Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 Viðbúnaður Í úrhelli gærdagsins kom handklæðið í góðar þarfir. Golli Tjón íslensku lífeyr- issjóðanna af hruninu var um 380 milljarðar króna en ekki 480 milljarðar eins og fram kemur í skýrslu út- tektarnefndar. Nefnd- in mælir tjónið frá 1. janúar 2008 en ekki frá byrjun hrunsins sem hófst í október 2008 eins og flestum ætti að vera ljóst. Með því að meta ekki áhrif hrunsins frá því að hrunið hófst, en reikna það þess í stað frá ársbyrjun 2008, er sýnd 95 millj- örðum hærri tala en hið raunveru- lega tjón er. Það stafar af geng- isþróun hlutabréfa á mörkuðum á fyrstu 9 mánuðum ársins sem öll var niður á við á innlendum sem al- þjóðlegum mörkuðum. Ekki hafa verið kynnt nein rök fyrir þessari framsetningu nefndarinnar og því er óhjákvæmilegt að leiðrétta þetta þannig að umræðan um skýrsluna verði ekki á frekari villigötum vegna þessa. Hjá Lífeyrissjóði verzlunar- manna nam tjón vegna hrunsins um 50 milljörðum króna, sem var fimmtungur eigna sjóðsins á þeim tíma. Þessar upplýsingar hafa legið fyrir í 3 ár og um þær hefur verið fjallað opinberlega af hálfu sjóðsins, m.a. á ársfundum. Sjóðurinn hefur því leiðrétt þær tölur sem nefndin heldur fram um tjón sjóðsins og fram koma í skýrslunni. Í því sam- bandi er vakin athygli á frétta- tilkynningu á vef sjóðsins, live.is, frá því 3. febrúar sl. Þar er einnig gerð grein fyrir margháttuðum um- bótum sem gerðar hafa verið á verklagi hjá sjóðnum bæði fyrir og eftir hrun. Það ber ekki að skilja orð mín þannig að tjón sjóð- anna sé ekki tilfinn- anlegt og sárt þó gerð sé athugasemd við þá framsetningu sem sýn- ir það meira með því að færa hrunið til í tíma. Hrunið hófst í byrjun október 2008 og það er eini tíminn sem rökrétt er að miða við þegar afleiðingar þess eru metnar. Þá tel ég afar brýnt að tjón íslenskra lífeyrissjóða sé sett í samhengi við annað sem gerðist í heiminum þegar lagt er mat á umfang þess. Sambærilegt við OECD-ríkin Það má ekki gleymast að á Ís- landi varð bankahrun. Um allan hinn vestræna heim varð fjár- málakreppa. Trúlega sú versta frá hruninu mikla árið 1929. Það þarf því enginn að búast við því að lífeyr- issjóðir komist gegnum slíka at- burði án þess að verða fyrir alvar- legum skakkaföllum. Á Íslandi varð hrun banka og fjölda fyrirtækja en annars staðar á Vesturlöndum urðu bankar og atvinnulíf fyrir höggum í kreppunni en ekki hruni eins og hér varð. Í ljósi þess er það athyglisvert að tjón íslensku lífeyrissjóðanna skyldi ekki verða meira en varð að meðaltali innan OECD. Í skýrslu sem Capacent ráðgjöf gerði fyrir Lífeyrissjóð verzl- unarmanna árið 2009 kemur m.a. fram að meðalávöxtun lífeyrissjóða í OECD-ríkjunum hafi verið neikvæð um 23% á árinu 2008 sem er svipuð fjárhæð og tjón íslensku lífeyris- sjóðanna varð af hruninu. Fram kemur í skýrslunni að gengi lífeyr- issjóða í heiminum hafi verið ákaf- lega slæmt árið 2008 og það versta í sögu þeirra flestra. M.a. kemur fram að eftirlaunasjóður norska rík- isins hafi tapað 27,8% eigna og er- lenda deildin, norski olíusjóðurinn, hafi tapað 23,3% af nafnvirði. Þessir sjóðir voru þó allir með eignasöfn sín í löndum sem þurftu ekki að horfast í augu við bankahrun eins og við Íslendingar. Þegar horft er á tilfinnanlegt tjón íslensku lífeyrissjóðanna af hruninu, sem nam rúmum 20% af eignum þeirra, er óhjákvæmilegt að setja þessar tölur í alþjóðlegt sam- hengi. Við megum ekki láta eins og áföllin hafi einungis orðið á Íslandi – alþjóðleg kreppa gekk yfir og afleið- ingar hennar bitnuðu á Íslandi af enn meiri þunga vegna bankahruns- ins sem átti sér margháttaðar or- sakir, m.a. í kerfi sem hafði vaxið samfélagi okkar yfir