Alþýðublaðið - 22.11.1919, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.11.1919, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið 1919 Laugardaginn 22. nóvember 22. tölubl. €r það heppilegt. Það er sagt frá því hór í blab- ínu um daginn, að maður sem ^uðmundur heitir og hefir laun af bænum, fyrir að hafa eftirlit *ueð eldfærum, hafi haft að aðal- ^tarft að „agitera" fyrir auðvaldið. Maður þessi gekk hús úr húsi og lézt vera að líta á eldfæri, en er- ^dib var að hrósa frambjóðendum ^uðvaldsins. Þélta hefir nú mörgum þótt ^art, já, ótækt, og það er það fika. Ea þó er sumt annað þessu líkt «enn verra. Hvernig þykir mönnum til dæm- ls það, að Einar Arnórsson, sem nú er genginn á mála hjá auð- ^aldinu, skuli nú taka árlega 6000 &r. eftirlaun úr landssjóði? Hér á landi hefir verið og er "^^ þá, mikil andúð móti eftir- launum embættismanna. Þessi and- ^ö á sér tvær orsakir. í fyrsta *aSi þá eðlilegu orsök, að almenn- 1ngi sem lifað hefir við sultarkjör, hefir gramist þegar þeir hafa séð, *ð menn á bezta aldri lögðu nið- Ur embætti sín „sökum heilsu- ^rests", til þess að fara að „spekú- lera" eitthvað fyrir sjálfan sig, og tóku svo eftirlaun úr landssjóði ¦eftir því sem lög stóðu framast til. Hin orsökin til andúðarinnar er su, að pólitískir lýðskrumarar, sem sökum andlegs innantómleiks voru í vandræðum með, hvað þeir ættu aú að bera á borð fyrir fólkið, á- íitu eftirlaunamálið vera heppilegt til þess að „slá sór upp á" og hafa það engu siður verið em- bættismenn, sem þetta hafa gert, *• d. Magnús Pótursson þingmað- ¦ur Strandam., (hann var skamm- aður fyrir það í dulmerktri grein 1 ísafold, veturinn 1914—15, sem ^iun hafa verið eftir Indriða Ein- arsson). Það er sanngjarnt, að hver mað- Ur fái nóg til þess að lifa af «88mílegu lífi, þó hann verði að Hafið þér reykt Teofani? iáta af starfi sínu sökum heilsu- brests, og ekki síður embættis- menn en aðrir, eins og líka það er sjálfsagt, að sá maður, sem unnið hefir starf sitt vel og dyggi- lega, megi lifa elliárin i ró og friði, án þess að hann missi laun sín. En þetta á jafnt við um verkamanninn sem embættismann- inn, þó byrjunin sé gerð á em- bættismönnum og ekkert sé á móti því að svo sé. En eftirlaun- um þarf að vera þannig fyrir kom- ið, að ekki sé hægt að misbrúka þau, og mun öllum heiðarlegum embættismönnum vafalaust áhuga- mál, að slíkt fyrirkomulag kom- ist á. En viðvíkjandi eftirlaunum ráð- herra, þá er sanngjarnt að þeir fái eftirlaun, þangað til þeir kom- ast í jafngóða stöðu og þeir höfðu áður. Það er líka sanngjarnt, að gamlir menn, sem látið hafa af atvinnu sinni, verzlun, útvegi eba hvað það nú er, fái eftirlaun (nema þeir séu ríkir). En það er með öllu ófært að láta menn á bezta aldri, sem eru í góðri stöðu, fá árlega úr iands- sjóðnum fram undir helmingi meira en það, sem þjóðin álítur sæmi- legt að bjóða þjóðskáldinu Matt- híasi Joehumssyni, þó tilviljun hafi kastað honum upp í ráðherrasess. Einar Arnórsson varð ráðherra af tilviljun og sat í því embætti frá um vorið 1915 þar til í desember 1916, og það mun vera einsdæmi í veraldarsögunni að nokkur ráð- herra hafi setið með jafalitlu fylgi. Orsökin til þesB að Einar varð ráðherra, var sú, svo sem kunn- ugt er, að Sigurður Eggerz sem þá var ráðherra neitaði að láta konung staðfesta stjórnarskrána, nema með fyrirvara þeim, er þingið hafði samþykt, En kongur neitaði fyrirvaranum. Leist þá Dönum illa á samkomulagið, því þeir voru svo fáfróðir að halda að íslenzkir þingmenn stæðu við orð sín! Sveinn Björnsson og Einar Arnórsson, sem ásamt G. Hanness. próf. voru kvaddir á konungsfund, héldu báðir að konungur ætlaði að gera sig að ráðherra, og átu með góðri lyst fyrirvarann ofan í sig. Það er sagt að kongi hafi litist betur á hið brosmilda andlit Sveins, en á gula andlitið, og ætlað ab gera Svein að ráðherra, en af sér- stökum ástæðum var þeirri ákvörð- un breytt þegar þeir voru komn- ir heim til íslands, og Einar varð því ráðherra. Ekki hafði hann nema i eða 5 fylgismenn í þinginu (einn þeirra, Karl Finnbogason, fældi hann frá sér meb strákskap sín- um). En Heimastjórnarflokkurinn sem frá upphafi hafbi verib á móti „fyrirvaranum" lét þab gott heita ab Einar lafði í ráðherratigninni þar til kosningar færu fram. En þær urðu haustið 1916, og þing kom saman þá fyrrapart vetrar. Þá gat Einar ekki setið iengur með sína fjóra fylgismenn. En þó ráðherrum væri þá fjölgað svo þeir væru framvegis þrír, þá datt engum í hug að Einar yrði ráðherra áfram, nema Einari sjálfum. Mest af ráðherrastarfi Einars hafði gengið út á það að reyna að koma Birni Kristjánssyni frá Lands- bankanum, en það tókst ekki, eins og menn vita, því þar hitti skrattinn ömmu sína. Er það nú nokkuð vit ab láta þennan mann, Einar Arnórsson, sem er á bezta aldri, fá 6000 krónur á ári úr landssjóönum af bví tilviljunin henti honum upp í ráðherrastól, eins og ígulkeri upp í flæðarmál. Manni, sem fær nú meira en ráðherralaun fyrir að segja alþýbunni sannleikann í Morgunblabinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.