Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2012 Þetta var náttúrlega ofsalega spennandi, þrátt fyrir að ég komi bara örstutt fram í myndinni. 32 » „Ég er sannfærð um að það er Ís- landsmet ef ekki heimsmet að tvær langömmur leiki Beethoven,“ segir Agnes Löve píanóleikari sem ásamt Ásdísi Stross Þorsteinsdóttur fiðlu- leikara kemur fram á tónleikum í Neskirkju í dag kl. 18. Þar munu þær leika þrjár sónötur fyrir píanó og fiðlu eftir Beethoven, þ.e. sónötu nr. 1 í D-dúr, nr. 4 í a-moll og nr. 5 í F-dúr eða svokallaða vorsónötu. „Tilefni tónleikanna er 57 ára samstarf okkar Ásdíar auk þess sem ég fagna sjötugsafmæli mínu á morgun,“ segir Agnes og tekur fram að þær Ásdís hafi fyrst leikið saman í fermingarveislu Agnesar í apríl ár- ið 1955. „Síðan þá höfum við alltaf reglulega leikið saman, með hléum þó. Síðustu ár höfum við leikið vor- sónötu Beethovens á sumardaginn fyrsta heima hjá mér á nokkurs kon- ar húskonsert fyrir vini og vanda- menn,“ segir Agnes. Báðar stunduðu þær nám við Tón- listarskólann í Reykjavík á 6. áratug síðustu aldar og héldu að því loknu í framhaldsnám til Þýskalands, Ásdís til München í Vestur-Þýskalandi en Agnes til Leipzig í Austur-Þýska- landi. „Við erum enn í fullu starfi, ég sem skólastjóri Tónlistarskóla Garðabæjar og Ásdís sem fiðlukenn- ari við Nýja tónlistarskólann og Su- zukiskólann í Reykjavík,“ segir Agnes. Þess má að lokum geta að að- gangur er ókeypis og öllum heimil meðan húsrúm leyfir. silja@mbl.is Langömmur leika Beet- hoven-sónötur í Neskirkju  Léku í fyrsta sinn saman á táningsaldri fyrir 57 árum Vinkonur Samstarf Ásdísar Stross og Agnesar Löve hefur verið farsælt. Sýningin Sögueyjan Ísland - Portrett af íslenskum samtímahöfundum var nýverið opnuð í Evrópuþinginu í Brussel. Það voru Þórir Ibsen, sendi- herra Íslands gagnvart ESB, og Dan Preda, sérstakur fulltrúi utanrík- ismálanefndar Evrópuþingsins um samningaviðræðurnar við Íslands, sem það gerðu. Sýningin sem er á ensku byggist á veggspjöldum með portrettljósmyndum Kristins Ingv- arssonar ljósmyndara af á þriðja tug íslenskra rithöfunda og viðtölum Péturs Blöndals blaðamanns við þá um hvað í íslenskum söguarfi hafi helst haft áhrif á listsköpun þeirra. Sýningin hefur verið þýdd á fimm tungumál og er notuð við kynningu sendiráða og bókmenntastofnana víða um heim. Á annan tug þýðinga íslenskra bóka í enskri þýðingu liggja frammi í Evrópuþinginu. Ísland sem bókaþjóð hefur verið áberandi í Evrópu undanfarna mán- uði í kjölfar heiðursþátttöku Íslands á bókasýningunni í Frankfurt. Sam- kvæmt upplýsingum frá utanrík- isráðuneytinu er bókmenntakynn- ingin liður í viðleitni sendiráðs Íslands í Brussel til að efla áhuga á Íslandi og íslenskri menningu í Belg- íu, sem og í umdæmisríkjunum Hol- landi og Lúxemborg. Á næstu miss- erum verður sýningin sett upp í fleiri stofnunum Evrópusambandsins. Sögueyjan Ísland sýnd í Brussel  Notuð til kynningar víða um heim Víðförul Sýningin hefur verið þýdd á fimm tungumál og mun fara víða. Tilkynnt var í gær um tilnefningar til Eyrarrósarinnar, sérstakrar við- urkenningar fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggð- inni. Að þessu sinni hlutu tilnefningu Safnasafnið á Svalbarðsströnd, Sjó- ræningjahúsið á Vatneyri við Pat- reksfjörð og tónlistarhátíðin Við Djúpið á Ísafirði. Eyrarrósin verður afhent 18. febrúar og hlýtur hand- hafi hennar 1,5 milljónir króna, verð- launagrip eftir Steinunni Þórarins- dóttur myndhöggvara og flugferðir frá Flugfélagi Íslands. Aðrir til- nefndir hljóta 250 þúsund krónur auk flugferða. Eyrarrósin er sam- starfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Byggðastofnunar og Flugfélags Íslands. Markmið verð- launanna er að efla fagmennsku og færni við skipulagningu menningar- lífs og listviðburða á landsbyggðinni og skapa sóknarfæri á sviði menn- ingartengdrar ferðaþjónustu. Safnasafnið var opnað árið 1995 og vinnur metnaðarfullt brautryðj- andastarf í söfnun og varðveislu á ís- lenskri alþýðulist. Í Sjóræningja- húsinu, sem var opnað 2008, er öflugt tónleikahald, sýning tileinkuð sjóránum við Íslandsstrendur, veit- ingastaður og sýningaraðstaða. Við Djúpið hefur skapað sér