Monitor - 21.12.2011, Blaðsíða 10

Monitor - 21.12.2011, Blaðsíða 10
10 Monitor MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2011 sér stundum einhverjar stjörnur úti í matarbúð. A Við vorum í Whole Foods um daginn og þá var allt í einu Usher við hliðina á okkur. K Með fullan vagn af barnamat í krukkum. A Svo var hann með bara risastóran lífvörð að raða ofan í poka fyrir sig. K Þeir eru alltaf með einhverja risastóra birni með sér úti um allt. Þið eruð sem sagt ekki komnar með stóra birni sem lífverði? K Ekki ennþá (hlær). Hvenær hafi ð þið verið hvað mest „starstruck“? K Ég veit um eitt svoleiðis dæmi en ég bara veit ekki hvort það sé merkilegt. Við hittum A. J. sem var í Back- street Boys. Ég var náttúrlega mesti Backstreet Boys- aðdáandi í heiminum. Við vorum í bíó og ég sá hann og varð bara eins og fi mmtán ára stelpa. Ég fór og fékk mynd af mér með honum. A Við höfum séð Sarah Jessica Parker og Lady Gaga og alls konar fólk. Eftir að maður er búinn að vera þarna í svolítinn tíma verður maður samt aðeins ónæmari fyrir þessu. Það er samt alltaf gaman að sjá þekkt andlit og þá er mjög hentugt að geta talað íslensku því við getum alltaf hvíslað til dæmis: „Heyrðu, þarna er „daman sem er brjáluð“ og þá er það Lady Gaga (hlær). Í haust var greint frá því að þið væruð allar á lausu á sama tíma í fyrsta skipti síðan Nylon var stofnuð. Er ómögulegt að eiga kærasta með vinnunni ykkar? K Við reyndum allar af öllu hjarta að láta svoleiðis ganga en það reyndist of erfi tt. Það er kannski grimmt að segja það en forgangsröðunin er þannig að tónlistin er númer eitt, tvö og þrjú í lífum okkar. A Þegar maður er að vinna í einhverju svona sem hefur svona margar óþekktar stærðir er erfi tt að láta samband ganga. Koma einhvern tímann dagar þar sem þið missið trúna á þessu og ykkur langar að fl ytja heim og skrá ykkur í háskólanám? A Ekki kannski að fl ytja heim og fara í háskólanám en það koma dagar þar sem maður spyr sig: „Hvað nú? Hvað getum við gert“ K Það hellist yfi r mann ákveðið vonleysi. Á þessu ári kom tímabil þar sem við hugsuðum: „Af hverju þarf þetta að vera svona ógeðslega þungt?“ Við grétum okkur alveg í svefn nokkrum sinnum og þetta hefur kostað blóð, svita og tár. Þetta var mikið hark og maður hugsaði stundum að þetta væri ógeðslegt. Það er samt einhver eldmóður sem heldur okkur alltaf við efnið, við ætlum okkur að ná langt. S Þessi eldmóður er efl aust líka það sem heldur okkur svona vel saman sem einingu. Svo hafa okkar nánustu líka mikla trú á okkur sem skiptir öllu máli. Þið eruð búnar að ganga í gegnum blóð, svita og tár. Hvað þyrfti að gerast til þess að þið mynduð blása þetta Hollywood-hark af fyrir fullt og allt? A Það er ekki einu sinni hægt að hugsa til þess. Það er enginn sem segir þér hvenær komið er nóg, þú þarft að segja þér það sjálfur. Ef til þess kæmi þá myndum við allar vita það, við erum það samstíga í þessu, ef út í það er farið. S Kannski ef við yrðum reknar úr landi eða eitthvað (hlær). Hefur ykkur dreymt um poppstjörnulíferni frá æsku? A Við viljum meina að þetta hafi allt verið skrifað í stjörnurnar. Þetta er engin tilviljun að við séum að gera það sem við erum að gera. K Þetta var einhvern veginn alltaf málið. Við erum með svo stóra drauma og leyfum okkur að dreyma stórt. Við trúum því að svona stórir draumar geti ræst. S Við erum í þessu af mikilli einlægni. A Það var Einar sem innrætti það í okkur að þora að hugsa ógeðslega stórt, hann er snillingur í því og lætur hluti gerast. Við höfum alltaf verið smitaðar af þeirri hugsun. Árið 2011 virðist hafa verið viðburðaríkt ár hjá ykkur. Hvað var það skemmtilegasta sem gerðist á árinu og hvað var það leiðinlegasta? A Það erfi ðasta er allt þetta lögfræðidæmi milli okkar og plötufyrirtækisins út af uppsögn samninganna. Það sem stendur upp úr var að hitta umboðsmanninn okkar, hann var algjör gjöf. S Það var ótrúlega mikilvægur tímapunktur fyrir okkur að fi nna einhvern sem er á sömu bylgjulengd og við. Hann er með drifkraftinn og reynsluna sem við þurftum. K Hann kom bara beint inn í liðið okkar í staðinn fyrir að reyna að stjórna okkur eitthvað upp á eigin spýtur. Hann small bara inn í samstarfi ð. Svo eru líka viðbrögðin við „mixteipinu“ að láta á sér kræla fyrr en við bjuggumst við. Fyrir okkur eru það rosaleg verðlaun og mjög spennandi. A Þegar KIIS-FM skrifar um okkur í sömu Twitter-færsluna og Lana Del Rey, þá getur maður ekki annað en fagnað. Eigið þið eitthvert lokamarkmið með þessu öllu saman? A Að taka heimstúr. K Þetta er samt svo fyndið því það er ekki endilega að vinna Grammy eða MTV-verðlaun, þó að það sé hluti af markmiðum okkar. Það er engin endastöð. S Í grófum dráttum er markmiðið bara að slá í gegn. Finnst ykkur þið vera komnar nær markmiðinu núna heldur en fyrir ári síðan? A Já, við erum alltaf að færast nær, skref fyrir skref. Þetta tekur allt tíma þótt fólk haldi stundum að þetta sé bara spurning um að stökkva upp í vél, fl júga til Hollywood og svo „meika það“ á einum mánuði. K Við erum nær því núna heldur en þegar við vorum á samningi hjá plötufyrirtæki, það er það fyndna. S Við erum búnar að vera að ganga í gegnum tímabil sem rosalega margir tónlistarmenn hafa gengið í gegnum. Svona samningamál, óvissa og lögfræðistand er tíma- punktur þar sem margar hljómsveitir brotna. Við ætlum bara að standa þetta af okkur og svo eru ekkert nema bjartir tímar framundan. K 2012 verður árið okkar.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.