Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 fullnægjandi öryggi og þær verða að vera til staðar. Hugmynd VM er að með því að framkvæma kaupin sem fyrst þá verði þyrlumálin leyst þar til aðrar ákvarðanir verða tekn- ar í framtíðinni. Leigð hefur verið þyrla til að brúa bilið til bráða- birgða meðan þær þyrlur sem LHG er með í dag fara í viðhaldsstopp, eins og kom í ljós núna þá eru vel búnar þyrlur ekki alltaf á lausu þegar hentar. Verið er að borga um 25,8 milljónir í leigu á mánuði fyrir TF-GNAog 15,9 milljónir fyrir þá nýju eða 41,5 milljónir fyrir báðar. Væri hins vegar um 51,6 milljónir ef verið væra að leigja tvær þyrlur með sömu getu og Gná. Í útreikningum sem VM hefur lagt fram, mun afborgun af láni til að kaupa tvær þyrlur verða um 39 milljónir á mánuði. Ekki má gleyma því að eftir 10 ár á íslenska ríkið þyrlurnar skuldlausar og getur þá selt þær og notað söluandvirðið upp í aðrar þyrlur. Eins og þetta er framkvæmt í dag með leigu er verið að henda peningum út um gluggann. Ég er búinn að fara nokkrar ferð- ir í ráðuneytin til að kynna málið fyrir embættismönnum ráðuneyt- isins. Ég átti rúmlega klukkustund- ar fund með Ögmundi Jónassyni í lok síðasta árs þar sem ég fór yfir málin. Ég bíð enn eftir niðurstöðu, en mér skildist að ráðuneytið ætlaði að skoða framkvæmdina á þessu og taka ákvörðun. Ég skora á ráð- herrann að fara í að skoða þessi mál, það þarf ekki nema nokkrar vikur til að ljúka þeirri vinnu. Þetta er það brýnt mál að við höfum ekki tíma til að bíða lengur. Fjölskyldur sjómanna verða að geta verið vissar um að öryggi að- standenda þeirra sé eins vel tryggt og hægt er. Horfur næstu árin. LHG á og rekur eina þyrlu, TF- LIF. Þá er LHG með eina þyrlu á leigu, TF-GNA til maí 2014. Mjög fáar sambærilegar þyrlur af Super Puma-gerð eru til í heiminum og því er leigumarkaður eða kaup- tækifæri mjög fá. Vitað er um eina þyrlu til sölu en hún er ekki hæf til næturflugs en að öðru leyti útbúin til björgunarflugs yfir sjó. Verið er að undirbúa útboð vegna rekstur björgunarþyrlna á Svalbarða til nokkurra ára eða fyrir árin 2014- 2020. LHG hefur vitneskju um að spurst hefur verið fyrir um Gná vegna þessa með það í huga að bjóða hana fram ásamt annarri þyrlu. Ef ekkert verður að gert eru líkur til að eftir maí 2014 verði LHG aðeins með eina þyrlu í rekstri, Líf. Æskilegt er því að tryggja sem fyrst rekstur á tveimur þyrlum til viðbótar Líf til næstu 8- 10 ára eða þangað til nýjar björg- unarþyrlur verða komnar í rekstur LHG. Nánari upplýsingar er hægt að fá á gudmundur@vm.is Höfundur er formaður VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Árið 2012 hófst með látum. Hækkanir á þjónustu ýmiss konar eru komnar til fram- kvæmda eða á döfinni. Algengasta ástæðan er sögð hækkun verðlags. Kannski er þó ekki rétt að segja að í kringum þetta séu mikil læti því þessar hækkanir laum- ast aftan að fólki og beinast margar að foreldrum. Leikskólar Ef við byrjum á yngsta stiginu þá virtist jákvæð frétt berast á dögunum þegar tilkynnt var að framlög vegna dagforeldra yrðu hækkuð um 10%. Sé tekið dæmi um barn í átta tíma vistun þá fékk dagforeldri 37.000 kr. greiðslu frá borginni vegna barnsins en fær nú 40.000 kr. En foreldrar njóta almennt ekki góðs af þessu þar sem dagfor- eldrar virðast líta svo á að hér sé um launahækkun að ræða. Leikskólagjöld eru vissulega mun lægri en gjöld til dagforeldra en þau fara hækkandi og margir foreldrar neyðast til að hafa börn sín mun lengur í gæslu dagfor- eldra þar sem erfitt er að fá leik- skólapláss – gamalkunnur vandi sem síst fer batnandi. Niðurstaða Verðlagseftirlits ASÍ er að miklar hækkanir hafi orðið á gjald- skrám leikskóla í landinu milli ára. Leikskólagjöld í Reykjavík hækkuðu um 12-13% nú um áramótin. Aðeins tvö sveitarfélög hafa ekki hækkað hjá sér verðskrána síðan í fyrra en það eru Ísafjarðarbær og Seltjarnarnes- kaupstaður. Þess ber þó að geta að leikskólagjöld eru hæst hjá Ísafjarð- arbæ. Mesta hækkunin á almennri gjaldskrá fyrir átta tíma gæslu með fæði er hjá Reykjanesbæ, 16%, en um 40% verðmunur er á hæstu og lægstu gjaldskrám sveitarfélaganna. Grunnskólar Vindum okkur