Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2012 Vor í lofti við stífluna Þó útlitið sé víða dökkt birtir til við Elliðaárnar um leið og snjórinn hverfur. Ísinn bráðnar undan fuglunum og fólk nýtur náttúrunnar sem best það getur á milli lægða. Kristinn Vaðlaheiðargöng eru einhver mikilvægasta samgöngubót landsins. Þau koma til með að auka samkeppnishæfni svæða sem eru köld í at- vinnulegu tilliti, tengja saman byggðarlög og auka umferðaröryggi. Í stuttu máli má segja að þjóðhagslegar for- sendur verkefnisins séu ríkar og geti orðið enn meiri þegar uppbygging hefst á Bakka við Húsavík. Það er ekki bara Norðurland sem mun hagnast á fram- kvæmdinni heldur allt landið. Engu að síður virðist sem svo að örfáir ein- staklingar hafi náð að taka málið í gísl- ingu, náð að kasta rýrð á forsendur verkefnisins og það sem verst er rekið fleyg í þá samstöðu sem þarf að vera á landsbyggðinni um einstök verkefni. Umræðan um göngin hefur verið afar ósanngjörn. Allt sem viðkemur Vaðlaheiðar- göngum þolir dagsljósið. Það stað- festir skýrsla IFS greiningar þar sem skýrt kemur fram að allar forsendur um umferð um göngin og umsvif á framkvæmdatíma séu réttar og þarfn- ist ekki frekari skýringa. Þar kemur líka fram að höfuðstóll láns vegna ganganna verður alltaf greiddur að fullu en óvissa ríkir um endur- greiðslu vaxta. Þá óvissu ber að viðurkenna og auðvelt er að minnka hana með nýrri fjár- mögnunaráætlun eins og að lengja í lánum og, eins og þegar hefur ver- ið samþykkt, auknu eig- in fé eða auknum trygg- ingum. Þrátt fyrir skýrsluna verður að við- urkennast að málið er komið í ógöngur. Rík- isstjórnin hefur haldið eins illa á mál- inu og hugsast getur og deilur núver- andi og fyrrverandi samgönguráðherra hjálpa ekki til. Eftir á að hyggja voru fullyrðingar Samfylkingarinnar um „gjaldfrjáls Vaðlaheiðargöng strax“ fyrir kosning- arnar 2007 forsmekkurinn að því sem koma skyldi. Allir aðrir flokkar voru á þeim tíma sammála um að göngin skyldu gerð í einkaframkvæmd með aðkomu ríkisins og fjármagnaðar af veggjöldum. Þær forsendur hafa ekki breyst. Verkefni sem er sett í hend- urnar á þeim sem leyfa sér slík vinnu- brögð verður aldrei annað en torsótt og erfitt viðfangs. Einnig var það ekki verkefninu til framdráttar að í fjár- lögum fyrir árið 2012 er hvergi getið þeirrar ríkisábyrgðar sem stendur að baki framkvæmdinni. Það er vænt- anlega gert til að fegra stöðu rík- issjóðs. Þessi vinnubrögð eru ólíðandi og gefa þeim sem finna jarðgangafram- kvæmdinni allt til foráttu færi á að tala um feluleik og blekkingar. Þá voru líka mikil mistök fyrrverandi samgönguráðherra að taka sæti í stjórn Vaðlaheiðargangna ehf. Ekki nóg með að hann hafi gert sig van- hæfan til að greiða atkvæði um málið á Alþingi heldur var um leið settur óþarfa kjördæmapotsstimpill á málið. Stimpill sem erfitt hefur reynst að má af. Í dag eru það fullyrðingar um að ríkið greiði fyrir göngin, þau standi öðrum verkefnum úti á landi fyrir þrifum og að þörfin sé meiri annars staðar sem tefja framgang verkefn- isins. Einnig hefur því verið fleygt inn í umræðuna að aðkoma ríkisins sé ný af nálinni. Allar þessar fullyrðingar standast ekki skoðun þegar grannt er skoðað. Í fyrsta lagi eru það notendur gjald- anna og útsvarsgreiðendur þeirra sveitarfélaga sem hafa sett fjármuni í verkefnið sem greiða fyrir göngin. Sú forsenda hefur ekki breyst. Ríkið stendur vissulega að ríkisábyrgð að baki lánveitingum en það þýðir ekki að ríkið greiði fyrir göngin eins og að- dróttanir hafa verið um. Í öðru lagi hefur verkefnið engin áhrif á önnur verkefni eins og Norðfjarðargöng og Dýrafjarðargöng sem nefnd hafa ver- ið í þessu samhengi. Núverandi fjár- málaráðherra hefur tekið af allan vafa um það. Engu