Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2012 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Icelandair Group hf. hefur selt dótt- urfélagið SmartLynx í Lettlandi. Síðan fjárhagslegri endurskipulagn- ingu Icelandair Group hf. lauk árið 2010 hefur staðið til að selja dótt- urfélag þess, SmartLynx í Lett- landi. Fyrst var gengið í það að selja Blue bird og Travel Service í Tékk- landi og í lok árs 2011 var síðan gengið frá samningi við stjórnendur SmartLynx um kaup á öllu hlutafé félagsins. Salan er bókfærð á árinu 2011 og hefur jákvæð áhrif á afkomu Ice- landair Group að fjárhæð 1,1 millj- arð króna, þar af eru tekjuskatts- áhrif jákvæð um 700 milljónir króna. Áhrif á eigið fé eru óveruleg. Aðspurður hvert söluverðið hafi verið segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group hf., að þeir gefi það ekki upp. „Stjórnenda- hópurinn sem keypti þetta er sam- bland af Íslendingum og heima- mönnum og óskum við þeim góðs gengis. Við einblínum á Ísland.“ Eftir söluna er Icelandair Group enn í ábyrgð fyrir leigugreiðslum á tveimur Airbus 320 vélum en ábyrgðin rennur út í apríl 2012. Jafnframt er Icelandair Group í ábyrgð vegna leigu á tveimur Bo- eing 767 vélum og renna þeir leigu- samningar út í lok árs 2012. Allar þessar flugvélar eru reknar á flug- rekstrarskírteini SmartLynx. Icelandair Group keypti Smart- Lynx árið 2006 og gekk rekstur þess ágætlega fyrstu árin. „En það er bú- ið að vera gríðarlegt tap á þessu und- anfarin ár,“ segir Björgólfur. Árið 2009 var gjaldfært 4,2 milljarða tap hjá Icelandair Group, mikið til vegna SmartLynx. Að sögn Björgólfs er félagið einnig að skoða viðbótarskráningu í kaup- höllina í Ósló auk þess sem ákveðið hefur verið að breyta um uppgjörs- mynt. Frá með 1. ársfjórðungi 2012 verða reikningar Icelandair gerðir upp í Bandaríkjadölum. Lettneska flugfélagið selt stjórnendahópi  Verðið ekki gefið upp  Icelandair skoðar skráningu í Osló Ljósmynd/SmartLynx Selt Ævintýri Íslendinga í Lettlandi er kannski ekki alveg á enda þar sem sumir af nýju kaupendunum eru Íslendingar í bland við heimamenn. SmartLynx » Árið 1992 stofnuðu fjórir flugmenn flugfélagið Lat- Charter í Riga í Lettlandi. » Árið 2006 keyptu Loftleiðir (Icelandair Group hf.) 55% hlutabréfa flugfélagsins. » Árið 2007 var nafni félags- ins breytt í SmartLynx. » Gengið var frá sölu Smart- Lynx í lok síðasta árs. Forsætisráð- herra Portúgals, Pedro Passos Coelho, þvertek- ur fyrir það í samtali við Reu- ters-fréttaveit- una að hætta sé á að hliðstætt ástand skapist í efnahagsmálum landsins og gerst hefur í Grikklandi. „Við munum ekki leyfa því að gerast hér sem gerðist í Grikklandi,“ sagði Coelho. Hann fullyrðir að skuldastaða portúgalska ríkisins sé viðráðan- leg en skuldir portúgalska ríkisins eru 105% af landsframleiðslu sam- anborið við 160% í Grikklandi. Erum ekki Grikkland Pedro Passos Coelho 94% landsmanna telja íslensk fyrir- tæki skipta öllu eða miklu máli þegar kemur að því að skapa góð lífskjör á Íslandi samkvæmt könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Við- skiptaráð Íslands í janúarmánuði. Í fréttatilkynningu frá Viðskiptaráði er skrifað: „Segja má að þessi al- mennu viðhorf endurspegli þá upp- byggilegu sýn að 170 þúsund íslensk heimili og 30 þúsund íslensk fyrir- tæki myndi órofa heild. Nánar verður fjallað um þetta samhengi atvinnulífs og lífskjara á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands undir yfirskriftinni „Hvers virði er atvinnulíf?“, en þingið fer fram miðvikudaginn 15. febrúar næstkomandi. Ræðumenn munu veita gestum innsýn í hvernig íslensk fyrirtæki skapa virði úr makríl, nýj- um áfangastöðum, hönnun, gagna- verum og sérstöðu Íslands. Þá verð- ur fjallað um mikilvægi framtíðar- sýnar og mótunar stefnu til lengri tíma.“ Vinna með atvinnulífinu Þegar rætt er við Þórdísi Bjarna- dóttur, lögfræðing Viðskiptaráðs Ís- lands, um niðurstöðu könnunar Capacent segir hún að þetta hafi ekki komið þeim á óvart. „Þarna sjáum við svart á hvítu hvernig afstaða al- mennings er,“ segir Þórdís. „Þetta áréttar skilaboð okkar um að þegar breytingar eru gerðar á grunnstoð- um samfélagsins, kerfisbreytingar og skattabreytingar, að þá eigi það að vera í sátt við atvinnulífið. At- vinnulífið er undirstaða lífskjaranna. Atvinnulífið er grunnurinn að því að við getum byggt upp samfélagið og viðhaldið þeim lífskjörum sem við höfum. Það er mikilvægt að vinna með atvinnulífinu en ekki gegn því.