Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 11
Sigur Lísbet fagnar eftir að hafa komist ásamt systur sinni upp á topp á Kaldbak við Eyjafjörð s.l. haust í snjó. þakka, því það er svo mikil og góð hvatning að taka þátt í því verkefni. Ég tók fyrst þátt í Lífshlaupinu fyr- ir fimm árum, þegar það fór af stað í fyrsta sinn. Á þeim tíma synti ég reglulega í Laugardalslauginni og þar hitti ég sundkonu sem sagði mér hversu hvetjandi það væri að skrá sig í Lífshlaupið til að hafa yf- irlit yfir hversu mikið maður hreyfði sig. Ég synti, hjólaði og gekk, en hægt er að ná platínumerki í Lífs- hlaupinu með því að hreyfa sig dag- lega í 30 mínútur eða meira í 335 daga og mér tókst að gera það, sam- fleytt. Ég er mjög þakklát fyrir að vera svo hraust að hafa aldrei verið veik í heilt ár og þar af leiðandi get- að hreyft mig á hverjum degi. Ég tel reyndar að hreystin sé hreyfing- unni að þakka, en ég tek líka lýsi og hugsa vel um mataræði mitt.“ Á hækjum í marga mánuði Lísbet segist vera stolt af því að ná þessum platínuárangri, sér- staklega í ljósi þess að hún lenti í aðgerð sem ekki átti að gera á hné árið 2009 og hún átti aldrei að geta náð sér. „Ég var á hækjum í marga mánuði og ég mátti ekki tylla í fót- inn í hálft ár. Það var ekki auðvelt fyrir manneskju eins og mig sem var vön að hreyfa sig mikið. En að lokum tók ég þá ákvörðun að láta þetta ekki eyðileggja líf mitt og ég ætlaði ekki að láta þetta stoppa mig í því að stunda hreyfingu. Ég fór því af stað þó hægt gengi í byrjun og Lífshlaupið kom sterkt inn í því að halda mér við efnið. Ég segi stund- um að ég hafi gengið mig út úr þess- um hnjávandamálum. En það var ekki átakalaust og ég fann til í hverju skrefi til að byrja með og bólgnaði, en þannig er það ekki lengur. Ég finn vissulega ennþá til, en það er minna en áður var. Áður en ég fór í þessa aðgerð þá gekk ég einu sinni til tvisvar í viku upp á Esjuna á sumrin og líka stöku sinn- um á veturna. Núna geri ég eðli málsins samkvæmt minna af því að fara á fjöll.“ Líka næring fyrir sálina Lísbet segist vera orðin háð því að hreyfa sig. „Ætli ég sé ekki orðin fíkill að þessu leyti. Þegar snjórinn var sem mestur núna um daginn þá tók ég strætó í vinnuna á morgnana en gekk alltaf heim, alveg sama hvernig veðrið var. Ég óð bara skaflana og það var dásamlegt, ég kom alltaf endurnærð heim,“ segir Lísbet sem byrjaði að stunda reglu- lega hreyfingu þegar hún var um fimmtugt. „Þá var ég aðallega í sundi en bætti við fjallgöngunum þegar ég frétti af sundhópi sem var á leið til Grænlands í gönguferð. Ég skellti mér með þeim og það var frá- bær ferð. Í framhaldi af því fór ég í gönguferð til Perú og ég hef farið í margar lengri gönguferðir síðan, innanlands og utan. Ég gekk til dæmis í Himalaya á Indlandi á fjall- ið Stok Kangri árið 2005, en það er hvorki meira né minna en 6.154 metrar að hæð. Ég hef farið nokkr- um sinnum á Hvannadalshnjúk og önnur íslensk fjöll, ég gekk til dæm- is yfir Skeiðarárjökul. Það sem dregur mig upp á fjöll er sú stað- reynd að ég finn helgidóm kyrrð- arinnar á fjöllum. Og ég get vissu- lega líka fundið svipaða tilfinningu á göngu meðfram hafinu hér við borg- ina. Þetta er semsagt ekki síður næring fyrir sálina en líkamann,“ segir Lísbet sem tekur á hverju ári þátt í Lífshlaupinu og núna er hún bæði skráð í einstaklingskeppnina og í vinnustaðahóp. „Ég fæ mikið út úr því að skrá niður alla mína hreyf- ingu og hafa góða yfirsýn. Ég er með sérstakt úr sem er með skrefa- teljara og svo er ég líka með kíló- metrateljara á hjólinu.