Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 staðhæfingar. Meðan menn vita ekki hvað er framundan og sitja undir hverri atlögunni af annarri af hálfu stjórnvalda, án þess að nokkuð raunhæft komi út úr því, þá halda menn eðlilega frekar að sér höndum.“ Elstu þrjú skipin í uppsjávarflot- anum eru Lundey, Víkingur og Sigurður, en þau voru öll smíðuð í Þýskalandi árið 1960. Þessi skip hafa samtals komið að landi með um þrjár milljónir tonna af loðnu og öðrum tegundum. Nákvæmar upplýsingar liggja þó ekki fyrir. Fleiri en ein útgerð hafa komið að rekstri hvers skips. Erfiðar sunnanáttir en ágætt veiði á milli Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu var í gær búið að landa tæplega 190 þúsund tonnum á loðnuvertíðinni, sem byrjaði 1. október. Loðnu hefur verið landað frá Þórshöfn suður og vestur um til Akraness, mestu á Neskaup- stað, Þórshöfn, Vestmannaeyjum og Vopnafirði. Alls er íslenskum skipum heimilt að veiða tæplega 550 þúsund tonn á vertíðinni og hafa skip Ísfélagsins, HB Granda og Síldarvinnslunnar mestan kvóta. Loðnu hefur orðið vart víða fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum að undanförnu og afli verið góður þegar gefið hefur. Einn viðmæl- andi sagði í gær að tíðin hefði ver- ið erfið og þegar norðanfýlunni linnti í lok október hefðu sunn- anstormar tekið við. Markaðir stöðugir Eggert segir að markaðir fyrir loðnu og mjöl virðist stöðugir um þessar mundir, en einnig hefur talsvert verið heilfryst af loðnu á vertíðinni. Aðspurður um hrognamarkaðinn segir Eggert að hann líti einnig ágætlega út, en hann sé viðkvæm- ari. Brýnt sé að fara með gát og passa vel upp á magn, gæði og hrognaþroska. Þörf á endurnýjun í flotanum  Fyrirtækin halda frekar að sér höndum meðan ekki er ljóst hvað er framundan, segir forstjóri HB Granda  Sextán skipanna í uppsjávarflotanum eru smíðuð fyrir 1990  Þrjú þau elstu smíðuð 1960 Ljósmynd/Ómar Bogason Á landleið Börkur NK kemur með loðnufarm til Seyðisfjarðar í liðnum mánuði. Frá 1973 hefur Börkur verið í eigu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og komið með 1,5 milljónir tonna að landi. Ljósmynd/Síldarvinnslan Bætist í flotann Torbas er væntanlegt frá Noregi í dag og fær nafnið Börkur. Stefnan er sett á loðnuveiðar á vegum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað strax á morgun. Uppsjávarflotinn Aflaheimild Smíðaár í loðnu LundeyNS 14 1960 34.152 Sigurður VE 15 1960 5.000 Víkingur AK 100 1960 14.500 BörkurNK 122 1968 43.843 Jón Kjartansson SU 111 1978 33.838 Ísleifur VE 63 1976 5.000 Faxi RE 9 1987 21.652 Þorsteinn ÞH 360 1988 13.857 Sighvatur Bjarnason VE 81 1975 24.918 Bjarni ÓlafssonAK 70 1978 15.215 Hoffell SU 80 1981 9.600 KapVE 4 1988 26.328 Aflaheimild Smíðaár í loðnu IngunnAK 150 2000 32.407 Hákon EA 148 2001 14.569 Vilhelm Þorsteinsson EA 11 2000 43.669 Huginn VE 55 2001 7.642 GuðmundurVE 29 1987 33.836 Jóna Eðvalds SF 200 1975 22.359 Júpíter ÞH 363 1978 21.497 Kristina EA 410 1994 6.095 Aðalsteinn Jónsson SU 11 2001 14.471 BeitirNK 123 1998 42.843 ÁlseyVE 2 1987 33.891 Ásgrímur Halldórsson SF 250 2000 22.274 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nýtt skip bætist í fiskiskipaflotann í dag, en nýr Börkur, áður Torbas, er væntanlegur til Neskaupstaðar frá Noregi. Nokkuð er síðan upp- sjávarskip var keypt til landsins og ef listi yfir þau er skoðaður kemur í ljós að sextán þessara skipa eru smíðuð fyrir 1990 og þrjú þau elstu voru smíðuð árið 1960. Um 25 skip teljast til uppsjávarflotans. Lítið af nýjum fiskiskipum á undanförnum árum Öllum þessu skipum hefur verið vel við haldið og sum þeirra eru mikið endurnýjuð. Eggert B. Guð- mundsson, forstjóri HB Granda, segir að með góðu viðhaldi og end- urnýjun á tækjum og tólum eftir þörfum sé hægt að halda góðum skipum gangandi í áratugi. Spurður um endurnýjunarþörf á uppsjávarflotanum segir Eggert: „Það er staðreynd að lítið hefur komið af nýjum fiskiskipum und- anfarin ár og skipin eru mörg hver orðin ansi gömul. Ég held að kom- in sé þörf á endurnýjun í fiski- skipaflotanum almennt.