Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2012 BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Fjallað er í skýrslu úttektarnefndar Landssamtaka lífeyrissjóða um fjár- festingar sjóðanna í sérstökum teg- undum skuldabréfa, m.a. víkjandi og lánshæfistengdum skuldabréfum og skuldavafningum. Töpuðu sjóðirnir stórum fjárhæðum á þessum við- skiptum og telja skýrsluhöfundar vafa leika á því hvort þessar fjárfest- ingar hafi verið í anda laga um lífeyr- issjóði og samrýmst hlutverki þeirra. Meðal þess sem nefndin tekur fyrir sérstaklega er skuldabréfaútboð Glitnis í mars árið 2008 og milliganga Landsbankans við útgáfu franska bankans Société General á svo- nefndum baktryggðum skuldabréf- um árin 2004 og 2005. Í báðum til- vikum eiga lífeyrissjóðir í málaferlum við slitastjórnir bankanna. Lífeyrissjóðirnir keyptu þessi Glitnisbréf fyrir alls 10,7 milljarða króna. Var útgáfunni ætlað að bæta eiginfjárhlutfall bankans verulega. Bréfin voru án gjalddaga og trygg- ingar en breytanleg í hlutabréf í Glitni í apríl 2013. Skuldabréfin urðu verðlaus við fall bankans í október 2008 og telja lífeyrissjóðirnir að stjórnendur bankans hafi beitt blekk- ingum í kynningu á útgáfunni. Nefndin segir um þessi víkjandi skuldabréf að þau geti átt rétt á sér fyrir bankana til öflunar eigin fjár en það samræmist illa hlutverki lífeyr- issjóða og lagaákvæðum um varfærn- islega fjárfestingu að þeir taki þátt í þannig fjármögnun. Varðandi skuldabréfaútboð Glitnis segir nefndin að líklega eigi sjóðirnir skaðabótakröfu á hendur bankanum, takist þeim að sanna sök yfirstjórn- enda bankans. Hins vegar hefðu sjóð- irnir þurft að gera sjálfstæða grein- ingu á þessari fjárfestingu og þeirri áhættu sem henni hafi verið samfara. „Bendir margt til að þessu hafi verið ábótavant. Það er ekki fyrr en eftir fall bankanna að flestir þeirra sam- þykkja, að ábendingu innri endur- skoðenda, að setja nýja fjárfesting- arferla og gera áhættumöt.“ Stærstu þátttakendur meðal lífeyrissjóða í út- boði Glitnis voru LSR og Gildi lífeyr- issjóður. Stjórn Gildis taldi fjárfest- inguna áhugaverða en stjórn LSR fjallaði ekki um kaupin fyrr en eftir að þau áttu sér stað. Lífeyrissjóður verslunarmanna tók hins vegar ekki þátt í útboðinu þar sem fram- kvæmdastjóra sjóðsins þótti fjárfest- ingin ekki álitleg. Hæpið veðmál Þá telur nefndin hæpið fyrir lífeyr- issjóði að hafa fjárfest í lánshæf- istengdum skuldabréfum, en þar eru greiðslur á samningstíma yfirleitt tengdar við skuldatryggingaálag undirliggjandi fyrirtækis. Tekið er dæmi í skýrslunni af skuldabréfi UBS, með milligöngu Landsbankans, sem tengt var lánshæfi Glitnis og Kaupþings. Var mikilli ákvöxtun heit- ið á þessum bréfum. Nefndin telur hæpið að taka þátt í veðmáli um hvernig ákveðnum fyrirtækjum reiði af, sem eru utan við sjálfa skuldbind- inguna. Forsvarsmenn lífeyrissjóð- anna hafi mátt vita að hæpin heimild væri fyrir þessum fjárfestingum í 36. gr. lífeyrissjóðslaganna, a.m.k. ekki í samræmi við ákvæði greinarinnar um varfærna fjárfestingu. Einnig er fjallað í skýrslunni um milligöngu Landsbankans við útgáfu franska bankans Société General á svonefndum baktryggðum skulda- bréfum. Safnaði franski bankinn saman 100 bréfum á evrópsk og bandarísk fyrirtæki með lánshæf- ismatið AA+. Í skilmálum bréfsins kom fram að færi meira en 7,7% af undirliggjandi safni í þrot þá væri skuldabréfið í heild ónýtt, sem gekk eftir. Telur nefndin vafa leika á að lagaleg skilyrði hafi verið fyrir hendi hjá sjóðunum í slíkum útgáfum. „Þær eru flóknar og erfitt að átta sig á þeim og reynslan hefur sýnt að þeim fylgir mikil áhætta. Í framtíðinni verður að ætla að taka verði sérstaklega fram í löggjöf ef þessar fjárfestingar eiga að vera löglegar og lífeyrissjóðirnar eigi aðeins að hætta takmörkuðum fjár- munum í þær af annars vel dreifðu eignasafni,“ segir nefndin. Vafasöm kaup í skuldabréfum Mesta tap lífeyrissjóða 2008-2010 sem hlutfall af eignum 31.des 2007 (milljónir kr.) Minnsta tap lífeyrissjóða 2008-2010 sem hlutfall af eignum 31.des 2007 (milljónir kr.) Tap Eign 2008-2010 31.des 07 % af eign Lsj. verkfræðinga 16.159 30.683 52,7% Esj. starfsm.Hafnarfj. 