Monitor - 21.12.2011, Blaðsíða 8

Monitor - 21.12.2011, Blaðsíða 8
8 Monitor MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2011 Mikið vatn hefur runnið til sjávar hjá þeim Ölmu Guð- mundsdóttur, Klöru Ósk Elíasdóttur og Steinunni Þóru Camillu Sigurðardóttur síðan þær sameinuðust fyrir sjö árum við stofnun stúlknasveitarinnar Nylon. Eftir ævintýri á Bretlandseyjum og nafnabreytingu héldu þær innreið inn í veröld stórstjarnanna fyrir tveimur árum þegar þær fl uttust til Hollywood til að eltast við sína stærstu drauma. Árið sem senn er liðið var trúlega þeirra mesta áskorun til þessa þar sem þær slitu sig undan plötusamningi með lögfræðistandi til að geta staðið á eigin fótum. Þær segjast nær því í dag en nokkru sinni fyrr að ná markmiði sínu, að slá í gegn. Þegar þið fóruð út fyrir einu og hálfu ári síðan höfðuð þið nýsamið við plötuútgefandann Hollywood Records. Hvað er að frétta af því? A Það er löng saga. Fyrir nákvæmlega ári síðan vorum við komnar með heila plötu og rúmlega það hjá Hollywood Records. Hún var tilbúin, það var búið að „mastera“ hana og það var allt klárt. Við vorum meðal annars með lög eftir Bruno Mars og J.R. Rotem og við vorum búnar að vera að vinna með toppfólki innan Hollywood yfi r sumarið og haustið. Við vorum með algjört gull í höndunum og þá fóru af stað vangaveltur um hvaða lög við ættum að gefa út sem smáskífur. K Það er alltaf mikil pólitík innan plötufyrirtækja þegar kemur að því að taka ákvarðanir um útgáfu og það ríkti ekki samstaða um hvaða lag ætti að gefa út fyrst. Fyrir utan allt sem við höfðum tekið upp úti vorum við með lög frá StopWaitGo og við lögðum mikla pressu á þá sem sáu um okkur innan fyrirtækisins að veita því efni athygli. Þegar þrjú lög voru send í rýnihóp í hlustendakönnun kom lag sem við gerðum með þeim langbest út. Þið höfðuð sem sagt rétt fyrir ykkur með StopWaitGo- lagið? K Klárlega. Það dugði samt ekki til að ná samstöðu um hvaða lag ætti að vera fyrsta smáskífan og undir lok ársins fengum við þau skilaboð að plötufyrirtækið væri ekki til- búið að skuldbinda sig til að gefa út smáskífu strax og við horfðum bara fram á það að við gætum endað á hillunni hjá plötufyrirtækinu í ár í viðbót án þess að nokkuð kæmi út. Þarna stóðum við á tímamótum og hugsuðum: „Erum við að fara að eyða næstu mánuðum eða árum í einhverri óvissu án þess að geta gefi ð út neina tónlist?“ Til hvaða ráða gripuð þið þá? S Við ákváðum að það væri miklu betra fyrir okkur að losa okkur undan þessum samningum og fara að vinna að því sem við höfðum trú á til þess að geta allavega gefi ð út efni í raun og veru. K Yfi rleitt er þetta þannig að „artistar“ setja saman ákveðinn pakka sem sýnir bæði tónlistina og ímyndina og fara síðan til sem fl estra plötufyrirtækja og sýna sig. Það sem við gerðum upphafl ega var að við fórum beinustu leið til Hollywood Records, sungum og fengum samning á staðnum. Við vorum svo grænar að við vissum ekki að auðvitað hefðum við átt að fara til annarra fyrirtækja líka til að búa til einhverja samkeppni um okkur og skapa meiri eftirspurn. Í staðinn tókum við það fyrsta sem bauðst og eftir á að hyggja var það svolítil fl jótfærni. Okkur fannst svo ótrúlegt að fá samning bara á staðnum. A Í öllu þessu róti í byrjun árs áttuðum við okkur á að við þyrftum að stokka öllu upp. Við vissum hvað við vildum gera og vissum að við værum með gull í höndunum. Þurftuð þið að byrja upp á nýtt þarna úti? K Nei, sem betur fer vorum við með nóg af efni í höndun- um sem við vorum búnar að taka upp. En við lærðum svo ógeðslega mikið á þessu auk þess sem við kynntumst og unnum með hópi fólks sem eru risanöfn innan bransans. A Svo við fórum út í byrjun síðasta árs vitandi það að við værum að fara út úr öllum samningum og standa gjörsamlega einar. Það var nefnilega svo merkilegt að þótt við hefðum verið með framleiðslusamning þá vorum við aldrei einu sinni með umboðsmann. Við vissum því að við þyrftum að byggja upp nýtt teymi í kringum okkur. Til þess gátum við nýtt samböndin og tengslin sem við vorum búnar að mynda á þessum tíma sem við vorum hjá Hollywood Records. StopWaitGo hafa vakið athygli að undanförnu með framleiðslu á smellum hérlendis með mönnum eins og Friðriki Dór og Steinda Jr. Hvernig vildi það til að þið hófuð samstarf? K Við byrjuðum að vinna með StopWaitGo fyrir rúmum þremur árum síðan þegar þeir voru ekki einu sinni komnir með nafn. Við heyrðum lag með þeim fyrir algjöra tilviljun í gegnum litlu systur mína sem var með þeim í skóla, hún kom okkur í samband við þá og í kjölfarið sendi ég Ölmu á fund með þeim. Ég var bara: „Þú verður að fara að semja með þessum gæjum, þeir eru geðveikir.