Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2012 Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Gunnar Atli Cauthery, hálfíslenskur leikari á þrítugsaldri, fer með hlut- verk í nýjustu mynd stórleikstjórans Stevens Spielbergs, War Horse. Myndin gerist í fyrri heimsstyrjöld- inni og fjallar um hinn unga Albert sem selur hestinn sinn til herþjón- ustu og skráir sig í kjölfarið sjálfur í herinn. Gunnar Atli leikur þýskan her- mann í myndinni, en tökur á atrið- unum þar sem hann kemur við sögu fóru fram í bænum Wisley rétt utan við London í Englandi og tóku tvo daga. „Þetta var náttúrlega ofsalega spennandi, þrátt fyrir að ég komi bara örstutt fram í myndinni,“ segir Gunnar. Að hans sögn var magnað að sjá stærð og umfang framleiðslu myndar af þessu tagi. „Þarna var búið að byggja skotgrafir í anda fyrri heimsstyrjaldarinnar og útbúa allt umhverfi í líkingu við það sem þá ríkti. Það var eins og að fara aftur í tímann að vera þarna.“ Gunnar segir það hafa verið mikla reynslu að starfa með Steven Spielberg. „Hann var ákafur og sinnti leikstjórninni af mikilli ástríðu, þrátt fyrir að hafa verið í þessum bransa lengur en flestir.“ Gunnar segir það hafa kom- ið sér á óvart hversu opið ferlið var, að ekki hafi hvert smáatriði verið skipulagt í þaula heldur hafi Spiel- berg tekið skyndiákvarðanir og gert breytingar á meðan á tökunum stóð. Hann hafi ekki vænst þess af Holly- woodleikstjóra á borð við Spielberg. Lék í Benjamín dúfu Gunnar Atli er Íslendingum helst kunnugur úr kvikmyndinni Benja- mín dúfu þar sem hann lék einn vin- anna fjögurra, Roland. Síðar nam hann leiklist við Royal Academy of Dramatic Arts í London og útskrif- aðist þaðan árið 2008. Síðan hann út- skrifaðist hefur hann leikið í fjölda leikrita en hefur einnig starfað í út- varpi og sjónvarpi. Gunnar er hálf- íslenskur, en móðir hans er Björg Árnadóttir leikkona, en hann hefur verið búsettur í Bretlandi allt sitt líf. Gunnar Atli starfar um þessar mundir með leikhópnum Propeller sem sérhæfir sig í verkum Shake- speares. Hann lætur ekki þar við sitja heldur samdi hann tónlistina fyrir eitt verka hópsins, A Winter’s Tale. Hann á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því bróðir hans, Halli Cauthery, er þekkt tónskáld. Hann hefur sérhæft sig í kvik- myndatónlist og samið tónlist við tugi kvikmynda. Sjálfur spilar Gunnar Atli á harmóniku og píanó- .Tónlistina segir Gunnar Atli vera ríkjandi í fjölskyldunni, en afi þeirra var Árni Björnsson tónskáld. Næst á dagskrá hjá Gunnari Atla eru ferðalög með Propeller-hópnum til Nýja-Sjálands og Ástralíu. Kvikmyndin War Horse er sýnd í öllum helstu kvikmyndahúsum landsins. Íslendingur í mynd Spielbergs Stórmynd War Horse, mynd Stevens Spielbergs, hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna m.a. Óskarsverðlauna og því skemmtilegt fyrir ungan leikara eins og Gunnar Atla að fá hlutverk í myndinni. Líkt og með flestar myndir Stevens Spielbergs er engu til sparað og gætt að minnstu smáatriðum.  Leikarinn Gunnar Atli leikur í War Horse, mynd Spielbergs  Hóf ungur að leika en hann lék m.a. í íslensku myndinni Benjamín Dúfu  Segir Spielberg ákafan og sinni leikstjórninni af á́stríðu Þegar ég kom út úr kvik-myndahúsinu eftir að hafaséð myndina War Horseeða Stríðshestinn vissi ég ekki alveg hvað mér ætti að finnast. Kannski bjóst ég við of miklu frá meistaranum Steven Spielberg eða ég bjóst við allt öðruvísi kvikmynd. En hún er svo sem ágæt þessi mynd sem segir söguna af hestinum Joey sem fæðist á Englandi ekki svo löngu áður en heimsstyrjöldin fyrri skellur á. Sagan segir einnig frá fá- tæka sveitapiltinum Albert sem eignast hestinn Joey sem reynist mikill kostagripur. Vinátta þeirra tveggja, drengs og hests, verður mikil og djúp en örlögin, fátæktin og stríðið hafa áhrif á framvindu sög- unnar. Hesturinn er seldur til að þjóna ákveðnum manni í stríðinu og skilur þá leiðir þeirra vinanna. En þeir ná reyndar saman um síðir. Þótt fyrri hluti myndarinnar segi vissulega