höfuð. Fjármálastofnanir hrundu – lífeyrissjóðir fengu högg Flestar fjármálastofnanir á Ís- landi hrundu til grunna. Stóru bankarnir urðu gjaldþrota, spari- sjóðakerfið fór að stórum hluta sömu leið, einnig margar af smærri bankastofnunum og vátrygging- arstarfsemin féll að miklu leyti. Líf- eyrissjóðirnir misstu fimmtung af eignum sínum í hruninu – sem var óskaplega sárt. En 80% af eignum sjóðanna stóðu eftir í vel dreifðu eignasafni innan lands og erlendis og lífeyrissjóðirnir hafa náð sér á strik og eflst að nýju. Réttindi sjóðsfélaga óbreytt Sjóðsfélagar lífeyrissjóða á al- mennum markaði hafa þurft að taka á sig skerðingu lífeyrisréttinda. Hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna voru réttindi okkar sjóðsfélaganna skert um 10% árið 2010 til að mæta áhrif- um hrunsins. Vert er að undirstrika að ekkert af því sem fram kemur í skýrslu úttektarnefndarinnar leiðir til frekari skerðingar réttinda. Þetta er afar mikilvægt og hefur því miður orðið útundan í þeirri um- ræðu sem orðið hefur í kjölfar út- komu skýrslunnar. Lífeyrissjóður verzlunarmanna jók réttindi sjóðsfélaga á árunum 1997 til 2007 um rúm 24%. Eftir skerðingu ársins 2010 hafa réttindi sjóðsfélaga engu að síður aukist um 12% nettó frá árinu 1997. Lífeyr- isréttindin eru verðtryggð og taka verðlagsbreytingum í hverjum mán- uði. Í skýrslu úttektarnefndarinnar er fjallað ítarlega um tjón lífeyrissjóð- anna vegna taps af hlutabréfaeign í íslenskum bönkum og öðrum fyr- irtækjum. Þar er að sjálfsögðu um að ræða uppistöðuna í hinu mikla tjóni sem varð við hrunið. Vegna þessa hafa menn látið að því liggja að það sé glannaleg og óábyrg fjár- festingarstefna að fjárfesta í hluta- bréfum. Þegar fjárfest er í hlutabréfum – eins og ávallt er gert í góðri trú og í hagnaðarskyni – getur fjárfestir tæpast gert ráð fyrir bankahruni í áhættugreiningu sinni. Raunávöxtun 6,5% Það er merkileg staðreynd að þegar litið er á raunávöxtun Lífeyr- issjóðs verzlunarmanna af allri ís- lenskri hlutabréfafjárfestingu sjóðsins frá upphafi árið 1980 og til ársloka 2009 – þ.e. fram yfir hrun og fram yfir áföllin af hruninu, þá nem- ur raunávöxtunin 6,5% á ári. Það hlýtur að teljast óvæntur og merkilegur árangur í ljósi alls þess sem sagt hefur verið með niðrandi hætti um „glannalegar og óábyrg- ar“ fjárfestingar lífeyrissjóða í hlutabréfum. Veruleiki hlutabréfafjárfestinga markast af skini og skúrum. Það er aldrei á vísan að róa. En heildar- árangur verður metinn þegar litið er yfir langan tíma og í ljósi þess hlýtur 6,5% raunávöxtun af fjárfest- ingum sjóðsins í íslenskum hluta- bréfum frá upphafi og fram yfir hrun að teljast góð og mjög í þágu hagsmuna sjóðsfélaganna. Allir sáu það fyrir Þeim er mikill vandi á höndum sem taka að sér að leggja mat á liðna atburði og kveða upp úr um það hvort margra ára gamlar ákvarðanir hafi verið réttar eða rangar þegar þær voru teknar. Jafnan er það þannig að þeir sem tóku umdeildar ákvarðanir voru ekki í stöðu til að vita úrslitin eins og rannsakendur hins vegar eru. Það er mun auðveldara að hafa réttu svörin á reiðum höndum þegar öll spilin snúa upp á borðinu. Þess vegna er full ástæða til að hvetja þá sem dæma til að fara fram af varkárni. Nýútkomin skýrsla úttekt- arnefndarinnar breytir ekki fyrri skoðun minni á því að enginn hefur gert skarpari grein fyrir íslenska hruninu árið 2008 en rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn. Hann sagði í bók sinni, Alltaf sama sagan: „Það var ekki fyrr en eftir hrunið sem allir sáu það fyrir.