“ Hún fór og byrjaði að semja lög með þeim sem komu síðan svona ótrúlega vel út. A Það sem þeir hafa fram yfi r marga aðra er að þeir eru alveg með á nótunum hvaða stefnu popptónlistin er að taka og eru alltaf einu skrefi á undan. Þeir heyra og skilja þetta „sánd“. Þið gáfuð síðan út „mixteip“ á eigin fótum þann 11.11.11 síðastliðinn sem hefur jafnframt fengið ágætisviðbrögð ytra, til dæmis hjá fl ottum tónlistarbloggurum. Er þá næsta skref að fi nna sér nýtt útgáfufyrirtæki? A Já, annar útgáfu- eða dreifi ngarsamningur er það sem við erum að vinna í núna. Eftir að „mixteipið“ kom út höf- um við verið að fá sterk viðbrögð og boð á nokkra fundi. K Þegar við komum út í byrjun árs hugsuðum við: „Ókei sjitt, við verðum að fi nna umboðsmann strax og komast að hjá einhverju annarri útgáfu strax,“ og fannst við vera að renna út á tíma. Það var hins vegar ekki fyrr en við fengum umboðsmanninn sem við erum með í dag að við fórum að átta okkur á því að þetta er bara spurning um pakkann okkar og það er eitthvað sem við þurftum að taka árið í ár til að setja saman. Einn liður í því var að skapa þetta „mixteip“ en lögin á því eru bara brot af plötu sem við erum í rauninni búnar að klára með strákunum í StopWaitGo. A Við erum því bara fyrst núna farnar að svipast um eftir nýju útgáfufyrirtæki því við vildum klára að skapa okkar efni fyrst. Við vildum ekki koma á einhvern nýjan stað þar sem það fyrirtæki myndi ætla að búa til einhverja nýja formúlu og reyna að móta okkur eftir sínu höfði. Við ætlum að mæta með okkar „sánd“ og það er nákvæmlega það sem við höfum verið að vinna að. Það er inni í myndinni að setja á laggirnar sjónvarpsþátt með ykkur ytra, ekki satt? S Já, við vorum sem sagt í viðræðum við VH1 um að gera raunveruleikaþátt og það er ennþá í skoðun en það yrði að vera rétt staðið að því. K Svoleiðis er nefnilega æðislega góð markaðssetning en við viljum ekki gera neitt svona nema að þetta fái að snúast um tónlistina en ekki bara hvort við séum í fýlu hvor út í aðra eða að rífast. A Konseptið yrði sem sagt bara að fylgst væri með stelpu- bandi sem er búið að ná vissum árangri í heimalandi sínu og byrjar síðan frá byrjun í Hollywood. Nú eru liðin sjö ár frá því að stúlknasveitin Nylon var mynduð í gegnum áheyrnarprufur. Eruð þið orðnar þreyttar á að ræða Nylon-árin þegar þið veitið íslenskum fjölmiðlum viðtöl? A Alls ekki, það var auðvitað byrjunin. K Það er bara það sem gerði okkur að því sem við erum í dag. A Einar Bárðar á heiðurinn að því að við séum saman í dag, hann verður alltaf Nylon-pabbinn. K Guði sé lof fyrir Nylon, án þess væru engar Charlies. Í ljósi þess að sveitin var skipuð með áheyrnarprufum má gera ráð fyrir að þið hafi ð sennilega lítið þekkst fyrir 2004. Hvernig hefur það verið að fara úr því að þekkjast ekki neitt yfi r í það að umgangast hverja aðra á hverjum degi í sjö ár? S Þetta var reyndar mjög fyndið. Við Klara vorum saman í Versló og vorum einmitt að leika saman í leiksýningu á þessum tíma. Við þekktumst sem sagt en vorum ekkert einhverjar bestu vinkonur. Við ákváðum að fara í þessar prufur og sitjum saman þar og fyrir framan okkur sat stelpa sem ég kannaðist við í gegnum vinkonur mínar. K Við byrjuðum síðan að spjalla og einhverra hluta vegna fórum við eins og samlokur í gegnum þessar prufur og eins og við höfum alltaf sagt var þessu ætlað að gerast. A Þetta þróaðist svo út í djúpa vináttu og hálfgert systrasamband. Við vorum og erum allar að stefna að sama markmiðinu og við það myndast einhver liðsandi í hópnum og endalaust mikið umburðarlyndi. K Við erum svo samrýmdar í því sem við erum að gera og ætlum allar að berjast til síðasta blóðdropa. Ég held að við myndum bara deyja fyrir hverja aðra (hlæja allar). Það má kannski segja að hérlendis hafi fyrirbærið Nylon verið milli tannanna á fólki frá fyrsta degi. Hafi ð þið þjálfast í því að takast á við neikvæða umfjöllun eða harða gagnrýni á þessum sjö árum? A Engin spurning. Ég gleymi því ekki þegar fyrsta myndbandið okkar kom út og maður las einhverjar athugasemdir á barnaland.is og hjartað í manni var bara brotið. Með tímanum lærði maður svo að hugsa: „Hverjum er ekki sama um hvað einhverju fólki úti í bæ fi nnst?