frá því hvernig vinátta drengs og hests þróast er sá hluti í raun um það hversu harður hús- bóndi fátæktin er og hvað landeig- endur gátu farið illa með leiguliða sína. Seinni hluti myndarinnar segir okkur og sýnir hvað stríð eru heimskuleg og enn einu sinni er okk- ur sýnt hversu skotgrafahernaður fyrri heimsstyrjaldar var óendan- lega tilgangslaus og grimmur þegar ungum mönnum var att fram á víg- völlinn. Því miður er ungu fólki enn í dag att út í opinn dauðann í nafni stríðs. Ferðir og hlutverk hestsins Joeys um vígvöllinn eru með miklum ólíkindum og er hann sannkölluð hetja, kannski aðeins of mikil hetja. Öll áferð myndarinnar, leikurinn og efnistökin eru á einhvern hátt barnaleg eða einföld og jafnvel stundum gervileg. Minnti hún mig því oft á gamlar myndir eins og þær sem gerðar voru um hundinn Lassie. Flestar persónur eru málaðar frekar einföldum dráttum og margt er af- skaplega fyrirsjáanlegt í framvind- unni. Gott og vel, ef myndin er hugs- uð sem gamaldags ævintýri fyrir börn, þá virkar þetta ágætlega, en ég held að Spielberg hafi ætlað sér annað, í það minnsta er myndin kynnt sem tímamótastórvirki. Ég er ekki viss um að hún standi undir því. En ekkert er hægt að kvarta yfir tæknivinnunni og sannarlega undr- aðist ég oft hvernig hefði verið hægt að þjálfa hest til að gera ýmislegt sem hann gerir í þessari mynd. Reyndar voru það fjórtán hestar sem sáu um að leika aðalhlutverkið, sjálfan Joey, og því hefur álaginu verið skipt ágætlega niður á marga. Semsagt ágætis ræma og eflaust munu ungir áhorfendur njóta henn- ar meira og betur en fullorðnir, en það hefði mátt stíla hana á alla ald- urshópa. Reyndar er myndin byggð á barnasögunni War Horse og leik- stjórinn bundinn af henni. Hesturinn, strákurinn og stríðið Sambíóin War Horse bbbnn Leikstjóri Steven Spielberg Aðalleikarar: Jeremy Irvine, Emily Wat- son, Peter Mullan KRISTÍN HEIÐA KRISTINSDÓTTIR KVIKMYND Vinir Jeremy Irvine í hlutverki Alberts með stríðshestinum Joey. Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Breakbeat vinnur um þessar mundir að útgáfu bókarinnar „Taktabrot“ sem mun innihalda hátt í hundrað veggspjöld frá viðburðum hóps- ins sem er þekkt- ur fyrir bæði frumleika og skemmtilega nálgun í tónlist, framsetningu og kynningu á efni sínu. „Vegg- spjöldin í bókinni ná yfir heilan ára- tug og hafa því að geyma merkilega og áhugaverða menningarsögu. Þau hafa líka hlotið tilnefningar til verðlauna Félags ís- lenskra teiknara og Lúðursins sem er íslensku auglýsingaverðlaunin,“ segir Karl Tryggvason, talsmaður Break- beat, spurður um bókina. „Þetta eru um hundrað veggspjöld eftir nærri sextíu innlenda og erlenda listamenn og hönnuði sem komu allir að gerð þeirra í kjölfarið á því sem við köllum áskorunarhönnun. En hún virkar þannig að hönnuðir og listamenn sem koma að gerð veggspjaldanna skora á aðra listamenn og hönnuði að vinna næsta veggspjald fyrir okkur og þannig koll af kolli.“ Ný nálgun í fjármögnun Bókaútgáfan er fjármögnuð með svokallaðri hópfjármögnun sem verð- ur að teljast nýjung hér á landi. „Þessi aðferð er þekkt erlendis og kallast crowdfunding. Með þessum hætti gefst fólki tækifæri til að styrkja útgáfu bókarinnar og njóta síðan ávinnings af því þegar útgáf- unni er lokið, t.d. með eintaki af bók- inni o.fl. en það er hægt að fá frekari upplýsingar um þetta á síðunni okk- ar, bok.breakbeat.is.“ Þar má einnig sjá hversu langt söfnunin er komin en frá því á föstudag hafa safnast 130.500 krónur og er stefnt á að safna 700.000 krónum. Í bókinni verður einnig að finna myndir úr starfi hópsins en hann hóf að vinna að framgöngu breakbeat- tónlistar og menningar á Íslandi um aldamótin 2000. Hópurinn hefur auk þess haldið úti heimasíðunni Break- beat.is og verið reglulega með tónlist- arviðburði ásamt því að vera með vikulegan útvarpsþátt á X-inu 97,7 en þættirnir hófu göngu sína árið 2002 og eru enn geysivinsælir Frumleg bóka- útgáfa Breakbeat Karl Tryggvason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.