Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 10
María Ólafsdóttir maria@mbl.is Myndlistarmaðurinn Guð-mundur R. Lúðvíkssonhefur búið til 100brúður sem hannaðar eru eftir teikningum barna. Hann lærði á saumavél til að geta saum- að saman brúðurnar og vill með þessu hvetja foreldra og ömmu og afa til að búa til ævintýraheim fyr- ir börnin. Brúður Guðmundar verða til sýnis í Ráðhúsi Reykja- víkur á föstudaginn en sýningin er hluti af dagskrá um myndlist og börn á Vetrarhátíð Reykjavíkur. Guð teiknaður sem regnbogi Í nokkuð mörg ár hefur Guð- mundur unnið með börnum og tengt saman börn og myndlist. Hann vann meðal annars sýningu með leikskóla hér heima sem kall- aðist Guð og dýrin. Þá áttu krakk- ar að teikna myndir af sinni hug- mynd um Guð. Guðmundur endurvann síðan sínar myndir út frá myndum krakkanna. Sama verkefni vann hann með börnum í Austur-Þýskalandi, en þau börn voru trúlaus. Þau vissu í raun ekki hvað Guð þýddi og unnu því með sína ímynd af Guði. „Hluti verkefnisins var þannig að ég gekk á hnjánum um borgina til þess að skoða hana með barns- auga. Þá kviknaði sú hugmynd að gera teikningarnar að þrívíðum hlutum. Þar með fór ég að búa til form úr myndum þannig að þær urðu eins og brúður. Trú og list hafa ætíð tengst sama hvort það er trú á manninn, Guð eða einhvern hlut. Það heillaði mig að vita Börnin hanna sínar eigin brúður Myndlistarmaðurinn Guðmundur R. Lúðvíksson hefur löngum tengt börn við list og safnað saman teikningum barna. Upp úr því fékk hann þá hugmynd að búa til brúður eftir teikningunum og lærði á saumavél til að geta prófað sig áfram með brúðugerðina. Verkefni þar sem börn eiga að teikna sínar hugmyndir um Guð í formi dýrs segir Guðmundur hafa verið skemmtilegt og sýnt vel ólíka sýn barna. Myndlistarmaður Guðmundur segir að fólk eigi að hafa gaman af listinni. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 Hann Júlli á Dalvík er iðinn við kolann þegar kemur að bloggi um mat og önnur áhugamál hans. Þegar farið er á slóðina julli.is kennir margra grasa, því þar eru í raun nokkrar vefsíður sem hann heldur úti. Margir kannast við jólavef Júlla og kærleiksvef Júlla, en þeir sem hafa áhuga á matargerð ættu ekki að láta þennan vef framhjá sér fara því þar inni er einnig bloggið hans Júlla sem hann kallar Matarsíðu áhugamannsins. Þar bloggar hann vissulega um hvaðeina sem honum finnst þess vert að fjalla um en þar eru líka margar færslur um ýmislegt sem tengist matargerð og hann deilir með lesendum tilraunum sínum í eld- húsinu, tekur myndir og gefur upp- skriftir. Sælkerakrukkurnar hans innihalda ýmislegt sem vert er að smakka, enda seldust þær allar upp fyrir jólin en væntanlega býr hann til meira. Sítrónusmjörið er dásamlegt. Vefsíðan www.julli.is Ristað Sítrónusmjör er einstaklega gott ofan á ristað brauð. Matarástríðan hans Júlla Á morgun, fimmtudag, er tilvalið að skella sér frítt í bíó en þá verður kvik- myndin A Better Tomorrow, eða Betri framtíð, sýnd kl. 17 í Odda 101 í Há- skóla Íslands. Kvikmynd þessi er frá árinu 1986 og er í leikstjórn Johns Woo. Myndin fjallar um Mark og Ho, sem eru vinir og sendlar fyrir glæpasamtök í Hong Kong. Þegar Ho lýkur vist sinni í fangelsi vill hann hefja nýtt líf, án glæpa. En fortíðin ásækir hann og hann er hvattur til að snúa aftur til undirheima. Þetta er klassísk Hong Kong-hasarmynd og aðalleikari er Chow Yun Fat. Allir velkomnir. Endilega … … skellið ykkur í ókeypis bíó Hasar Glæpir og stuð í Betri framtíð. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Nýja árið hófst m.a. meðfjölmiðlaumfjöllun um ofhátt magn kadmíums íáburði sem dreift var á tún hérlendis. Ýmsar rangfærslur hófust á loft í umræðunni, s.s. tal um „geislavirkan áburð“ í útvarpi o.fl. Hér verður fjallað um fyrirkomulag eftirlits með áburði á Íslandi og nýj- ar reglur sem heimila birtingu efna- mælinga eins fljótt og kostur er, standist áburður ekki kröfur. Eftirlit með gæðum Áburður er í frjálsu flæði innan EES-svæðisins. Því má ekki leggja hömlur á viðskipti með hann nema rökstuddur grunur sé um að hann standist ekki kröfur. Áburður fer því í dreifingu til kaupenda strax við komuna til landsins. Túnáburður og annar jarðræktaráburður kemur til landsins í apríl og fyrri hluta maí og líður því skammur tími uns hann er notaður. Samkvæmt lögum hefur Matvælastofnun