“ Ljósmynd/Margrét Rósa Grímsdóttir Stuðningsmenn New York Giants fögnuðu heldur betur um helgina, en liðið vann meistartitilinn í Of- urskálinni, „Superbowl“, á sunnu- daginn. Leikurinn fór fram á Lucas Oil- leikvanginum í Indianapolis en New York Giants kepptu þar á móti New England Patriots og unnu Gi- ants með 21 stigi á móti 17. Öll umgjörð leiksins þótti til fyrirmyndar og átti söngkonan Madonna stórleik í hálfleik þegar hún tróð upp í heljarinnar dans- og söngvaatriði. Hér má sjá smá nokkrar svipmyndir af sig- ursælum Giants-stuðnings- mönnum. Úrslit í Ofurskálinni Ljósmyndir/ Reuters Sæl Móðir John Mara, eiganda Giants. Kátur Sonur Giants leikmannsins Chris Snee býr til engla í konfettískafli. Sigurvíma Aðalþjálfari New York Giants, Tom Coughlin, fagnar rækilega. Smart Söngkonan Katy Perry og vinkona hennar tóku klæðn- aðinn alla leið. For- eldrar Katy vilja að hún giftist NFL-stjörnunni Tim Tebow. Stuðningsmenn Giants fagna meistaratitli helgarinnar DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2012 Laugavegshlaupið er er 55 kílómetra hlaup sem verður æ vinsælla. Það fer fram í sumar hinn 14. júlí og nú ætlar Hlaup.is í samvinnu við Sigurð P. Sigmundsson að bjóða upp á 4 mán- aða undirbúningsnámskeið fyrir þetta hlaup. Þetta undirbúningsámskeið verður frá 8. mars til 14. júlí og þeir sem ætla að leiðbeina eru hinir reyndu hlauparar Sigurður P. Sigmundsson, fyrrverandi Íslandsmethafi í maraþoni og margreyndur Laugavegsfari, og Torfi H. Leifsson, umsjónarmaður hlaup.is. Í tilkynningu á hlaup.is segir að til að tryggja að hlaupið verði ánægjuleg og skemmtileg reynsla og að sem bestur árangur náist í hlaupinu án áfalla, sé mjög mikilvægt að undirbúa sig vel. Árlegur fjöldi hingað til hefur verið á bilinu 30-40 manns og hafa þátttak- endur lokið hlaupinu á bilinu 5:00 klst. til 9:00 klst. Námskeiðið hentar því fólki á öllum aldri og á mismunandi getustigi. Tekið er mið af persónu- legum áætlunum af getu hvers og eins og áætlanir sniðnar að markmiðum hvers hlaupara. Æskilegt er að allir skrái sig fyrir 1. mars en þó verður skráning opin út marsmánuð. Undirbúningsfundur verður fimmtudaginn 8. mars kl. 20 í fyrirlestrarsal á 3. hæð í húsi ÍSÍ í Laugardalnum. Í undirbúningnum felst eftirfarandi:  Persónuleg áætlun allan tímann, en til 4 vikna í senn, sem tekur mið af fyrri hlaupareynslu, meiðslum, núver- andi stöðu og fleiru.  Farið verður sérstaklega í styrktar- æfingar sem nýtast fyrir Laugavegs- hlaupið.  Ein samæfing í miðri viku. Í Laug- ardalnum fram í miðjan apríl en eftir það til skiptis í Laugardal og Heið- mörk ásamt fleiri stöðum.  Ráðgert er að fara sameiginlega í nokkur fjallahlaup (Esjan, Hengillinn, Helgafell) í maí og júní.  Fyrirlestur í upphafi þar sem farið verður yfir alla þætti í undirbúningi, æfingarnar, útbúnað og fleira.  Aðgangur að þjálfurunum allan tím- ann í tölvupósti og/eða í síma.  Farið yfir ýmsa þjálfunarfræðilega þætti og frekari undirbúning á æfing- um.  Fyrirlestur einni viku fyrir Laugaveg- inn þar sem farið verður yfir loka- undirbúninginn.  Öllum sem taka þátt í námskeiðinu verður fylgt eftir í Laugavegshlaupinu. Þjálfarar verða til staðar við upphaf hlaups og taka á móti öllum við enda- markið. Mánudaginn 16. júlí verður haldin grillveisla fyrir hópinn þar sem upplif- unin af Laugavegshlaupinu verður rædd og fleira. Þeir sem vilja skrá sig eða hafa spurningar geta sent póst á Torfa H. Leifsson, torfi@hlaup.is, eða hringt í hann í síma 845-1600. Einnig er hægt að senda póst á Sigurð P. Sigmunds- son: siggip@hlaup.is, eða hringja í sími 864-6766. Líka er hægt að skrá sig beint á vefslóðinni hlaup.is. Undirbúningsnámskeið fyrir Laugaveginn Morgunblaðið/Árni Sæberg Landmannalaugar Þar er fegurst á sumrin en Laugavegshlaupið hefst þar. Laugavegsnámskeið 2012

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.