fastan sess í tónlistarlífi landsins og verður hald- in í tíunda sinn á sumarsólstöðum. Með Eyrarrós Sumartónleikar í Skálholti hlutu Eyrarrós í fyrra. Verkefni tilnefnd til Eyrarrósar  Sjóræningjahús, Við Djúpið og Safnasafn Löngun nefnist sýning á olíu- málverkum Lilju Þorsteins- dóttur sem opnuð hefur verið í Boganum í Gerðubergi. Verk- in á sýningunni eru af blóm- um, landslagi og hestum, en myndefnið sækir Lilja ýmist til hugans eða raunveruleik- ans. Lilja fæddist í Tungukoti í Skagafirði árið 1939 og ólst þar upp. Ung fluttist hún til Tálknafjarðar og bjó þar ásamt eiginmanni og tveimur börnum, þar til hún fluttist til Hafn- arfjarðar fyrir rúmum tveimur áratugum. Sýn- ingin stendur til 15. apríl og er opin virka daga milli kl. 11-17 og kl. 13-16 um helgar. Myndlist Löngun til sýnis í Gerðubergi Eitt af verkum Lilju. Einstaklingskeppni í klass- ískum listdansi, SOLO, verður haldin í Gamla bíói í kvöld kl. 20. Keppnin er undankeppni fyrir Stora Daldansen, norrænu einstaklingskeppnina í klass- ískum listdansi sem fram fer í Svíþjóð 8.-10. mars nk. Alls eru ellefu keppendur skráðir til leiks frá Listdansskóla Íslands og Ballettskóla Guðbjargar Björgvinsdóttur. Félag ís- lenskra listdansara stendur fyrir keppninni og vill með henni ýta undir áhuga á klassískum ballett. Minningarsjóður Svandísar Þulu Ásgeirsdóttur veitir vinningshöfum styrk til utanfarar. Listdans Keppa í klass- ískum listdansi Keppendur eru alls ellefu. Kvikmyndasafnið sýnir kvik- myndina La régle du jeu í leikstjórn Jeans Renoirs í Bæjarbíói í kvöld kl. 20 og nk. laugardag kl. 16. Myndin, sem frumsýnd var í París ár- ið 1939, fjallar um frönsku yf- irstéttina í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún féll í grýttan jarðveg hjá áhorfendum og sem dæmi má nefna að við frumsýninguna kveikti prúðbúinn maður í dagblaði til að koma í veg fyrir að hægt væri að halda sýningu myndarinnar áfram. Í aðalhlutverkum eru Nora Gregor, Roland Toutain, Marcel Dalio og Mila Parély. Kvikmyndir Umdeild mynd Jeans Renoirs Veggspald kvikmyndarinnar. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við ólumst báðar upp í Vestur- bænum og vorum í sama tónlistar- skóla sem stelpur, en höfum varla nokkurn tíma hist. Kannski þetta sameigilega nafn hafi virkað sem viðsnúið segulstál,“ segir Margrét Kristín Sigurðardóttir, sem kölluð er Magga Stína en einnig þekkt und- ir listamannsnafninu Fabúla, um nöfnu sína Margréti Kristínu Blön- dal sem líka er kölluð Magga Stína. Þær nöfnur leiða saman hesta sína í fyrsta Fuglabúri Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) á nýju ári sem fram fer á Rósenberg í kvöld kl. 21.00. Leika á allan tilfinningaskalann „Í raun má segja að látið tónskáld hafi leitt okkur saman í fyrra. Þá vorum við báðar við nám í tón- smíðum í Listaháskólanum og var gert að flytja saman fyrirlestur um Beethoven, sem vill svo til að er í miklu uppáhaldi hjá okkur báðum. Úr því varð bæði ástríðufullt og skemmtilegt grúsk.“ Spurð um efnisskrá kvöldsins seg- ir Magga Stína að þær nöfnur muni flytja eigið efni og lög hvor eftir aðra, bæði ný og gömul. „Það verður skemmtilegast fyrir okkur að heyra eigin lög í höndum hinnar,“ segir Magga Stína og tekur fram að þær nöfnur muni auðvitað taka lagið saman líka. „Okkur langaði til að flytja lag eftir kventónskáld og völd- um lagið Á morgun eftir okkar heitt- elskuðu Ingibjörgu Þorbergs- dóttur,“ segir Magga Stína. Spurð hvort þær nöfnur vinni vel saman svarar Magga Stína því ját- andi. „Ég held kvöldið verði mjög hressilegt. Við hyggjumst sveifla áheyrendum upp og niður allan til- finningaskalann með annars vegar afar rólegum lögum og hins vegar miklu fjöri,“ segir Magga Stína, en henni til halds og trausts á sviðinu verður Karl Jóhann Bjarnason selló- leikari á meðan nafna hennar verður með heila hljómsveit sér til liðsauka. Látið tónskáld leiddi tónlistar- konurnar tvær loks saman  Nöfnur leiða saman hesta sína í Fuglabúrinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftirvænting „Það verður skemmtilegast fyrir okkur að heyra eigin lög í höndum hinnar,“ segir Magga Stína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.