Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2012 Varðskipið Þór er nú á leið til Noregs til við- gerðar eins og áætlað var, en brottför tafðist um nokkrar klukkustundir í fyrradag vegna smávægilegrar bilunar. Að sögn Hrafnhildar Brynju Stef- ánsdóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, kom upp smávægilegt vandamál sem þurfti að laga áður en unnt væri að sigla til Noregs. Siglt verður á einni vél og er áætluð koma til Bergen í Nor- egi á miðvikudag. Búast má við því að viðgerðin taki minnst 4-5 vikur en það gæti þó orðið lengri tími. Áhöfn Þórs flýgur aftur heim til Ís- lands á föstudag. Þór farinn til Noregs Alþjóðanetöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í níunda sinn í dag, þriðjudaginn 7. febrúar. Í til- efni dagsins verður haldin ráð- stefna í Bratta, aðalsal við Stakka- hlíð, kl. 13-16. Ögmundur Jónasson innanrík- isráðherra setur ráðstefnuna. Er- indi flytja: Ari Eldjárn, Diljá Helga- dóttir, Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, Salvör Gissurardóttir, Stefán Jök- ulsson, Einar Skúlason og Stefán Hrafn Hagalín. Að lokum verða pallborðsumræður. Netöryggisdagur Opinn fyrirlestur verður kl. 12,25 í dag um afvopnunarmál í Norður- Kóreu. Fyrirlesturinn verður flutt- ur í stofu 104 á Háskólatorgi. Vera Knútsdóttir stjórnmálafræðingur mun velta því fyrir sér hvort í kjöl- far fráfalls Kim Jong-il sé tækifæri fyrir alþjóðasamfélagið til að byggja upp traust og semja við stjórnvöld í Pyongyang um kjarn- orkuafvopnun. Vera Knútsdóttir er með MA-gráðu í alþjóðaörygg- isfræðum frá Georgtown-háskóla þar sem hún lagði áherslu á afvopn- unarmál og óhefðbundin vopn. Ræði afvopnunar- mál í Norður-Kóreu STUTT Fasteignasalan Miklaborg birti í gær auglýsingu þar sem hluti hús- næðis Orkuveitu Reykjavíkur, að Bæjarhálsi 1, er auglýstur til sölu eða leigu. Um er að ræða 2850 fer- metra skrifstofuhúsnæði á fimm hæðum, í austurhluta hússins og er það samtengt við bygginguna. Einnig er 800 fermetra skrifstofu- húsnæði í vesturenda byggingar- innar til leigu. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar segir þetta í sam- ræmi við þá aðgerðaáætlun sem samþykkt var í lok mars á síðasta ári, af eigendum. „Hluti af því er eignasala fyrir 10.000 milljónir sem dreifist á fjögur ár,“ segir Bjarni. „Í fyrra var áætlunin, fyrsta árið í planinu að selja fyrir milljarð króna.“ Hins vegar náðist að selja fyrir 1.120 milljónir. Í ár segir Bjarni ráðgert að selja eignir fyrir 2.000 milljónir. Hann vill ekki gefa upp hvað gert er ráð fyrir að fáist fyrir þann hluta eignarinnar sem er til sölu, því þá sé hann farinn að hafa áhrif á verðmyndun. Sala á Perlunni er inni í þeim tveim milljörðum sem selja á fyrir í ár. Í desember var undirrituð viljayfirlýsing við þá sem áttu hæsta tilboð í Perluna, sem hljóð- aði upp á 1.688,8 milljónir króna. Þeim var veittur frestur til 31. mars nk. til að aflétta fyrirvörum í tilboði sínu, Í október í fyrra var seldi OR þrjár fasteignir, fyrir samanlagt 465 milljónir króna. Það eru hinar samliggjandi jarðir Hvammur og Hvammsvík í Kjós, Hótel Hengill á Nesjavöllum og húsnæði í Elliða- árdal, sem hýsti minjasafn OR. sigrunrosa@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Orkuveitan Áforma eignasölu fyrir 10 milljarða á 4 árum. Hluti OR-hússins til sölu eða leigu  Í samræmi við aðgerðaáætlun Umferðin á höfuðborgarsvæðinu var jafnmikil í janúar í ár og í sama mánuði í fyrra, þrátt fyrir þó- nokkra ófærð á svæðinu í mán- uðinum. Á vef Vegagerðarinnar segir að leiða megi líkur að því að vont veður og slæm færð hafi meiri áhrif á umferð á hringveginum en á höfuðborgarsvæðinu en umferðin dróst mikið saman í janúar á hring- veginum. Á höfuðborgarsvæðinu jókst umferð talsvert um Hafn- arfjarðarveg eða tæp 7%. Ekki dró úr umferð þrátt fyrir snjóinn - nýr auglýsingamiðill 569-1100 70% afsláttur Nýjar vörur farnar að berast Opnum kl. 10 á morgnana Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Síðustu dagar útsölunnar Fylgstu með Ebbu útbúa einfalda og bragðgóða heilsurétti í MBL sjónvarpi á hverjum miðvikudegi. - heilsuréttir Laugavegi 63 • S: 551 4422 STÓRÚTSALA VETRARYFIRHAFNIR Í ÚRVALI Sparidress - Vetrardragtir - Peysur - Blússur - Bolir 40-60%AFSLÁTTUR www.laxdal.is Sundbolir Tankini Bikini Náttföt Undirföt Sloppar YÜØ f|zâÜÄtâz Mjóddin s. 774-7377 Laugavegi 54, sími 552 5201 Lagerhreinsun á kjólum Aðeins þriðjudag og miðvikudag Tilvalið fyrir árshátíðina 50-70% afsláttur af völdum síðkjólum, stuttum sparikjólum, og skokkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.