“ Eftir Helga Magnússon »Raunávöxtun Lífeyr-issjóðs verzlunar- manna af allri íslenskri hlutabréfafjárfestingu sjóðsins frá upphafi árið 1980 og til ársloka 2009 – þ.e. fram yfir hrun og fram yfir áföllin af hruninu – nemur 6,5% á ári. Helgi Magnússon Höfundur er formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tjón lífeyrissjóðanna af hruninu var 380 milljarðar – ekki 480 Gagnrýn hugsun hefur ekki átt upp á pallborðið í íslenskri þjóðmálaumræðu. Umræða um málefni lífeyrissjóða hefur ver- ið því marki brennd fram til þessa og það hefur verið áhugavert að fylgjast með henni í kjölfar þeirrar skýrslu sem lífeyrissjóðirnir létu sjálfir gera og var kynnt nú fyrir helgi. Skýrslan sýnir að tap lífeyrissjóðanna var verulegt og augljóst er að það þarf að fara málefnalega og af yfirvegun yfir starfsemi þeirra og starfsumhverfi. Áhugaverðast hefur þó verið að fylgjast með skrifum formanns ASÍ sem hefur gagnrýnt skýrsluna harð- lega. Hann færir fyrir því rök að tap- ið hafi ekki verið svo mikið eftir allt saman og einnig hefur verið bent á að það sé svipað og hjá öðrum lífeyr- issjóðum í Evrópu. Sérfræðingahópur Jóhönnu Gylfi minnist hins vegar ekki á að stærsta einstaka ástæðan fyrir ávöxtun lífeyrissjóðanna eftir bankahrun er verðtryggingin. Hann gleymir líka að nefna að Jóhanna Sigurðardóttir þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra fól honum hinn 27. október 2008 að leiða sér- fræðingahóp sem falið hefur verið að skoða hvort og þá hvaða leiðir séu færar til að bregðast við vanda lántakenda vegna verðtryggingar. Samfylkingin þekkir vel til þessa hóps þar sem einn af þingmönn- um hennar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, var starfsmaður hóps- ins. Niðurstaða hópsins var að taka ekki á vanda lántakenda með verðtryggð lán. Síðan þá hefur verðtrygg- ingin kostað lántak- endur um það bil 200 milljarða króna. Þetta er þungur baggi fyrir heimilin í landinu og hefur átt sinn þátt í að skapa það ófremdarástand sem nú ríkir í fjármálum heimila landsins. Það er mitt mat að sama hvaða skoðanir fólk hefur á verð- tryggingunni geti fáir mótmælt því að ef einhvern tímann var nauðsyn- legt að taka hana úr sambandi, í það minnsta kosti tímabundið, þá var það í kjölfar vinnu Gylfa og sérfræð- ingahópsins. Reikningurinn sendur á skuldug heimili Ákvörðun Gylfa og sérfræð- ingahópsins hafði það hins vegar í för með sér að hægt var að „fela“ tap lífeyrissjóðanna þannig að það væri mun minna en raun bar vitni. Það má færa sannfærandi rök fyrir því að í þessari ákvörðunartöku hafi Gylfi ekki haft hagsmuni umbjóð- enda sinna í ASÍ að leiðarljósi því hið raunverulega tap lífeyrissjóðanna færðist beint yfir á skuldug heimili í gegnum verðtrygginguna. Þau borga allt í boði Gylfa og Jóhönnu. ASÍ, Samfylkingin og ESB Í stað þess að gæta hagsmuna launafólks gerir Gylfi hvað hann get- ur til að koma þjóðinni inn í ESB. Hann er einn af fáum einstaklingum í Evrópu sem dásama evruna og er búinn að setja áróðursmaskínu ASÍ í að reyna að fegra hana eins mikið og kostur er. Í þeirri umræðu nefnir hann ekki útgjöld þeirra sem búa í ESB við að halda henni á lífi. Það er algjör samhljómur á milli hans og Samfylkingarinnar þar sem þessi stjórnmálaöfl segja í fullri al- vöru að ekkert sé hægt að gera í verðtryggingarmálum þjóðarinnar nema taka upp evru! Þetta er full- kominn fyrirsláttur. Ef formaður ASÍ og forsætisráðherra eru svona mikið á móti verðtryggingunni, af hverju lögðu þessir aðilar ekki til að kippa henni tímabundið úr sambandi á þeim tímapunkti sem það hefði skilað launþegum þessa lands raun- verulegum kjarabótum? Gleymdir þú ekki einhverju Gylfi? Eftir Guðlaug Þór Þórðarson » Í stað þess að gæta hagsmuna launa- fólks gerir Gylfi hvað hann getur til að koma þjóðinni inn í ESB. Guðlaugur Þór Þórðarson Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.