eftirlit með gæðum áburðar. Skylt er að skrá öll áburð- arfyrirtæki sem og áburðartegundir hjá stofnuninni. Þannig hefur Mat- vælastofnun góðar upplýsingar um áburðarfyrirtækin og vörur þeirra. Innflutning á áburði ber að tilkynna til Matvælastofnunar, sem heldur skrá um innflutning og metur eft- irlitsþörf. Samkvæmt lögum skal Matvælastofnun með sýnatöku fylgjast með að áburður sé í sam- ræmi við gildandi vörulýsingar og merkingar á umbúðum séu í sam- ræmi við reglur. Sýni eru send strax í efnagreiningu, niðurstöður berast eftir 6-8 vikur. Þá þegar er unnið úr niðurstöðunum og kemur þá fyrst í ljós hvort áburðurinn stenst kröfur um efnainnihald. Oftast er áburð- urinn kominn til notenda og hefur jafnvel verið dreift á tún og akra. Lægri mörk á Íslandi Fyrirtækin eru upplýst bréflega um niðurstöður efnagreininga og til- greint standist áburðartegundir ekki kröfur um efnainnihald. Sé um frávik að ræða er fyrirtækjunum til- kynnt að Matvælastofnun hyggist afskrá viðkomandi áburð. Fyr- irtækin fá 10 virka daga til að and- mæla og að leggja fram eigin gögn í málinu samkvæmt stjórnsýslulög- um. Sé niðurstaðan sú að afskrá skuli áburð er fyrirtækinu tilkynnt það með formlegu bréfi og því jafn- framt bent á kæruheimild til sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneytis. Við afskráningu áburðar leggur Matvælastofnun sölubann á hann og bannar dreifingu hans til notenda uns staðfest hefur verið með efna- greiningu að hann standist kröfur. Gripið er til þessarar aðgerðar við næsta innflutning áburðar. Matvælastofnun hugðist birta á heimasíðu sinni niðurstöður áburð- areftirlits ársins 2007 og gera það að meginreglu í framtíðinni. Þessi ætlan var kærð til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis sem gaf út úrskurð í febrúar 2008 um að ekki væri lagaheimild til slíkrar birt- ingar. Við setningu nýrra mat- vælalaga 2009 var ráðherra heimilað að setja reglur um birtingu nið- urstaðna áburðareftirlits. Í kjöfarið var sett reglugerð sem heimilaði birtingu niðurstaðna í ársskýrslu sem gefin yrði út fyrir lok hvers árs og birti stofnunin slíkar skýrslur fyrir árið 2010 og 2011. Við eftirlit í fyrra kom í ljós að all- ur fosfóráburður frá einu fyrirtæki innihélt meira af kadmíum en leyfi- legt er samkvæmt íslenskum reglum. Þessi mörk eru lægri á Ís- landi en víðast annars staðar, en ís- lenskur jarðvegur er talinn safna þessu efni hraðar í sig en aðrar jarð- vegsgerðir. Flest Evrópuríki hafa engin efri mörk á þessu efni. Kadmíum er efni sem fylgir fosfór- áburði og safnast fyrir í jarðvegi og getur valdið heilsuvanda sé kadmí- umríkur fosfór notaður um árabil á sama land. Við áburðareftirlit und- anfarin ár hefur kadmíum örsjaldan mælst yfir leyfðum mörkum og aldr- ei í sama mæli og nú. Nokkur vandi var því á höndum hvernig fara ætti með þetta mál. Hér er um einstakt tilvik að ræða sem ekki hafði bráða hættu í för með sér að mati sérfræð- inga. Átta Cheeriospakkar á dag Benda má á að skv. útreikningi héraðsráðunauts í jarðrækt þyrfti einstaklingur að borða 6 kg af korni á dag sem ræktað hefur verið með umræddum áburði til að fá í sig meiri kadmíum en ráðlagður dag- skammtur Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar segir til um. Það samsvarar neyslu á 8 Cheerios- pökkum á dag. Málið var metið þannig að ekki væri tilefni til inn- köllunar á áburðinum. Mat- vælastofnun hafði ekki lagaheimild til að tilkynna opinberlega um málið strax en birti niðurstöðurnar í árs- skýrslu áburðareftirlits í lok árs skv. lögum. Eftir sem áður var hér um alvarlegt tilvik að ræða og miða aðgerðir að því að hindra innflutn- ing á kadmíum-menguðum áburði og uppsöfnun á þungmálmum í jarð- vegi á Íslandi. Nú hefur verið gefin út ný reglugerð af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu sem veitir Matvælastofnun heimild til að birta niðurstöður áburðareftirlits eins fljótt og kostur er, standist áburður ekki kröfur. Matvælastofnun heldur fræðslu- fund um eftirlit með áburði í dag klukkan 15. Nánari upplýsingar má nálgast á www.mast.is. Valgeir Bjarnason, sérfræðingur hjá Matvælastofnun Eftirlit með áburði og kadmíum Matvælastofnun veitt ný heimild ljósmynd/norden.org Eftirlit Kadmíum er efni sem fylgir fosfóráburði og safnast fyrir í jarðvegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.