að síður halda margir að svo sé um hnútana búið og íbúar hvers landshluta verða hræddir um sitt. Vonandi linnir þessum málflutn- ingi og samstaða næst á landsbyggð- inni um framkvæmdir hvar sem þær eru staddar. Í þriðja lagi er ekki sann- gjarnt að bera mikilvægi jarð- gangaframkvæmdanna saman. Öll þau verkefni sem eru í farvatninu eru mikilvæg, hver út frá sínum for- sendum. Hvalfjarðargöng voru ekki mikilvægasta samgöngubót landsins á sínum tíma út frá umferðaröryggi. Það eru líka fáir sem mæla gegn því að Hvalfjörður sé fallegur og gaman að aka hann í góðu veðri. Engu að síð- ur var farið í framkvæmdina og ákveðið að greiða fyrir hana með veg- gjöldum. Það eru fáir nú sem tala gegn göngunum og allar þær raddir sem fjölluðu um mikilvægi annarra framkvæmda þagnaðar. Í fjórða og síðasta lagi hafa göngin lengi verið kappsmál íbúa á Norðurlandi og að- koma ríkisins alltaf legið fyrir í því samhengi. Sú aðkoma var svo staðfest í lögum 97/2010. Eins og áður segir þarf ekki að fjöl- yrða um mikilvægi framkvæmdarinn- ar. Um gríðarlega samgöngubót yrði að ræða og vandséð hvort hægt yrði að fara í ódýrari framkvæmd fyrir rík- issjóð og þegna landsins. Er himinn og haf á milli þeirra fjárhæða sem rík- issjóður yrði að greiða ef farið yrði í framkvæmdina út frá núverandi for- sendum eða ef hún yrði sett inn á sam- gönguáætlun. Það verður líka að taka með í reikninginn að í umræðum og þeim skýrslum sem lagðar hafa verið fram hafa þjóðhagslegar forsendur verkefnisins ekki verið teknar með í reikninginn. Þannig var til að mynda í skýrslu IFS greiningar ekki tekið tillit til væntanlegra umsvifa í Þingeyj- arsýslum sem munu auka umferð í gegnum göngin og auka tekjurnar sem og til þess virðisaukaskatts sem rennur í ríkissjóð af framkvæmda- kostnaði og af veggjöldunum. Þetta eru allt mikilvægir þættir sem taka verður með í reikninginn þegar loka- ákvörðun um lánveitinguna verður tekin á Alþingi. Eftir Höskuld Þór Þórhallsson »Um gríðarlega sam- göngubót yrði að ræða og vandséð hvort hægt yrði að fara í ódýr- ari framkvæmd fyrir ríkissjóð og þegna landsins. Höskuldur Þórhallsson Höfundur er alþingismaður. Vaðlaheiðargöng og hin ósanngjarna umræða Alþingi ræddi föstudaginn 3. febrúar sl. að frumkvæði menntamálaráðherra um stöðu safna í framhaldi af skýrslu Rík- isendurskoðunar um málefni Náttúruminjasafns. Um það safn snerist líka umræðan að meginhluta þótt önnur höf- uðsöfn og gildi minni safna víða um land bæri á góma. Eins og aðrar stofnanir hafa söfn lands- ins mátt þola mikinn niðurskurð í þrengingum síðustu ára, þeirra mest líklega Náttúruminjasafnið sem tæpast er þó orðið sýnilegt. Fulltrúar allra þingflokka tóku þátt í umræðunni og mátti í máli þeirra greina ánægjulegan samhljóm. Tekið var undir þá skoðun Katrínar Jakobsdóttur mennta- málaráðherra að ekki eigi að hverfa frá fyrri samhljóða stefnumörkun Aþingis við lagasetn- ingu 2007 um að koma eigi upp sjálfstæðu og nútímalegu náttúruminjasafni. Jafnframt bauð hún upp á samvinnu við nefndir Alþingis um að fara ásamt ráðuneytinu yfir málefni safnsins, höggvið verði á hnúta sem myndast hafa og brautin vörðuð fram á við með aðstöðu fyrir safnið og starfsemi þess. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrver- andi menntamálaráðherra, og Siv Friðleifs- dóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, voru í hópi þeirra sem fögnuðu um- ræðunni og lýstu samstöðu með áherslum ráðherra. Siv hafði áður óskað eftir umræðu um Nátt- úruminjasafnið sérstaklega og verður hún væntanlega á dagskrá þingsins innan tíðar. Aldarfjórðungs þóf og biðstaða Biðstaða og afturför hefur verið rauði þráðurinn í málefnum nátt- úruminjasafns í aldarfjórðung og þjóð okkar til skaða og van- sæmdar. Á árinu 1985 samein- uðust 12 alþingismenn úr öllum flokkum um tillögu til þingsályktunar um „að hraða undirbúningi að byggingu yfir nútíma- legt náttúrufræðisafn á höfuðborgarsvæðinu“ og verði hann við það miðaður að unnt yrði að opna safnið almenningi árið 1989 á 100 ára af- mæli Hins íslenska náttúrufræðifélags og nátt- úrugripasafns á þess vegum (mál 497 á 107. löggjafarþingi). Í framhaldi af því störfuðu tvær stjórnskipaðar nefndir og veitti undirrit- aður þeirri síðari (NNN-nefnd) forystu. Lá víðtæk stefnumörkun fyrir á afmælisárinu og á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands var opnuð allmyndarleg sýning í húsnæði stofn- unarinnar við Hlemm. Horft var til nýbygg- ingar yfir Náttúrufræðistofnun og sérstakt Náttúruhús með sýningu á lóð við Njarðargötu skammt frá Háskólanum. Gert var ráð fyrir Náttúruhúsi sem sjálfstæðri einingu og lá fyrir viljayfirlýsing frá Reykjavíkurborg og Há- skóla Íslands um þátttöku í sýningarþætt- inum. Þáverandi borgarstjóri, Davíð Oddsson, og Sigmundur Guðbjarnason, rektor Háskól- ans, veittu þessari þriggja stoða hugmynd um safnið brautargengi. Undirbúningsfjárveiting vegna byggingarframkvæmda fór inn í fjár- lagafrumvarp vegna ársins 1992. Þá umhverfð- ist því miður einn þingmaður úr stjórnarliði og lagðist þversum og lét þingflokkur Alþýðu- flokksins undan þeim hamagangi og fjárveit- ingin var strikuð út. Málefni náttúruminja- safns lentu síðan í langvarandi útideyfu og hefur sú saga oft verið rakin. Lóðin við Njarð- argötu er þó enn merkt náttúruminjasafni á skipulagi borgarinnar. Perlan er lausnarorðið Síðastliðinn laugardag 4. febrúar birtist í Fréttablaðinu grein eftir Hjörleif Stefánsson arkitekt og Þórunni Sigríði Þorgrímsdóttur sýningarhönnuð undir fyrirsögninni „Perlu í Perluna“ og hefur hún vakið verðskuldaða at- hygli. Rökstyðja þau þar þá hugmynd að í stað þess að Orkuveita Reykjavíkur selji þessa táknmynd Reykjavíkur á Öskjuhlíð til einka- aðila verði þar komið upp því Náttúruminja- safni sem lengi hefur verið beðið eftir. Ég hygg reyndar að Andri Snær Magnason rithöfundur hafi sett fram svipaða hugmynd fyrir nokkrum árum. Með Perlunni er mælt lausnarorð sem gæti orðið öllum sem að framkvæmd kæmu til vegsauka og bætt fyrir vanrækslusyndir lið- inna áratuga. Húsið talar fyrir sig og skapar Náttúruminjasafni það umhverfi sem einstakt má telja á veraldarvísu. Ríki og borg hljóta að geta sameinast um að leysa fjárhagsþáttinn og fullvíst má telja að háskólarnir í næsta ná- grenni hlúi að uppbyggingu safns á þessum stað með ráðum og dáð. Rannsóknastofnanir landsins, ekki aðeins Náttúrufræðistofnun heldur einnig vísindastofnanir háskólanna, Hafrannsóknastofnun, Veðurstofa Íslands og fleiri, eiga að opna slíku Náttúruminjasafni í Perlunni þekkingarbrunna sína ekki síður en ef safnahúsið risi við Njarðargötu eins og að var stefnt fyrir röskum 20 árum. Íslendingar þurfa á því að halda í þeirri kröm sem hvílt hefur yfir landi um skeið að geta sameinast um eitthvað táknrænt sem kveikir glóð í ungum hjörtum og gleður þá sem sækja okkur heim. Náttúra Íslands hefur allt frá dögum Jónasar Hallgrímssonar, Benedikts Gröndals og Bjarna Sæmundssonar verið það athvarf sem flestir leita í. Húsnæði Perlunnar og heitavatnsbrunnarnir sem hún hvílir á gefa kost á uppbyggingu nútímalegs nátt- úruminjasafns í viðráðanlegum áföngum. Er eftir nokkru að bíða að taka stefnuna í ljósi sameiginlegs áhuga þjóðþings, ráðherra og væntanlega einnig Reykjavíkurborgar? Birtir yfir Náttúruminjasafni Eftir Hjörleif Guttormsson »Með Perlunni er mæltlausnarorð sem gæti orðið öllum sem að framkvæmd kæmu til vegsauka og bætt fyrir vanrækslusyndir liðinna áratuga. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.