Monitor - 21.12.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 21.12.2011, Blaðsíða 3
Á ÞORLÁKSMESSU Upplagt er að fara niður í bæ og spóka sig um. Gaman er að staldra við og fylgjast með mannlífi nu, fá sér jafnvel einn kakóbolla svona í kuldanum. Þá er fjöldinn allur af uppákomum og það getur verið afar róandi eftir allt stressið í aðdraganda jólanna að setjast einhvers staðar niður og hlusta á góða tóna eða bara spjalla saman. Á AÐFANGADAG Það er alveg fáránlegt hvað aðfanga- dagur getur stundum verið fl jótur að líða. Það er því gott að búa til smá lista yfi r þá hluti sem þarf að gera svo mögulegt sé að bera út pakkana, elda matinn og hafa sig til í tæka tíð. Um kvöldið er svo mikilvægt að þakka fjölskyldumeðlimum vel fyrir sig og skrifa líka niður hver gaf hvað. Á JÓLADAG Áður en jóladagur rennur upp þarf að huga hvort kjóllinn eða hvíta skyrtan sé ekki örugglega hrein. Þá er gott að líta yfi r listann frá aðfangadag og þakka öllum sem gáfu gjafi r vel fyrir sig. Ef þú ert á leið í jólaboð er gott að rifja upp í huganum hvað þú fékkst frá skyldmennum þínum árin á undan. Það er svo gaman að líta til baka og bera saman nútíð og þátíð. Monitor mælir með Ingólfur Þórarinsson Sá harðan Liverpool að- dáanda pósta góðum status um leikinn áðan: (Um leik Liverpool og Aston Villa) 2 orð, yfir burðir. 18. desember kl. 15:27 Vikan á … Bubbi Morthens Búin að Taka upp 16 demo lög næst er að draga djúpt andan vona 12 af þeim verið svo góð þau komast á plötuna 19. desember kl. 16:28 3 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2011 Monitor Feitast í blaðinu Nanna og Ragnar í Of Monsters and Men kepptust í jólaspurninga- keppni. The Charlies eiga sér stóra drauma í höfuðborg skemmt- anaiðnaðarins, Hollywood. Stíllinn athugaði hverju Unnsteinn og Þórunn Antonía klæðast á jólunum. 8 Ólafur Þór rýnir í allt sem þú þarft að vita um þrívíddar- símann frá LG. 13 Ari og Halldór Eldjárn gáfu hvor öðrum sömu bókina jólin 2005. 12 Monitor vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í Forsíðuleik Monitor kærlega fyrir og óskar þeim sem og öðrum gleðilegra jóla! 4 fyrst&fremst 6 MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Lísa Hafl iðadóttir (lisa@monitor.is) Umbrot: George K. Young (george@mbl.is) Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Kristinn Ingvarsson (kring@mbl.is) Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136 Efst í huga Monitor Jólakveðja Monitor Jólin, jólin alls staðar með jólagleði og gjafi rnar. Þrír dagar í jólin. Það er ótrúlega skemmtilegt. Ég segi ótrúlega af því að það er nánast ótrúlegt hvað tíminn hefur fl ogið. Gárungar segja að tíminn fl júgi þegar fólk skemmtir sér og það á svo sannarlega við í tilviki Monitor- skútunnar. Það eru forréttindi að fá að gefa út svona jákvætt blað og enn meiri forréttindi að þú skulir lesa það. Takk fyrir það. Úti í enskumælandi löndum segir fólk „time fl ies when having fun“ og gantast svo með orðatiltækið og halda því fram að froskarnir segi alltaf „time‘s fun when having fl ies.