Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2012 á þriðjudögum ÚT ÚR SKÁPNUM „Stundum vildi ég að ég væri ekki samkyn- hneigður“ - Haffi Haff. BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Eikarbáturinn Þorsteinn GK 15 hef- ur þrátt fyrir einkennisstafina borið björg í bú á Raufarhöfn í áratugi. Þessi aldursforseti íslenskra fiski- skipa er 51 brúttótonn, smíðaður í Svíþjóð árið 1946 og er því kominn talsvert á sjötugsaldurinn. Önundur skipstjóri og útgerðarmaður Krist- jánsson er þó nokkru eldri eða 78 ára gamall og reyndar verður hann 79 ára í vikulokin. „Það er fermingarmunur á okkur félögun- um,“ segir Önundur þar sem hann er að leggja netin í fyrsta róðri vetrarins átta mílur austnorðaustur af Hraunhafnartanganum. Þorsteinn GK 15 var smíðaður í Falkenberg og var fyrsta nýsmíði sem Aðalsteinn Loftsson á Dalvík réðst í. Báturinn hefur alltaf borið þetta nafn, en var fyrst EA 15. Ýms- ir hafa átt bátinn, en Önundur keypti hann við annan mann árið 1970 af Þórkötlustaðaútgerðinni í Grindavík, þá með einkennisstöf- unum GK 15. Önundur bjó þá í Vest- mannaeyjum og vildi gjarnan fá VE 15 á bátinn, en það lá ekki á lausu. Ekki heldur ÞH 15. Fimm öðrum tölum frekar „Þá voru góð ráð dýr, en ég talaði við Hjálmar Bárðarson, siglinga- málastjóra, og hann sagði mér að hafa ekki áhyggjur af þessu. Ég mætti nota þetta skráningarnúmer áfram og hef gert það þó ýmsir hafi falast eftir þessum stöfum. Ég vil fimm öðrum tölum frekar og þetta passar vel,“ segir Önundur. Þorsteinn er elstur þeirra fiski- skipa sem höfðu haffærisskírteini á síðasta ári samkvæmt upplýsingum Siglingastofnunar. Í næstu sætum koma hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9, sem voru smíðuð 1948 og 1952. Önundur segir að báturinn sé vandaður og hafi reynst vel. Hann hafi í gamla daga verið á nokkrum öðrum sænskum eikarbátum, þetta hafi allt verið mjög góð skip og hann hefði ekki viljað skipta. „Það var skipt um framstykkið á brúnni á Þorsteini á sínum tíma, það var orðið svolítið gisið og gustaði með gluggum og hurðum,“ segir Ön- undur. „Við höfum reynt að halda bátnum vel við og ekki farið út í stórar lántökur nema þegar við keyptum nýja vél í hann. Þá fengum við tæpar þrjár milljónir að láni, en ég er alveg á móti því að menn eyði meiru en þeir eiga. Enda hefur það sýnt sig á síðustu árum hvernig farið getur safni menn skuldum.“ Um kvótann segir Önundur að hann sé „þokkalegur fyrir svona horn“. Alls er hann með rúmlega 300 tonn í aflamarki og segist Önundur taka þann afla á nokkrum mánuðum. Enginn skældi út af plássleysi Önundur viðurkennir að báturinn hafi þótt þokkalega stór á sínum tíma. „Elskan mín, þetta voru haf- borgir þegar ég man eftir þeim sem unglingur. Fín síldarskip, sextán manns í áhöfn og það skældi enginn út af plássleysi, sem ég vissi um. Nú orðið þætti þetta náttúrlega þröngt fyrir svo marga menn, en er allt í lagi fyrir okkur fimm sem erum um borð á netunum. Við megum heldur ekki vera nema fjórtán klukkutíma á sjó af því að við erum á undanþágu. Þá þurf- um við að fara í land hvernig sem allt veltur. Það er ekki auðvelt að fá réttindamenn hérna á Raufarhöfn og reynslan virðist engu skipta. Stýrimaðurinn er ekki með full rétt- indi og þó hann hafi verið á sjó í 27 vetur þá þarf hann að fá undanþágu og svo erum við ekki með 2. vél- stjóra. Ég þurfti að berjast fyrir því að fá undanþágu og það tók langan tíma að koma þessu í lag. Ég var að hugsa um að hætta og selja þetta, en ég þráaðist við því ekki vil ég leggj- ast í kör. Það er margt skrýtið í þessum