“ Þingið fer fram á Hilton Reykja- vík Nordica, miðvikudaginn 15. febr- úar. Skráningargjald er 12.000 krón- ur fyrir félagsmenn Viðskiptaráðs, en 15.000 krónur fyrir utanfélags- menn. borkur@mbl.is Telja fyrirtækin skipta sköpum  94% landsmanna telja fyrirtæki skipta sköpum til að skapa góð lífskjör Morgunblaðið/Áki Guðmundsson Lífskjör Að vinna gegn atvinnulífi í landinu getur ekki talist heppilegt. Fyrirtæki seldu ruslbréf á heimsvísu fyrir metupphæð í síðustu viku sem er enn ein vísbendingin um vaxandi ásókn fjárfesta í hávaxtabréf fyrir- tækja með lágt lánshæfismat. Fram kemur í Financial Times að útgáfa slíkra bréfa hafi numið 19,6 milljörð- um Bandaríkjadala. Fjármagnskostnaður fyrirtækja með lánshæfi í ruslflokki er töluvert hærri borið saman við skuldabréfa- útgefendur sem flokkast fjárfesting- arhæfir og því er aðgengi slíkra fyrirtækja að lánsfjármagni bæði takmarkaðra og dýrara. Þrátt fyrir það hefur mátt merkja vaxandi eft- irspurn eftir skuldabréfum slíkra fyrirtækja – ekki síst í Evrópu. Þessi þróun ætti ekki að koma mjög á óvart. Á meðan bankar halda að sér höndum þegar kemur að út- lánum þá þurfa fyrirtæki í auknum mæli að reiða sig á skuldabréfa- markaði til að sækja sér fjármagn. Á sama tíma eru vextir í sögulegu lág- marki í Evrópu og Bandaríkjunum og því hafa margir fjárfestar séð tækifæri í hávaxtabréfum fyrirtækja með lélegt lánshæfismat. Þýska verktakafyrirtækið Scha- effler gaf út skuldabréf í bæði evrum og Bandaríkjadölum – 1,2 milljarða dala og 1,1 milljarð evra – fyrir sam- tals 2 milljarða evra í síðustu viku. Bréfin eru til fimm og sjö ára og nema vextirnir á bilinu 7,75% til 8,75%. Það er mat sérfræðinga að þessi þróun haldi áfram á árinu og fyrirtæki muni þurfa að reiða sig á fjármagnsmarkaði til að sækja sér lánsfé í stað fjármálastofnana. hordur@mbl.is Gríðarleg ásókn í ruslbréf fyrirtækja á heimsvísu  Ruslbréf seld fyrir 20 milljarða dala í síðustu viku Reuters Ruslbréf Á meðan vextir eru í lágmarki beggja vegna Atlantsála sjá fjár- festar tækifæri í hávaxtabréfum fyrirtækja með lágt lánshæfismat. ● Hrein eign lífeyrissjóða nam 2096,7 milljörðum króna í lok desember 2011 og hafði aukist um 18,7 milljarða frá lokum nóvember eða um 0,9%. Útlán og verðbréfaeign hækkuðu um 9,3 milljarða á milli mánaða. Þar af hækk- aði innlend verðbréfaeign um 3 millj- arða króna og nam um 1519 milljörðum. Erlend verðbréfaeign hækkaði hins veg- ar um 6 milljarða, eða 1,3% á milli mán- aða, og nam því um 470 milljörðum. Bankainnstæður hækkuðu um 6,3 milljarða í desember og námu samtals 158 milljörðum í lok síðasta árs. Eign lífeyrissjóða jókst um 18,7 milljarða ● Skipulagsbreyt- ingar hafa verið gerðar á yfirstjórn Sjóvár. Elín Þór- unn Eiríksdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri sölu- og ráðgjafar- sviðs. Elín er við- skiptafræðingur að mennt og hefur undanfarin 5 ár starfað hjá Símanum, lengst af sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Valdemar Johnsen, aðallögfræð- ingur Sjóvár, hefur tekið við sem fram- kvæmdastjóri vátryggingasviðs, sem er nýtt svið hjá Sjóvá. Valdemar mun sem fyrr gegna starfi aðallögfræðings hjá fé- laginu. Breytingar hjá Sjóvá Elín Þórunn Eiríksdóttir ● Alls var 70 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu 27. janúar til og með 2. febrúar 2012. Heildarveltan var 1740 milljónir króna og meðalupphæð á samning 24,9 milljónir króna, að því er fram kemur á vefsíðu Þjóðskrár. Heildarveltan er langt undir með- altalinu síðustu þrjá mánuði sem er tæpir 2,8 milljarðar króna á viku. Með- alupphæðin er einnig lægri en meðaltal hennar síðustu þrjá mánuði er 30,7 milljónir á samning. 70 samningum þinglýst Stuttar fréttir…                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-./ +01.1/ +,-.2/ ,+.323 ,+.+41 +4.,03 +--./4 +.3++2 +05.30 +3+.+3 +,-.20 +01.0, +,1.++ ,+.2-0 ,+.,13 +4.-/ +--.0/ +.3+31 +0+.,3 +3+.3+ ,,,./,/3 +,1.54 +0/.-0 +,1.12 ,+.45, ,+.-54 +4.151 +-1.-, +.3,++ +0+.4- +3,.53 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Greiningardeild Arion banka ger- ir ráð fyrir að rekstrarhagnaður Icelandair nemi 11 milljörðum króna á síðasta ári. Icelandair Group mun birta afkomu sína fyrir fjórða ársfjórðung í vikunni og gerir greiningardeild ráð fyrir að tekjur Icelandair Group á fjórða ársfjórðungi verði 20 millj- arðar króna og að rekstrarhagn- aður félagsins verði um 400 millj- ónir króna. Þrátt fyrir versnandi horfur í flugbransanum býst greiningardeild ennþá við tölu- verðum vexti hjá Icelandair Group á þessu ári, eða um 7,5% tekjuvexti. Spá 11 millj- arða hagnaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.