“ Alveg ótrúleg hnyttnin hjá þessum ensku. Laufl étt blað dagsins í dag einkennist af miklum jólaanda sem heltekið hefur Stílinn, Eldjárn-bræðurna og Ragga og Nönnu úr Of Monsters and Men. Það er gaman að fi nna þá miklu ást sem jólin ná fram í okkur. En okkur hjá Monitor langar að óska þér gleðilegra jóla. Nýárskveðj- an verður að bíða þar sem eitt blað er eftir á árinu. Við vonum að jólahelgin verði ógleymanleg og að þú borð- ir á þig gat af góðum mat og reitir pappír af gjöfum sem koma sér vel og gleðja. Um leið biðjum við alla að hugsa fallega til þeirra sem minna mega sín. Nonni Nonn, Elgurinn, George hinn ungi, Himmmaster Gunn, Ace og StílLísa biðja þig vel að lifa. Níels Thibaud Girerd nú er ég kominn í jólaskap LOKSINS 20. desember kl. 16:21 Daníel Hjörtur Hjartarson Jæja, þá er Monitor forsíðukeppninni lokið... og að sjálfsögðu rústaði ég þessu :) ég vil þakka öllum sem voru indælir og likeuðu myndina! :D 20. desember kl. 15:10 „Mér leiddist bara um nótt og sá að félagi minn var búinn að gera svona mynd svo ég ákvað að gera mína eigin. Ég tók mér alveg góðan tíma í að gera þessa mynd,“ segir Daníel Hjörtur Hjartarson aðspurður um hvernig það hafi komið til að hann tók þátt í forsíðuleik Monitor. Daníel vann leikinn mjög sannfærandi og hlaut að launum glænýjan Samsung Galaxy SII, Triwa-úr frá Kastaníu ásamt glaðningum frá tónlist.is og Hamborgarafabrikkunni. „Ég á síma sem er tregur svo það kemur sér vel að fá nýjan. Svo er þetta fáránlega fl ott úr.“ Mútaði engum Daníel tók mjög snemma forystu í leiknum, hélt henni allan tímann og sigraði sannfærandi að lokum. Það er því réttast að spyrja hvort hann hafi borgað fólki fyrir að líka við forsíðumyndina hans. „Nei, en þetta kom þó á óvart því fjöldi þeirra sem líkaði við myndina er þrefaldur fjöldi vinanna sem ég er með á Facebook. Það voru margir æskuvina minna sem deildu myndinni og það reddaði öllu. Ég er þeim mjög þakklátur. Svo held ég að fólk hafi líka bara verið að fíla mottuna. Ég þyrfti kannski að safna í mottu,“ segir Daníel glaðbeittur. Breyttur maður Í framtíðinni eru þó töluverðar líkur á því að Daníel verði hinum megin við borðið og verði ekki í hlutverki forsíðufyrirsætu. „Ég hef mikinn áhuga á margmiðlun og ljósmyndun og ég ætla að starfa við það í framtíðinni. Ég er í mjög gefandi og góðu námi í margmiðlun í Borgar- holtsskóla núna og svo stefni ég að því að fara í grafíska hönnun í Listaháskólanum,“ segir Daníel sem segir að áhuginn hafi aukist mikið á slíku undanfarin misseri. „Ég fl utti úr Breiðholtinu yfi r í Grafarvoginn og þá fór ég að eyða töluvert meiri tíma í tölvunni. Það gerðist örugglega af því að það er öðruvísi félagsskapur í Grafarvogi. En nú í dag fer megnið af þeim tíma í eitthvað tengt grafískri hönnun og ljósmyndun þó maður spili nú líka töluvert af tölvuleikjum. En ég hangi ekki allan daginn í tölvuleikjum eins og ég gerði. Nú fer ég sex sinnum í viku á æfi ngu og svona. Ég er breyttur maður,“ bætir Daníel við og hlær en hann æfi r box hjá hnefaleikastöðinni Æsi. „Ég boxaði í eitt og hálft ár fyrir tveimur árum en fékk svo sinaskeiðabólgu og þurfti að bíða í tvö ár og er bara nýbyrjaður aftur. En ég er strax kominn í ágætisform. Ég gerði samt ekkert í þessi tvö ár. Það var þá sem ég breyttist í nörd.“ jrj Forsíðuleik Monitor lauk á miðnætti aðfaranætur þriðjudags og stóð Daníel Hjörtur Hjartarson uppi sem sigurvegari. Kappinn fékk á fjórum og hálfum sólarhring 1.639 „like“ og vann því með heilum 432 „like-um.“ Fólk fílaði mottuna M yn d/ Kr is ti nn VIÐ H JÁ M O N IT OR ÓS KUM YKKUR GLEÐILEG RA JÓLA

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.