Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 94

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 94
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201494 TÓmsTUnDamennTUn MiKilVÆgi Csikszentmihalyi (1997) segir í bók sinni Finding Flow að fólk haldi almennt að ekki þurfi neina sérstaka þekkingu eða færni til að hafa gagn og gaman af frítímanum. Rannsóknarniðurstöður sýni aftur á móti hið gagnstæða: að það geti verið erfiðara að njóta frítímans en vinnunnar. Að hafa nægan frítíma bæti því ekki lífsgæði, ekki nema að viðkomandi viti hvernig eigi að nota þennan tíma á árangursríkan hátt. Csikszent- mihalyi bætir við að þessi þekking og færni sé alls ekki eitthvað sem lærist sjálfkrafa og að rannsóknaniðurstöður bendi til þess að meðalmanneskjan sé illa undir frítím- ann búin. Má segja að hér sé kominn grunnurinn að mikilvægi tómstundamenntunar: að í frítímanum liggi aðeins þetta mikla tækifæri til að bæta lífsgæði, heilsu og vellíð- an ef ákveðin kunnátta er fyrir hendi (Ruskin og Sivan, 2002; Stumbo o.fl. 2011). Rannsóknir á mikilvægi tómstundamenntunar hafa flestar verið gerðar eftir 1990. Fram að þeim tíma voru flest skrif um tómstundamenntun lýsandi, þ.e. lýstu tóm- stundamenntunaráætlunum og innihaldi þeirra (Stumbo o.fl., 2011). Flestar rannsókn- irnar hafa beinst að hópum sem búa við hindranir á þátttöku í tómstundum og eða glíma við frítímatengd vandamál (Dattilo, 2008; Stumbo o.fl., 2011). Til að mynda sýna rannsóknir að fólk með fötlun tekur minni þátt í tómstundastarfi en þeir sem ekki eru fatlaðir (Solish, Perry og Minnes, 2010) og er tómstundamenntun því sérlega mikilvæg fyrir fatlaða einstaklinga (Dattilo, 2008; Stumbo o.fl., 2011). Sama á við um aldraða og hafa rannsóknir sýnt fram á að tómstundamenntun hefur jákvæð áhrif á báða þessa hópa. Má þar nefna félagsfærni, tómstundafærni og þekkingu á þeim tómstundum sem eru í boði, betri tímastjórnun, aukna ábyrgð á eigin lífi og nýjar leiðir til að tak- ast á við hindranir (Bedini, Bullock og Driscoll, 1993; Dattilo, 2008). Einnig má nefna betri skilning á mikilvægi tómstunda, meiri lífsgleði (Hoge og Dattilo, 1999; Mahon og Goatcher, 1999), hærra sjálfsmat og minni leiða (e. boredom) (Nour, Desrosiers, Gauthier og Carbonneau, 2002), aukið sjálfstæði, aukna innri hvatningu til að stunda tómstundir, tíðari og lengri þátttöku í slíkri iðju og aukningu á lífsgæðum almennt (Dattilo, 2008; Janssen, 2004; Mundy, 1998). Þá sýna rannsóknir að tómstundamenntun getur verið vernd fyrir unglinga, sér- staklega gegn áhættuhegðun (Caldwell o.fl., 2004). Má þar nefna aukið frumkvæði, sem hefur jákvæð áhrif á þrautseigju sem er unglingum mikilvæg, m.a. þegar kemur að því að takast á við erfiðleika og mótlæti (Caldwell o.fl., 2004; Daining og DePan- filis, 2007). Einnig eykur tómstundamenntun hæfileikann til að breyta stundum sem einkennast af leiða (e. boring situations) í áhugaverðari stundir. Þetta er mjög mikil- vægur hæfileiki því leiði hefur verið tengdur við ýmis vandamál unglinga, þar á meðal fíkniefnaneyslu (Caldwell og Smith, 1995; Iso-Ahola og Crowley, 1991). Tómstunda- menntun hefur auk þess jákvæð áhrif á þátttöku unglinga í tómstundastarfi (Caldwell o.fl., 2004). Að lokum er vert að minnast á þróun samfélagsins í átt að auknu hreyf- ingarleysi og inniveru. Í raun er þessi þróun næg ástæða ein og sér fyrir því að taka ætti upp tómstundamenntun á öllum skólastigum eins fljótt og auðið er (Leitner og Leitner, 2012; Ruskin og Sivan, 2002).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.