Monitor - 21.12.2011, Blaðsíða 12

Monitor - 21.12.2011, Blaðsíða 12
kvikmyndir Daniel Craig Hæð: 178 sentímetrar. Besta hlutverk: James Bond. Staðreynd: Heldur með Liver- pool FC í enska boltanum. Eitruð tilvitnun: „Um leið og þú reynir að vera kynþokkafullur tekst þér það ekki.“ 1968Fæðist þann 2. mars í breska bænum Chester. 1974Leikur í sínu fyrsta skóla- leikriti og fær hina umtöluðu leiklistarbakteríu. 1992Giftist skosku leikkonunni Fiona Loudon. Sama ár eignast þau dótturina Ella. 1994Skilur við eigin-konuna Fiona og byrjar stuttu síðar með þýsku leikkonunni Heike Makatsch. Þau hætta saman sjö árum síðar. 2001Kemur sér á kortið í Holly- wood sem erkióvinur Angelinu Jolie í kvikmyndinni Lara Croft: Tomb Raider. 2004Byrjar með kvikmyndafram- leiðandanum Satsuki Mitchell. Þau sjást fyrst saman opin- berlega á frumsýningu James Bond-kvikmyndarinnar Casino Royale. 2005Skrifar undir samning um að leika ofurtöffarann James Bond. Craig er eini ljóshærði Bond-leikarinn og einnig sá lágvaxnasti hingað til. 2008Missir hluta af fi ngurgómi eins fi ngra sinna við tökur á Bond- myndinni Quantum Of Solace. Craig gerir grín að atvikinu eftir á og segist nú geta hafi ð glæstan glæpaferil svona fi ngrafaralaus. 2010Slítur sambandi sínu við Satsuki og verður ástfanginn af leikkonunni Rachel Weisz. Þau kynnast við tökur á kvikmynd- inni Dream House. Sama ár skrifar hann undir samning um að leika rannsóknarblaða- manninn Mikael Blomkvist í Hollywood-útgáfu leikstjórans David Fincher af Karlar sem hata konur eftir Stieg Larsson. Þriðju Bond-mynd Craig er afl ýst um tíma sökum óvissu um framtíð kvikmyndafyrir- tækisins MGM. Nýja myndin ber nafnið Skyfall og verður frumsýnd í lok árs 2012. 2011Giftist Rachel Weisz við litla athöfn í New York þar sem að- eins fjórir gestir eru viðstaddir. FERILLINN 12 Monitor MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2011 „Is your house on fi re, Clark?“ Christmas Vacation (1989) Leikstjórinn David Fincher, sem meðal annars hefur gert The Social Network og Fight Club, tæklar hér bókina Karlar sem hata konur eftir Stieg Larsson. Við sögu kem- ur morð, spilling, fjölskylduleyndarmál og tvær gjörólík- ar manneskjur sem enda á því að snúa bökum saman til þess að afhjúpa 40 ára gamla ráðgátu. Mikael Blomkvist (Daniel Craig) er viðskiptafréttamaður sem er ákveðinn í því að endurheimta mannorð sitt í kjölfar þess að vera sakfelldur um ærumeiðingar. Einn auðugasti iðnjöfur Svíþjóðar, Henrik Vanger (Christopher Plummer) ræður hann til að rannsaka hvarf ástkærrar frænku sinnar, sem hann telur að hafi verið myrt af einhverjum úr stórfjöl- skyldunni. Blomkvist kemur sér fyrir á fjarlægri eyju við strönd Svíðþjóðar til að rannsaka málið og hefur ekki hugmynd um hvað bíður sín. Á sama tíma er Lisbeth Salander (Rooney Mara) ráðin til að rannsaka Mikael Blomkvist sem leiðir á endanum til þess að þau fara að vinna saman í að rannsaka morðið á Harriet Vanger. Lisbeth er óhefðbundin að öllu leyti en í spæjarastörf- um slær henni enginn við. Hún hleypir engum að sér og ver sig gegn veröld sem hefur hvað eftir annað svikið hana og sært, en hæfi leikar hennar reynast rannsókninni ómetanlegir. Þegar Mikael hittir meðlimi Vanger-fjölskyldunnar í eigin persónu og spyr þá spjörunum úr starfar Lisbeth í skugg- unum og grefur upp upplýsingar sem hafa verið grafnar í tugi ára. Þau byrja að rekja blóðuga slóð morðingjans og bindast á leiðinni miklum tryggðarböndum. FRUMSÝNING HELGARINNAR K V I K M Y N D MISSION: IMPOSSIBLE - GHOST PROTOCOL Aðrar frumsýningar: New Year’s Eve FRUMSÝNDAR MIÐ. 21. DESEMBER The Girl With the Dragon Tattoo Leikstjóri: David Fincher. Aðalhlutverk: Daniel Craig, Rooney Mara og Christopher Plummer. Lengd: 158 mínútur. Aldurstakmark: 16 ára. Kvikmyndahús: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Egilshöll og Borgarbíó Akureyri. Óvænt jólagjöf Ég verð að viðurkenna það að ég hélt það væri búið að mjólka allt sem hægt