“ Mikil fjárfesting og umræða um breytingar á kerfinu Hann segir að tvennt hafi eink- um hamlað gegn endurnýjun, ann- ars vegar hversu miklar fjárfest- ingar sé um að ræða og mikla arðsemi þurfi til að standa undir nýfjárfestingum. Nýtt uppsjávar- skip áætlar Eggert að kosti vart undir fjórum milljörðum. „Hins vegar er mikil óvissa varðandi fiskveiðistjórnun og hver þróunin verður,“ segir Eggert. „Ráðamenn segja núna að ekki verði gerðar neinar breytingar sem kollvarpi kerfinu og taki rekstrargrundvöll undan fyrir- tækjunum. Umræðan um kerfis- breytingar af hálfu stjórnvalda hefur hins vegar ekki stutt þessa „Skipið er væntanlegt fyrir hádegi og við ætlum að koma því á veiðar á fimmtudag,“ sagði Gunnþór Ingva- son, framkvæmdastjóri Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað, í gær. Eins og frá var greint í Morgunblaðinu í gær hefur fyrirtækið fest kaup á norska skipinu Torbas og fær það nafn og númer aflaskipsins Barkar NK 122 við komuna til Norðfjarðar í dag. Gunnþór segir að skipið sé keypt til að styrkja enn frekar hráefnis- öflun Síldarvinnslunnar. Það sé búið mjög góðu kælikerfi og hafi verið tal- ið eitt af tíu bestu skipum Noregs hvað varðar gæði hráefnis. Skipið henti vel inn í uppbyggingu fyrirtæk- isins sem reki öflugt frystihús í Nes- kaupstað. Með nýja skipinu verði mögulegt að auka enn frekar fryst- ingu á uppsjávarfiski. Torbas var smíðað í Noregi árið 2000 og ber um 1.850 tonn. Skipið hét fyrst nafnið Libas, síðan Ligrunn og þá Staaloy. Börkur heldur áfram loðnuveiðum út vertíðina, en að henni lokinni verður tekin ákvörðun um fram- haldið. Skipið fær nú nafnið Birt- ingur og einkennisstafina NK 124. Skipið var smíðað í Þrándheimi í Noregi 1968, en Síldarvinnslan keypti það 1973. Freysteinn Bjarna- son, fyrrverandi útgerðarstjóri hjá Síldarvinnslunni, segir að frá upp- hafi hafi verið haldið utan um tölur um afla sem Börkur hefur komið með að landi. „Börkur er það skip í íslenska flot- anum, sem komið hefur með lang- mestan afla að landi. Alls eru þetta 1,5 milljón tonn og það samsvarar nánast öllum ársafla allra íslenskra skipa í öllum tegundum og það jafn- vel í frekar góðu ári. Börkur var fyrst á loðnu og síðan fór hann á kol- munna 1978 og hefur stundað hefð- bundnar uppsjávarveiðar. Einstakt aflaskip,“ segir Freysteinn. Nýr Börkur til Norðfjarðar AFLASKIPIÐ BÖRKUR VERÐUR BIRTINGUR NK 124 - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is Umhverfisstofnun gaf nýlega út starfsleyfi fyrir Laxa fiskeldi ehf. fyrir sjókvíaeldi á þremur stöðum í Reyðarfirði. Í nýju starfsleyfi er rekstraraðila heimilt að framleiða allt að sex þúsund tonn af laxi á ári í sjókvíum í Reyðarfirði. Starfsleyfið gildir til 31. janúar 2028. Fimm aðilar sendu Umhverfis- stofnun umsagnir um tillögu að starfsleyfi. Fjarðabyggð mælti með útgáfu starfsleyfis en hafði athuga- semdir um efnistöku í sjó, trygg- ingar, fyrirhugaða hafnsækna starfsemi í Reyðarfirði og gildis- tíma. Landssamband veiðifélaga gerði athugasemdir við að ala norskættaðan lax í sjókvíum, um strokulax, erfðablöndun og ör- merkingar á seiðum. Samherji hf. gerði athugasemdir í sinni umsögn um heimildanotkun Laxa fiskeldis ehf. í umsóknarferl- inu þegar fyrirtækið spurðist fyrir um matsskyldu hjá Skipulags- stofnun og taldi að Umhverfis- stofnun hefði brotið stjórnsýslulög, að því er segir á heimasíðu stofn- unarinnar, ust.is, en þar er gerð nánari grein fyrir viðbrögðum og umsögnum. Samherji var áður með starfsleyfi fyrir kvíaeldi í Reyðar- firði sem rann út árið 2010. Skipulagsstofnun taldi í sinni um- sögn að tillagan samræmdist þeirri framkvæmd sem kynnt var í fyrir- spurn um matsskyldu. Niðurstaða Umhverfisstofnunar var að ekki voru gerðar breytingar á texta starfsleyfisins aðrar en óverulegar orðalagsbreytingar. aij@mbl.is Starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi í Reyðarfirði Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Verðhrunið er hafið Vertu vinur okkar á Facebook

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.