Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 1
VEGGSPJÖLD OG MYNDIR Í ÁRATUG Í NÝRRI BÓK NÖFNUR SYNGJA SAMAN Í FUGLABÚRINU MEÐ NÝJAN SAMNING VIÐ EITT BESTA LIÐIÐ VIÐSNÚIÐ SEGULSTÁL 30 ÞÓREY RÓSA Í DANMÖRKU ÍÞRÓTTIRKARL OG BREAKBEAT 32 Ljósmynd/Erlingur Thoroddssen Önundur Kristjánsson í brúnni á Þorsteini.  Elsta fiskiskipið í flotanum er eikarbáturinn Þorsteinn GK 15, sem gerður er út frá Raufarhöfn. Báturinn var smíðaður í Falken- berg í Svíþjóð árið 1946. Útgerð- armaður og skipstjóri er Önundur Kristjánsson og er hann nokkru eldri en báturinn, fæddur árið 1933 og því 78 ára gamall. Næstir í aldursröðinni eru hval- bátarnir Hvalur 8 og Hvalur 9. Þeir voru smíðaðir 1948 og 1952. »14 Elsta skipið hátt á sjötugsaldri Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu grunaður um mann- dráp. Maðurinn kom á lögreglustöð í gærmorgun og var í annarlegu ástandi. Þar greindi hann frá at- viki sem orðið hefði á heimili hans í Hafnarfirði. Framburður manns- ins var um margt óljós en strax var farið heim til hans. Þar fannst kona á fertugsaldri og var hún lát- in þegar að var komið. Sjáanlegir áverkar voru á konunni, að því er fram kom í tilkynningu lögregl- unnar. Konan mun hafa verið gestkom- andi á heimili mannsins en þau höfðu þekkst um hríð. Lögreglan lagði hald á eggvopn í þágu rann- sóknarinnar. Maðurinn sem er í haldi hefur áður komið við sögu lögreglunnar. Lögreglan segir að rannsókn málsins sé á frumstigi og ekki hægt að veita nánari upplýsingar um það að svo stöddu. Grunaður um manndráp  Meintur banamaður konu gaf sig fram við lögregluna Íslendingar hafa undanfarið notið góðs af suðlægum vindum sem beint hafa mildu lofti yfir Atlantshaf og norður eftir. Á sama tíma hefur mis- kunnarlaust frostið og fannfergi tekið sinn toll á meginlandi Evrópu en skjótt skipast veður í lofti. Líkur eru á að kuldakastið í Evrópu taki brátt enda, nema austast í álfunni, og á Íslandi mega landsmenn búa sig undir að brátt fari að blása köldu lofti úr vestri. »4 Skjótt skipast veður í lofti Morgunblaðið/RAX  „Þetta er mjög virkt skjálfta- svæði og í raun eldvirkt svæði,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR), um svæðið við Hellisheiðarvirkjun. Ráðgjafahópur OR er nú að skoða jarðskjálftavirkni á svæðinu. Sem kunnugt er urðu jarð- skjálftahrinur í Hellisheiði á liðnu hausti í kjölfar niðurdælingar vatns frá Hellisheiðarvirkjun. Þá urðu allt að fjögurra stiga jarðskjálftar sem fundust í Hveragerði og á höf- uðborgarsvæðinu. Á fjórða tug smáskjálfta varð þar um síðustu helgi. Bjarni segir að ráðgjafahópurinn hafi sagt að allar breytingar á nið- urdælingu væru óæskilegar. Þyrfti að breyta dælingunni ætti það að gerast hægt. Hann sagði reynsluna hafa kennt þeim að dæla hægt og í þrepum. »6 Breytingar á dæl- ingu óæskilegar Morgunblaðið/RAX Dæling Reynslan sýnir að breytingar á niðurdælingu þurfa að gerast hægt. Nefndin, sem rannsakaði fjárfest- ingar og starfsemi lífeyrissjóða, tel- ur að fjárfestingar í sérstökum teg- undum skuldabréfa, m.a. víkjandi og lánshæfistengdum bréfum, hafi ver- ið hæpnar. Þær hafi jafnvel ekki ver- ið í anda laga um lífeyrissjóði og ekki samræmst hlutverki sjóðanna. Tek- in eru dæmi af þátttöku í skuldabréfaútboði Glitnis í mars 2008 og milligöngu Landsbankans í útgáfu franska bankans Société Generale á baktryggðum skulda- bréfum árin 2004 og 2005. Telur nefndin leika vafa á að lagaleg skil- yrði hafi verið fyrir hendi hjá lífeyr- issjóðunum til þátttöku í útgáfu á bréfum franska bankans. »12 Vafi um lögmæti fjár- festinga lífeyrissjóða Þ R I Ð J U D A G U R 7. F E B R Ú A R 2 0 1 2  Stofnað 1913  31. tölublað  100. árgangur  Guðni Einarsson gudni@mbl.is Norska fjölveiðiskipið Torbas er á leið til Íslands en Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað er að kaupa skipið. Torbas lagði af stað til Íslands í gær og er von á því til nýrrar heimahafnar á morgun, mið- vikudag. Skipið var smíðað í Noregi árið 2000. Það ber um 1.850 tonn og er fjölveiðiskip. Verður það með stærstu skipum fiskveiðiflotans og getur bæði veitt í troll og nót. Í því er mjög öflugt kæli- kerfi til að kæla aflann í lestunum. „Þetta er endurnýjun á skipastól okkar,“ sagði Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldar- vinnslunnar. Hann sagði að skipið fengi nafnið Börkur og skráningarstafina NK 122. Það leysir því af hólmi eldra skip með því nafni sem smíðað var 1968 og Síldarvinnslan keypti frá Noregi 1973. Gamli Börkur NK verður gerður út áfram um sinn undir nýju nafni og loðnuvertíðin kláruð á honum, að sögn Gunnþórs. En hvers vegna kaupir Síld- arvinnslan nýtt skip nú í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um framtíð sjávarútvegsins? „Ég held að við séum að kaupa gott skip sem er góð söluvara á alþjóðlegum markaði,“ segir hann. „Ef þessar hugmyndir stjórnvalda um skerðingu á okkar starfsumhverfi ganga eftir þá tel ég að við getum selt þetta skip aftur.“ Skipið fer til loðnu- veiða fljótlega eftir að það kemur til landsins. Nýtt skip bætist í flotann  Síldarvinnslan er að kaupa fjölveiðiskipið Torbas frá Noregi  Skipið var smíð- að í Noregi árið 2000 og ber 1.850 tonn  Nýja skipið heldur strax til loðnuveiða Skipið Torbas var fyrir skömmu á Eskifirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.