væri að mjólka út úr Mission: Impossible- pakkanum. Þar skjátlaðist mér því nýjasta myndin um Ethan Hunt er þrusugóð spennumynd sem rígheldur manni allan tímann. Ég sá aldrei myndir númer tvö og þrjú enda fengu þær ekki beint góð meðmæli. Þessi gefur fyrstu ekkert eftir og er ég nokkuð viss um að margir munu segja að þessi sé sú besta. Söguþráðurinn er nokkuð týpískur. Ethan Hunt (Tom Cruise) ásamt sínu gengi, eltist við stórhættulegan hryðjuverkamann sem vill varpa kjarnorkusprengju á jörðina. Myndin er laus við alla væmni og óþarfa senur. Hún er stútfull af hasar og ekki skemmir fyrir að hún er nokkuð vel leikin. Cruise er mjög traustur í sínu hlutverki og fær hann mikla hjálp frá Jeremy Renner. Þeir tveir halda þessari mynd algjörlega á fl oti. Mögnuð áhættuatriði Brad Bird er leikstjóri mynd- arinnar. Ég kannaðist aðeins við þetta nafn enda mikill Simpsons-aðdáandi. Þar hefur hann komið að ótal mörgum þáttum. Hann hefur aðallega verið í teiknimyndunum og því má segja að hann hafi verið óskrifað blað á stóra sviðinu. Hann stendur sig mjög vel og er eitt atriði mér ofarlega í huga. Mér leið eins og ég stæði hreinlega við hliðina á Cruise. Ótrúlega vel gert atriði. Það er skemmtilegur Bond-fílingur í nokkrum senum sem skemmir ekki fyrir og svo fékk Ving Rhames aðeins að njóta sín. Hver fílar ekki Ving Rhames? Mission: Impossible – Ghost Protocol kom því skemmtilega á óvart og er ég nokkuð viss um að þeir sem skelli sér á hana fái allt fyrir pening- inn. Tómas Leifsson Snjallsímar eru það allra heitasta síðan niðursneitt brauð og þróun þeirra á bullandi siglingu. LG fyrirtæk- ið er þar mjög framarlega en þeir komu með fyrsta snjallsímann sem getur tekið upp og sýnt þrívídd- arefni og er LG Optimus 3D í raun eini síminn sem seldur er hér á landi sem inniheldur þann möguleika. Síminn keyrir á Android OS, v2.2 (Froyo) sem er upp- færanlegt í Android OS, v2.3.4 (Gingerbread). Geymslu- rými símans er 8GB, en stækkanlegt uppí 40GB. Fyrst að þrívíddinni, en notendur geta notið hennar án gleraugna og nýtist það á ýmsa vegu. Til að mynda er hægt að taka upp þrívíddarmyndir og myndskeið í HD gæðum (720) og horfa svo á dýrðina í símanum sjálfum eða í þrívíddarsjónvarpi, en við símann er hægt að tengja HDMI snúru eða streyma efninu í gegnum DLNA. Til að taka upp myndirnar hefur sím- inn tvær 5 megapixla myndavélar sem ná að skjóta þrívídd í HD og tvívídd í Full HD (1080). Skjárinn á símanum nær að sýna þrívíddina á mjög fl ottan máta og fær maður hreinlega öll herlegheitin í andlitið á sér sem er vel gert. En það eru ekki bara myndasmiðir sem geta nýtt sér þrívíddina því að fyrir símann er hægt að fá helling af leikjum sem spilast í þrívídd og er það nokkuð magn- að. Sérstaklega er hægt að mæla þar með skotleiknum Nova og bílaleiknum Asphalt 6. En það væri til lítils að vera með þrívídd og allt í bullandi stemmingu ef það er svo saumavél undir húddinu og þarna ná LG menn að detta í gírinn því síminn er með 1GHz dual core örgjörva, dual memory og dual channel þannig að það eru engir fl öskuhálsar í kerfi nu og nýtist það vel í allri notkun símans. Virkni hans er mjög hröð og detta öll forrit og leikir í gang nánast um leið og maður snertir skjáinn. Og talandi um skjá, þá er dýrið með 4.3“ skjá sem nýtist vel þegar maður ætlar að „chilla“ yfi r góðri mynd eða detta í ruglið í einhverjum öppum eða leikjum. Ofan á þetta allt leggst að Optimus 3D kvikindið er að fullu íslenskaður og á það við um lyklaborð sem og allan texta í valmyndum. Þannig að þegar á öllu er á botninn hvolft þá er LG Optimus 3D síminn mögnuð græja og einn sá öfl ugasti á markaðnum í dag þegar kemur að snjallsímum. Hann er með stóran skjá, öfl uga virkni og þrívíddargra- fík sem er beint í andlitið á þér. Ólafur Þór Jóelsson Í andlitið á þér Framleiðandi: LG. Stýrikerfi : Android. Tegund: Snjallsími. Geymslurými: 8GB. LG Optimus 3D S Í M I

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.