Monitor - 21.12.2011, Blaðsíða 13

Monitor - 21.12.2011, Blaðsíða 13
Bræðurnir Ari Eldjárn og Halldór Eldjárn eru hugmyndaglaðir þegar kemur að jólagjöfum eins og öðru. Þeir deildu bestu jóla- gjöfunum sem þeir hafa fengið frá hvor öðrum með Monitor. Stal tölvumús fyrir litla bróður Mynd/Sigurgeir S. 13 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2011 Monitor Ari Eldjárn Fimm bestu gjafi rnar sem Halldór hefur gefi ð mér: 1 Ég hef lengi haft dálæti á teiknimyndasögunum Red Meat eftir Dan Cannon. Halldór tók sig til þegar hann var 13 ára og málaði á striga eina aðalpersónuna, heimilisföðurinn Ted, þar sem hann er að æla sjampói. Þetta hékk lengi upp á vegg hjá mér þegar ég bjó í íbúðarkompu á Smiðjustíg en er sennilega komið í geymslu núna. 2 Fyrir tiltölulega fáum árum fékk ég mjög þungan pakka frá Halldóri, sem ég hlakkaði mikið til að opna. Í ljós kom hveitipoki. Gjöfi n reyndist svo vera kennslustund í brauðbakstri, hann kom í heimsókn og kenndi mér hvernig maður bakar einfalt brauð. Og ekkert svona speltkjaftæði, bara fransbrauð upp á gamla móðinn. 3 Þegar Halldór var ennþá smábarn gaf hann mér oft frábærar kvikmyndir í jólagjöf. Mig minnir að hann hafi gefi ð mér Deliverance og Texas Chainsaw Massacre þegar hann var þriggja ára. Ég viðurkenni þó að ég fékk að leiðbeina honum í kaupunum, auk þess sem ég framkvæmdi þau fyrir hann. En hann var samt svo bráð- þroska að hann hefði alveg getað valið þessar myndir sjálfur, hefði hann séð þær. 4 Ein af fyrstu gjöfunum sem Halldór valdi sjálfur var upptakari. Þetta var svona lítil plasteftirlíking af fullu bjórglasi og með segulstáli til að festa á ísskáp. Hann var mjög stoltur þangað til það kom í ljós að gjöfi n frá mér var miklu stærri. Þá vorkenndi hann mér svo mikið að hann hefur alltaf gefi ð mér magnaðar gjafi r síðan þá. 5 Jólin 2005 gaf ég Halldóri nýjustu Hugleiksbókina, mig minnir að hún hafi heitið Drepið okkur. Þegar ég opnaði gjöfi na frá honum kom í ljós að hann hafði gefi ð mér sömu bókina. Mig minnir samt að ég hafi gefi ð honum betra eintak. Halldór Eldjárn Fimm bestu gjafi rnar sem Ari hefur gefi ð mér: 1 Besta gjöf sem ég hef fengið frá Ara var mjög þunn og ómerkileg. Undir jólatrénu lá umslag frá skattin-um með áletruninni „ÍTREKUN“. Reyndar voru í þessu umslagi miðar á tónleika með Police í Danmörku! Þessi ferð var algjör snilld að öllu leyti, enda er Ari skemmtilegasti ferðafélagi sem fyrirfi nnst. 2 Næst á lista er mín fyrsta sneriltromma. Ari eyddi miklu púðri í að gera upp fyrir mig gamla snerilt-rommu sem hafði séð sína daga fegurri. Ég fékk hana upppússaða og krómgljáandi með glænýju skinni, en þetta hafði grey drengurinn dúllað sér við að gera nokkrar vikur fyrir jól. Fegurri hlut hafði ég ekki litið áður. Það var á því augnabliki sem mig langaði að byrja að læra á trommur. 3 Ég hafði mikinn áhuga á kvikmyndagerð sem ungur drengur. Því var ég að vonum glaður þegar Ari gaf mér eina Super 8 kvikmyndafi lmu. Hún var reyndar bara þrjár mínútur og var þeim annmörkum háð að ef hún væri ekki geymd á réttan hátt myndi hún brenna. Samt sem áður frábær gjöf fyrir ungan ofurhuga. 4 Þegar ég var níu ára byrjaði ég að safna gömlum Apple-tölvum. Einn daginn var mér mikið niðri fyrir þar sem ég hafði týnt einu músinni sem virkaði við tölvurnar, svo ég gat ekki notað þær lengur. Ari frétti af þessari harmsögu, en ákvað að grípa inn í og gerði dauðaleit að slíkri mús fyrir mig um allan bæ. Fann hann að lokum eina þannig á skrifstofu hjá ónefndu fyrirtæki niðri í bæ, og hnuplaði henni þaðan til að gefa mér í jólgjöf. 5 Einhver jólin gaf Ari mér bókina Drepið okkur eftir Hugleik Dagsson. Það var nú ágæt gjöf, fyrir utan það að ég gaf honum alveg sömu bók. Hins vegar held ég að eintakið sem hann gaf mér hafi verið öllu betra og sá ég þá mikið eftir að hafa gefi ð honum þessa gjöf. VIÐ H JÁ M O N IT OR ÓS KUM YKKUR GLEÐILEG RA JÓLA Gjafi r okkar bræðra lituðust framan af af því að ég hafði meiri kaupmátt en Halldór, enda 10 árum eldri. Ég vil samt meina að hann hafi alltaf gefi ð mér betri gjafi r því það liggur oftast einhver hug- myndavinna að baki hjá honum. - Ari Eldjárn

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.