Monitor - 21.12.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 21.12.2011, Blaðsíða 6
Monitor MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2011 stíllinn Hvað verslar þú helst fötin þín? Í fullum trúnaði versla ég flest föt í H&M, en í meikinu rýrnar veskið svo ég hef ekki verslað mikið undanfarið ár. Hver er uppáhaldsbúðin þín hérna heima? Ég fer eiginlega bara í eina búð hér heima, og það er Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar. Ég reyni að fara þangað í hverri viku þegar ég er á Íslandi, þar eru falleg föt og skemmtilegir starfsmenn. Ég versla þar samt ekki nema kannski einu sinni til tvisvar á ári. Hvað kemur þér í jólaskap? Ætli það séu ekki mandarínur, malt og appelsín. Hvert er hið fullkomna jóladress? Einingaskipt spariföt eru lykilatriði um hátíðirnar, einfald- lega vegna þess hversu mikið er um jólabjór og góðan mat. Ef þú hellir yfir þig jólaölinu er mikilvægt að geta farið úr jakkanum og verið í fallegri skyrtu innanundir. En ef þú hellir hinsvegar yfir buxurnar þínar þá vekja jóla-silki- boxeranærföt mikla lukku í jólaboðum. Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? Geðgóður finnst mér frábær jólasveinn! Hvar eyðir þú jólunum í ár? Hjá mömmu í Laugardalnum á aðfangadag og svo fer ég í risajólaboð með föðurættinni í Bjarnafjörð á Ströndunum. Áttu þér fyrirmynd í tískuheiminum? Nei, ég get ekki sagt það. En Logi bróðir á frábæran fataskáp sem gott er að sækja í þegar hann sér ekki til. Ef þú mættir velja hvaða hönnuð sem er til að dressa þig upp fyrir mikilvægan atburð, hvaða hönnuð myndir þú velja? Klárlega Guðmund Jörundsson, hvort sem það verður brúð- kaup eða plötuumslag Er eitthvað sem er ómissandi fyrir áramótadressið í ár? Beinagrindahanskarnir munu vernda mig í kuldanum og vekja lukku í partíunum. Hvað er næst á döfinni hjá þér? Við erum að halda okkar árlegu áramótatónleika á Nasa þann 30. desember, „Síðasti Sjens 2011” ásamt Of Monsters and Men og Rich Aucoin. Það fer heilmikil vinna í að undirbúa svona stóra tónleika og það er mikilvægt að koma stressinu rétt frá sér, sérstaklega þegar það eru jól. lh Nú þegar hátíðirnar nálgast er nauðsynlegt að vera með jóla- og áramótadressin á hreinu. Stíllinn fékk því tónlistarmann- inn og tískusérfræðinginn Unnstein Manuel Stefánsson til að sýna okkur hvernig á að klæða sig um hátíðirnar. fataskápurinn 6 Einingaskipt spariföt lykilatriði um hátíðirnar Myndir/Kristinn RÆKTIN MILLI JÓLA OG NÝÁRS Ég verð reyndar að viðurkenna að ég hef aldrei farið í ræktina, en var þó í lyftingaklúbb í MH. Mér er annt um þennan Valsbúning. Hljómsveitin fékk 7 treyjur gefnar frá Meistaraflokki kvenna í Val. Maður verður að „representa” klúbbinn í ræktinni þó maður sé kominn með bumbu sem fyllir í búninginn. ÁRAMÓT Jakkinn er úr bómull, fullkominn í partíin og bindið mátulega flippað fyrir snillingana á Skólavörðuholti. G.Jör hönnuður lánaði mér buxur og ég er mjög hrifinn af leðrinu í kraganum á frakkan- um. Frakkinn er líka eldvarinn með innbyggðri rok- eldspýtu. AÐFANGADAGUR Þetta er Barack Obama wannabe-stíllinn minn. Mjög einfalt, með smá Mad Men-yfirbragði. AÐVENTUDRESS Fyrir jólaundirbúning og föndur heima við. Hlý peysa og buxur með hnébótum svo ég geti verið „all-in” í undirbúningnum, hver veit nema maður þurfi að beygja sig eftir nokkrum negulnöglum af gólfinu svo Luna borði þá ekki. PEYSA: BARBOUR ÚR HERRAFATAVERZLUN KORMÁKS OG SKJALDAR BUXUR: FROST BIRGENS ÚR GK REYKJAVÍK SKÓR: FILIPPA K ÚR GK REYKJAVÍK MANDARÍNUR: JÓLAFÖNDUR FRIKKA DÓR JAKKAFÖT: H&M BINDI: HERRAFATAVERSLUN GUÐSTEINS SKÓR: FILIPPA K ÚR GK REYKJAVÍK SKYRTA: RALPH LAUREN ÚR SPÚTNIK PEYSA: VALSBÚNINGUR ÚR HLÍÐARENDA SKÓR: NIKE FREE RUN+ BUXUR: H&M JAKKI: UNIQLO BUXUR: GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON FYRIR HERRAFATAVERZLUN KORMÁKS OG SKJALDAR SKÓR: FILIPPA K ÚR GK REYKJAVÍK FRAKKI OG HANSKAR: H&M SKYRTA: AMERICAN APPAREL

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.