883 2.262 39% Lsj.Vestfirðinga 10.441 27.623 37,8% Stafir lífeyrissjóður 29.435 82.151 35,8% Festa lífeyrissjóður 19.709 55.295 35,6% Almenni lífeyrissj. 29.658 92.662 32% Gildi lífeyrissjóður 75.540 238.232 31,7% Stapi lífeyrissjóður 27.719 91.989 30,1% Lsj. starfsm. ríkisins* 101.528 339.973 29,9% Lsj. verslunarmanna 80.282 269.069 29,8% * Auk Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga Tap Eign 2008-2010 31.des 07 % af eign Lsj. Neskaupstaðar 8 449 1,8% Lsj.stm.R.víkurborgar 418 40.279 5,7% Lsj.stm.Búnaðarb. Ísl. 1.211 12.954 9,3% Esj. Reykjanesbæjar 236 2.235 10,6% Lsj. bankamanna 4.146 38.058 10,9% Lsj. stm.Akureyrarb. 699 5.922 11,8% Lsj. stm.Húsavíkurk. 70 481 14,5% Lsj. stm.Kópavogsb. 418 2.505 16,7% Lsj.Vestmannaeyja 3.940 23.372 16,8% Frjálsi lífeyrissj. 11.946 66.028 18,1%  Lífeyrissjóðir gagnrýndir fyrir þátttöku í áhættusamri skuldabréfaútgáfu  Efast um lagaleg skilyrði fyrir kaup á skuldavafningum  Lífeyrissjóðir í málaferlum við slitastjórnir um skuldabréfin Kaupendur skuldabréfa Société General - nafnverð bréfanna í milljónum kr. Stapi lífeyrissj. 594 LSR 584 Stafir lífeyrissj. 544 Sam. lífeyrissj. 235 Lsj. Vestfirðinga 97 Stærstu kaupendur á skuldabréfum Glitnis í mars 2008 - nafnverð bréfanna í milljónum kr. LSR 3.370 Gildi lífeyrissj. 3.000 Alm. lífeyrissj. 1.620 Stapi lífeyrissj. 1.000 Stafir lífeyrissj. 500 Landssamtök lífeyrissjóða (LL) sendu frá sér yfirlýs- ingu í gær þar sem hörmuð er skerðing á lífeyr- isgreiðslum og réttindum sem sjóðsfélagar margra lífeyrissjóða hafa mátt þola. Lífeyrissjóðaskýrslunni er fagnað en tekið fram að heildartap upp á nærri 480 milljarða króna sé 95 milljörðum hærra en sjóð- irnir hafi rakið til efnahagshrunsins í október árið 2008. Mismunurinn helgist af ólíkum viðmið- unartímabilum, þar sem í skýrslunni er miðað við af- komu sjóðanna frá ársbyrjun 2008, en ekki í október er bankarnir féllu. Tap sjóðanna sé eftir sem áður mikið. Landssamtökin segja skýrsluhöfunda benda rétti- lega á að í mörgum tilvikum höfðu sjóðirnir átt hlutabréfin lengur og keypt þau á lægra verði en tap sjóðanna sé reiknað út frá. Í skýrslunni megi finna gagnlegar ábendingar sem meta þurfi með það að markmiði að efla fagleg vinnubrögð. Stóðu mikið högg af sér „Margt af því sem þar er tekið fram hafa sjóðirnir nú þegar tekið til skoðunar og fært til betri vegar. Mikilvægt er að standa vörð um lífeyrissjóðakerf- ið en eins og fram kemur í skýrslunni voru það ekki einungis íslensku lífeyrissjóðirnir sem urðu fyrir áfalli. Þegar fjármálakreppan reið yfir urðu allir líf- eyrissjóðir OECD-ríkjanna fyrir miklu tjóni. Tap ís- lensku lífeyrissjóðanna er nálægt meðaltali þess sem varð hjá lífeyrissjóðum OECD-ríkja,“ segir í yfirlýs- ingu LL. Samtökin segja það ennfremur óumdeilt að ís- lensku lífeyrissjóðirnir hafi orðið fyrir miklu höggi en staðið það af sér. Það lýsi best styrk kerfisins. „Þrátt fyrir ýmislegt sem aflaga fór og tilgreint er í skýrslunni er í henni einnig tekið fram að í sam- anburði við lífeyrissjóðakerfi annarra OECD-ríkja komi íslenska lífeyrissjóðakerfið vel út,“ segir í lok yfirlýsingar Landssamtaka lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðir segja tapið hafa verið 380 milljarða  Fagna skýrslunni en miða tap við hrunið í október 2008 Morgunblaðið/Kristinn Skýrslan Frá kynningu úttektarnefndar lífeyrissjóð- anna á starfsemi þeirra og fjárfestingum fyrir hrun. Fram hefur komið að Lífeyrisjóður starfsmanna ríksins og Lífeyr- issjóður hjúkrunarfræðinga töp- uðu mestu á hruninu, eða ríflega 100 milljörðum króna. Þegar mið- að er við eignir sjóðanna í árslok 2007 þá er hlutfallslegt tap um 30% af eignum. Það er svipað hlutfall og hjá öðrum stórum sjóð- um á borð við Gildi lífeyrissjóð, Stapa lífeyrissjóð og Lífeyrissjóð verslunarmanna. Lífeyrissjóður verkfræðinga tapaði hins vegar hlutfallslega langmestu, eða nærri 53% af eignum. Meginskýringin, eins og fram kom á mbl.is í gær, er að sjóðurinn seldi í mars 2008 helming erlendra eigna sinna og keypti í kjölfarið áhættusöm UBS- skuldabréf, sem töpuðust. Þegar skoðað er hvaða sjóðir töpuðu hlutfallslega minnstu lenda sjóðir starfsmanna sveitar- félaga ofarlega á blaði, Lífeyr- issjóður Neskaupstaðar þar efstur. Eiga þessir sjóðir sammerkt að þeim hefur verið lokað fyrir nýjum félögum og fjárfestu þeir að mestu í skuldabréfum með ríkisábyrgð, sem ekki töpuðust í hruninu. Hafa þessir sjóðir verið reknir af Lífeyr- issjóði starfsmanna sveitarfélaga. Lífeyrissjóður bankamanna er einnig ofarlega á lista yfir hlut- fallslegt lítið tap, eða um 10% af eignum, mest vegna innlendra skuldabréfasjóða. Verkfræðingar töpuðu mestu TAP LÍFEYRISSJÓÐANNA MIÐAÐ VIÐ EIGNIR Á móti heildartapi lífeyrissjóðanna upp á 480 milljarða króna kemur hagnaður af öðrum eignum upp á 472 milljarða króna. Heildarfjárfest- ingatekjur sjóðanna árin 2008-2009 voru því neikvæðar um átta millj- arða króna, eða 0,5% af hreinni eign til greiðslu lífeyris í árslok 2007. Þetta kemur fram í pistli sem Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, rit- aði á á vef Pressunnar í gær um líf- eyrissjóðaskýrsluna. Þar segir Gylfi að sér hafi brugðið er hann las þann kafla skýrslunnar sem fjallar um heildartap sjóðanna. Bendir hann á tíundað sé tap sjóðanna á innlendum hlutabréfum og skuldabréfum en því sleppt sem þeir högnuðust á. „Þó að ég sé alveg sammála því að kryfja það til mergjar hvernig og hvar tap sjóðanna hefur orðið – og eins og nefndin gerir að tengja sam- an mótaðilana til að gefa betri mynd af því hvernig þetta lítur út – hefði ég gjarnan viljað fá einnig heild- armat á áhrif fjárfestingarstefn- unnar. Þegar efnistökin eru afmörk- uð aðeins við tapið er verið að gera því skóna að lífeyrissjóðirnir hefðu getað komið sér undan áhrifum fjár- málakreppunnar, sem er auðvitað útilokað – þó benda megi á eitt og annað sem betur mátti fara og sem dregið hefði úr tapinu. Það reynir fyrst í alvöru á þanþol fjárfesting- arstefnu lífeyrissjóða þegar að kreppir. Þá verða áföllin og þá skipt- ir máli hvort samsetning og dreifing eigna og eignarflokka stendur af sér álagið,“ ritar Gylfi m.a. í greininni. Annars segir hann útkomu skýrsl- unnar fagnaðarefni og mikilvægt að efni hennar fái nauðsynlega kynn- ingu og umfjöllun innan verkalýðs- félaga og lífeyrissjóða. „Ég tel að samningsaðilum á vinnumarkaði beri skylda til þess að taka þessa skýrslu rannsóknarnefndarinnar mjög alvarlega og setja í gang vinnu í samstarfi við Landssamtök lífeyr- issjóða og stjórnvöld við endur- skoðun kerfisins og berja í brestina. Nefndin leggur mjög margt gott til í því efni sem mikilvægt er að taka mið af,“ segir Gylfi ennfremur. Tekjur neikvæðar um átta milljarða Morgunblaðið/Kristinn Lífeyrir Gylfi Arnbjörnsson ásamt reyndum lífeyrissjóðamönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.