Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 8. F E B R Ú A R 2 0 1 2  Stofnað 1913  32. tölublað  100. árgangur  BÝR TIL BRÚÐUR EFTIR TEIKNING- UM BARNA SETUR UPP MJALLHVÍTI Í LOS ANGELES MEÐ TILBOÐ FRÁ ODENSE Í DANMÖRKU ANDREA ÖSP 32 ÁGÚST JÓHANNSSON ÍÞRÓTTIRGUÐMUNDUR LISTAMAÐUR 10 Sigrún Rósa Björnsdóttir Hólmfríður Gísladóttir Félag leikskólakennara hefur tilkynnt Reykjavík- urborg formlega að það hyggi á málsókn, láti borgaryfirvöld verða af því að fella niður greiðslur vegna neysluhlés. Þrír leikskólastjórar ákváðu að skrifa ekki undir bréf þar sem starfs- mönnum FL var sagt upp neysluhléinu en þeir eru um 30% af starfsmönnum leikskólanna. Starfsmenn í öðrum stéttarfélögum fá greiðsl- urnar áfram. „Grundvallaratriðið er að það er engin bókun um þetta í kjarasamningum,“ segir Lilja Eyþórs- dóttir, leikskólastjóri á Klettaborg, en hún var ein þeirra sem ekki skrifuðu undir. „Enda hefðu fé- lagsmenn hér í Reykjavík þá varla samþykkt slíka samninga.“ Ákvörðunin var tekin í nóvember síð- astliðnum og sagði Haraldur Freyr Gíslason, for- maður FL, þá engu líkara en verið væri að refsa leikskólakennurum fyrir að ná góðum samning- um. Félagið mundi ekki taka þessu þegjandi. MMálshöfðun verði neysluhlé afnumið »18 Neysluhléið samsvarar tíu yfirvinnutímum, sem leikskólastarfsfólk hefur fengið greidda frá árinu 2007 fyrir að borða hádegismat með börn- unum. Nú á hins vegar að fella greiðslurnar til fé- laga FL niður en þar sem félagið hafi samið um umtalsvert meiri kjarabætur en önnur stéttar- félög sé ekki um mismunun að ræða. Bæði Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, og Bjarni Brynjólfsson, upplýs- ingastjóri Reykjavíkurborgar, hafa sagt að ljóst hafi legið fyrir að við kjarabæturnar yrði neyslu- hléið látið niður falla hjá félögum FL. Undirbúa málshöfðun  Félag leikskólakennara segir borginni stríð á hendur  Aldrei samið um afnám neysluhlés  Þrír leikskólastjórar hafa neitað að skrifa undir uppsagnarbréfin Lítill drengur leit í gegnum bílrúðu þar sem dropar perluðu eins og tár í slagviðrinu í gær. Mikið hvassviðri með úrkomu gekk yfir suðvesturhornið og olli það meðal annars miklum töfum á afgreiðslu flugvéla á Keflavík- urflugvelli. Um 520 farþegar þurftu að bíða í flugvélunum þar til lægði. Veðrið gekk svo norður yfir landið vestanvert og í gærkvöldi var orðið hvasst allt frá norðanverðu Snæfellsnesi og norður úr. »2 Morgunblaðið/RAX Guðað á tárvotan glugga  Landgræðslustjóri varar ein- dregið við því að þekkingarsetri á Kirkjubæjarklaustri verði valinn staður í farvegi Skaftár. Telur hann að lítið þurfi að hækka í ánni til þess að hún flæmist yfir bakka- vörn og yfir fyrirhugað bygging- arsvæði. Skaftárhreppur og stofnanir rík- isins undirbúa byggingu þekking- arseturs. Það á að hýsa gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs, stjórnsýslu sveitarfélagsins, Kirkjubæjarstofu, nýtt Erró-setur og ýmsar fleiri stofnanir. Skaftárhreppur á ekkert byggingarland á Kirkjubæj- arklaustri en fékk lóð í nágrenni fé- lagsheimilisins sem hreppsnefnd telur ákjósanlega. Sveitarstjórinn telur að byggingin standi það hátt að henni stafi ekki hætta af flóðum en þó hefur verið ákveðið að gera verkfræðilega úttekt á lóðinni vegna athugasemda. »4 Varað við byggingu þekkingarseturs í flóðfarvegi Skaftár á Kirkjubæjarklaustri Frá Kirkjubæjarklaustri Ríkissjóður mun verja 90-150 milljónum króna í að fjarlægja PIP- brjóstapúða úr öllum konum sem hafa fengið þá ígrædda hér- lendis. Aðgerð- irnar verða fram- kvæmdar á næstu sex mán- uðum en ekki verður í boði að fá nýja púða í sömu aðgerð. „Spítalinn hefur aldrei verið með fegrunaraðgerðir og því teljum við eðlilegt að vísa á viðkomandi lækni ef konurnar vilja fá nýja púða,“ segir Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra. „Þeir ætla ekki að veita konunum heimild til að kaupa sjálfar púða til að setja inn í aðgerðinni. Ég er ekki sátt,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lög- maður þeirra áttatíu kvenna sem hyggjast höfða mál vegna PIP- púðanna. »14 Fá ekki nýja púða í sömu aðgerðinni Guðbjartur Hannesson Tekjur sam- skiptavefjar- ins Facebook námu 3,7 milljörðum dollara í fyrra en fyr- irtækið er metið á um 80-100 millj- arða dollara. Er þá fyrst og fremst verið að horfa til vaxtarmöguleika þess en áætlað er að 3 milljarðar manna verði nettengdir árið 2016. Árið 2010 voru 1,6 milljarðar net- tengdir. Notendur Facebook eru nú alls 845 milljónir talsins og þeirra á meðal eru 68% íslensku þjóð- arinnar. Þrátt fyrir það virðast ís- lensk fyrirtæki lítið auglýsa á þessum áhrifamikla miðli. » 16 Auglýsa lítið á Facebook  68% Íslendinga eru meðal notenda  Aflaskipið Börkur NK 122 hefur komið með um 1,5 milljónir tonna að landi frá því að Síldarvinnslan í Neskaupstað keypti skipið fimm ára gamalt árið 1973. Ekkert ís- lenskt skip mun hafa komið með jafnmikinn afla að landi. Börkur fær í dag nafnið Birting- ur og heldur áfram loðnuveiðum út vertíðina, en þá verður tekin ákvörðun um framhaldið. Nýr Börkur, áður norska skipið Torbas, er væntanlegur til Norðfjarðar fyr- ir hádegi í dag. Sextán af 24 íslenskum upp- sjávarskipum eru smíðuð fyrir 1990 og þrjú þau elstu árið 1960. »9 Aflaskipið Börkur NK 122 hefur komið með um 1,5 milljónir tonna að landi Ljósmynd/ Guðlaugur Birgisson Breytingar Börkur verður Birtingur  Verð á bensíni hækkaði í gær- kvöldi og fór verðið á hverjum lítra af 95 okt- ana bensíni í sjálfsafgreiðslu á Shellstöðvunum yfir 250 krónur og kostaði 250,90 krónur. Dísilolían kostaði 258,80 krónur hjá Shell. Önnur olíufélög höfðu ekki hækkað verðið á ellefta tímanum í gærkvöldi samkvæmt upplýs- ingum frá afgreiðslustöðvum Olís og N1. Bensínið komið yfir 250 kr. þröskuldinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.