“ Það er algjört aukaatriði á meðan þú ert að njóta þess, þú færð góðar viðtökur og einhverjir eru að fíla það sem þú ert að gera. K Við vorum líka bara að verða tvítugar þegar þetta byrj- aði. Núna erum við búnar að vera úti með hléum í þrjú ár og það er svo skemmtilegt hvernig viðbrögðin eru úti, þau eru allt öðruvísi. Fólk er miklu duglegra við að láta mann vita að það sé að fíla efnið manns og segja við mann: „Mér fi nnst þú vera að gera góða hluti.“ Eigið þið við að fólk á Íslandi sé feimið við að hrósa en oftar tilbúið að gagnrýna á neikvæðan hátt? K Ég held að fólk sé miklu gagnrýnna og ég held að við séum ekki jafnopin fyrir nýjungum og úti. A Það hefur samt fyrir vikið kannski gert okkur gagnrýnni á okkur sjálfar. Maður þarf að mynda sér þykkari skráp þegar maður fer út í eitthvað svona og ég er allavega fyrir mitt leyti búin að þroskast mikið í þeim efnum. Ég man að mér leið ógeðslega illa fyrst yfi r hvað fólk var að segja um mann eða hugsa. S Þetta væri löngu búið ef engum þætti þetta skemmti- legt og tónlistin höfðaði ekki til neins. Að sama skapi þykir okkur svo ægilega vænt um það þegar einhver kemur til okkar og segir að það sé ánægt með eitthvað sem við erum að gera. Hver er munurinn á því sem Charlies er að gera núna og því þegar Nylon var að hasla sér völl á Bretlandi? K Fyrst og fremst tónlistin. Hún hefur auðvitað þróast eins og gerist hjá öllum tónlistarmönnum. Við vorum svo ungar þegar við byrjuðum, við vorum krakkar og vorum með Einar sem stjórnaði þessu fyrir okkur, guði sé lof. Við höfum lært af öllum þeim sem hafa leiðbeint okkur. Á síðustu þremur árum, þegar við höfum fullorðnast, þá höfum við tekið við stjórnartaumunum. A Óumfl ýjanlega hefur ímyndin okkar líka breyst og fólk segir ýmislegt. Ég sá eitthvað úr einhverju blaði sem hafði skrifað að „góðu stelpurnar væru orðnar vondar“. Það snýst samt aðallega um að við höfum ekki gefi ð út neina tónlist í fjögur ár en höfum samt verið að vinna að þessu á bak við tjöldin í einhver þrjú ár. Þetta er þróun sem er ekkert ný fyrir okkur, þótt hún komi kannski einhverjum á óvart. Hefur ímyndarbreytingin í för með sér að þið séuð hættar að vera góðu fyrirmyndirnar sem þið voruð á Nylon-árunum? A Við erum ennþá sömu manneskjurnar. Við erum ekkert breyttar fyrirmyndir þótt tónlistin okkar hafi breyst og þróast. K Við erum auðvitað bara búnar að eldast og herðast eitthvað af því að hafa gengið í gegnum ýmislegt, til dæmis hefur mikið gengið á í okkar einkalífi . Ég vil meina að við höfum bara fullorðnast og breytt um áherslur. S Við erum að stíla inn á annan hlustendahóp heldur en þegar við sungum Furðuverk. Það er alveg augljóst og það er voða lítið við því að segja. Við erum kannski ekki að syngja Eat Me fyrir Furðuverk-markhópinn. Þegar maður býr í nafl a skemmtana- iðnaðarins, Hollywood, er það þá þannig að maður rekst á stórstjörn- ur á öðru hverju götuhorni, úti í matvöruverslun og í ræktinni? K Jájá, það eru nokkrir stórir sem eru með okkur í ræktinni og maður Við grétum okkur alveg í svefn nokkrum sinnum og þetta hefur kostað blóð, svita og tár. HVER YKKAR ER … … gleymnust? Klara. … frekust? Alma. … matvöndust? Steinunn. … mesta svefnpurkan? Klara. … mesti nammigrísinn? Steinunn. Texti: Einar Lövdahl Gunnlaugsson einar@monitor.is Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is 2012 verður árið okkar Stúlknasveitin The Charlies hefur staðið í ströngu að undanförnu í heimi stórstjarnanna en þær gáfu nýverið út „mixteip“ sem hlotið hefur góð viðbrögð vestanhafs. Þríeykið sagði Monitor frá hlátrinum og grátinum í Hollywood ásamt risastóru draumunum.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.