skráningum, mælingum og réttindamálum, sem mætti athuga,“ segir Önundur. Sjálfur er hann bæði með skipstjórnar- og vélstjórarétt- indi. Sótti björg í bú á árabát fyrir 71 ári Önundur segir margt hafa breyst frá því hann fór fyrst á sjó sjö ára gamall fyrir 71 ári. Þá sótti hann björg í bú á árabát frá Raufarhöfn ásamt frænda sínum. Fiskinn seldu þeir íbúum í plássinu og um borð í síldarbáta, sem lögðu þar upp. Hann hefur alla tíð stundað sjóinn að und- anskildum tveimur mánuðum, sem hann vann í steypustöð í Vest- mannaeyjum. „Við skulum ekkert vera að tala um það og auglýstu mig sem allra minnst. Ég er enginn leikari; feim- inn, mannfælinn og sumir segja sér- vitur og hangi mest saman á þráan- um,“ segir Önundur Kristjánsson að lokum. Fermingarmunur á félögunum  Elsta fiskiskipið í flotanum er rúmlega 65 ára gamall eikarbátur sem gerður er út frá Raufarhöfn  Önundur Kristjánsson, skipstjóri og útgerðarmaður, nálgast áttrætt og hefur alla tíð verið á sjó Morgunblaðið/Erlingur Thoroddssen Raufarhöfn Þorsteinn GK 15 kemur til hafnar á laugardag með um þrjú tonn úr fyrsta róðri vetrarins. Önundur skipstjóri sagðist þokkalega sáttur. Morgunblaðið/Erlingur Thoroddssen Áhöfnin Önundur Kristjánsson í brúarglugganum, á dekki eru Jón Ketils- son, Smári Sigurjónsson, Róbert Bjarnason og Víðir Már Hermannsson. Elstu skipin Skip Heimah. Smíðaár Þorsteinn GK15 Grindavík 1946 Hvalur 8 RE388 Reykjavík 1948 Hvalur 9 RE399 Reykjavík 1952 Freyr SU122 Djúpiv. 1953 Aníta KE399 Keflavík 1954 Freymundur ÓF6 Ólafsfj. 1954 Maron HU522 Blönduós 1955 Grímsey ST2 Drangsn. 1955 Tjaldur BA068 Barðastr. 1955 Hafrún HU12 Skagastr. 1956 Tíu elstu fiskiskipin sem voru með haffærisskírteini á síðasta ári (Heimild Siglingastofnun) Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Aldursforseti Þorsteinn GK 15 er eikarbátur smíðaðaður í Falkenberg í Svíþjóð árið 1946 og er elsta skipið í íslenska fiskiskipaflotanum Starfsstöð Umboðsmanns skuldara á Akureyri var opnuð í gær. Þar verða tveir starfsmenn og segist annar þeirra, Harpa Halldórsdóttir, finna strax að þörfin sé greinileg. „Hingað kom fólk strax á föstu- daginn til þess að panta tíma, þótt við værum í raun ekki búnar að opna. Það fólk kom hingað í dag í viðtal og aðrir komu inn af götunni,“ sagði Harpa í samtali við Morgunblaðið í gær, þegar fyrsta vinnudegi var um það bil að ljúka. Búið er að bóka viðtöl hjá báðum starfsmönnunum næstu tvo daga. „Það hefur verið mikill þrýstingur héðan að norðan um að umboðsmað- ur skuldara opni útibú og töluverðar vangaveltur áttu sér stað hvort þess þyrfti. Mál héðan hafa ekki verið sér- lega mörg og hlutfallið ekki verið hátt miðað við fjölda mála á landinu öllu, sem er gríðarlegur. En reynsla mín núna strax sýnir að þörfin er fyrir hendi,“ segir Harpa í gær. Hún leggur áherslu á að útibúið á Akur- eyri sé fyrir Norðurland allt. „Og fólk er auðvitað velkomið á hvaða starfsstöð sem er, hér, í Reykjavík eða í Reykjanessbæ og við hvetjum fólk til að nýta sér þjónustuna. Hún er ekki bara fyrir þá sem eru í erf- iðastri stöðu heldur er hér boðið upp á almenna fjármálaráðgjöf fyrir hvern sem er.“ Útibúið er í Glerárgötu 26, 1. hæð. Opið verður alla virka daga frá kl. 9.00 til 15.00. Auk Hörpu verður starfandi á skrifstofunni Heiðrún Ósk Ólafs- dóttir lögfræðingur. Hægt er að panta viðtalstíma hjá ráðgjafa í síma 512-6600. skapti@mbl.is Útibú umboðsmanns skuldara opnað nyrðra Morgunblaðið/Skapti Þörf Harpa Halldórsdóttir starfs- maður Umboðsmanns skuldara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.