yfir í grunnskólana. Gjald fyrir skólamáltíðir barna í grunnskólum Reykjavíkur hækkaði um áramót og fer úr 275 kr. á máltíð í 310 kr. Fæðisgjaldið fyrir einn mánuð hækkar því úr 5.500 kr. í 6.200 kr. og jafngildir rúmlega 12% hækkun. Mest hækkun á þriggja tíma daglegri vist- un ásamt síðdegishressingu er í Hafn- arfirði, um 19%. Því næst kemur Fjarðabyggð með um 14% hækkun og svo Reykjavík og sveitarfélagið Skagafjörður með um 13% hækkun. Mesta verðhækkun á hádeg- ismat er einnig í Hafn- arfirði, 25%. Akureyri kemur þar næst með 14% hækkun. Einnig er mikill munur á heildar- gjaldi fyrir skóladag- vistun með hressingu og hádegismat milli sveit- arfélaganna. Lægsta mánaðargjaldið er hjá sveitarfélaginu Skaga- firði en hæsta hjá Garðabæ. Öll sveitarfélögin sem skoð- uð voru hafa hækkað hjá sér gjaldskrá á þessari þjónustu milli ára og þá er ekki tekið tillit til seðilgjalda eða ann- arra innheimtugjalda sem leggjast of- an á. Framhaldsskólar Ef litið er til framhaldsskóla þá greiða nemendur þar skólagjöld líkt og verið hefur en þar vegur einna þyngst kostnaður við bókakaup. Hins vegar má ekki gleyma kostnaði við samgöngur og fæði. Nemafargjöld Strætó hækkuðu um 10.000 krónur fyrir árið og er stefna stjórnar Strætó að sérstök afsláttarkjör verði smám saman afnumin! Nemendur utan af landi geta átt erfitt með að komast heim í fríum vegna hærri flugfar- gjalda auk þess sem rútufargjöld eru há og eldsneytisverð í sögulegu há- marki. Jöfnunarstyrkurinn (dreif- býlisstyrkur) hefur einungis hækkað lítillega milli ára. Auk þessa bjóða ekki allir framhaldsskólar upp á mötu- neyti og eru nemendur því oft að kaupa sér misholla fæðu eins og sést best á nýlegum niðurstöðum úr rann- sókn á framhaldsskólanemum á Ak- ureyri en þær benda til þess að offita meðal framhaldsskólanema sé að aukast. Kemur eitthvað á móti? Þrátt fyrir hækkanir á þjónustu hafa barnabætur rýrnað um 20% mið- að við verðlag síðustu þrjú ár og hafa staðið óbreyttar frá árinu 2009. Lang- flestir verða fyrir því að bætur þeirra skerðast vegna þess að frítekjumarkið er afar lágt þannig að fólk á lágmarks- launum fær ekki fullar bætur. Nýj- ustu fregnir herma að fjármálaráðu- neytið hyggist ekki breyta þessu. Engar viðræður eru um auknar endurgreiðslur vegna tannlækninga barna, jafnvel þó í fjárlögum hafi verið gert ráð fyrir hækkun endur- greiðslna. Foreldrar þurfa því að greiða tugi þúsunda vegna tannvið- gerða barna sinna. Viðmiðunar- gjaldskrá Sjúkratrygginga, sem end- urgreiðslan miðast við, hefur staðið í stað árum saman meðan gjaldskrá tannlækna hefur hækkað. Til að kóróna þessa upptalningu má nefna að börn fá ekki einu sinni að ávaxta sparifé sitt svo vel sé. Sum börn greiða fjármagnstekjuskatt. Börn sem safna fé á sparnaðarreikn- inga eru ekki skattlögð sem ein- staklingar heldur eru þau skattlögð með foreldrum sínum. Þau þurfa því oft að greiða fjármagnstekjuskatt af vöxtum þó vextirnir séu langt undir frítekjumarki. Þá er raunávöxtun af verðtryggðum sparireikningum ekki nema um 1%. Teknar saman eru þessar stað- reyndir meira sláandi en ein og ein frétt á stangli. Samfélagslegur ávinn- ingur er enginn ef kostnaður hins op- inbera er einfaldlega fluttur á heim- ilin. Tilfinningin er sú að fólk skorti afl til að berjast á móti straumnum og taka á afleiðingum hrunsins. For- eldrar eru þreyttir. Hins vegar eru foreldrar öflugur þrýstihópur og með því að taka höndum saman er líklegra að á þá verði hlustað. Við krefjumst þess að yfirvöld átti sig á og taki til greina hvers lags byrðar eru lagðar á fjölskyldur landsins. Saumað að foreldrum Eftir Hrefnu Sigurjónsdóttur » Greinin fjallar um hækkanir á þjónustu sem foreldrar nýta sér en þær eru talsverðar og ekkert kemur á móti. Hið mesta þjóðþrifamál allt saman. Hrefna Sigurjónsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Heim- ilis og skóla – landssamtaka foreldra. Hjálmari Hjálm- arssyni var mikið niðri fyrir í löngu bréfi í Morgunblaðinu í gær. Ástæðan var fyrst og fremst sú að undirritaður og Gunn- ar I. Birgisson gætu ekki verið starfhæfir í bæjarstjórn Kópa- vogs. Ekki er það mitt verk að verja Gunnar Inga Birgisson, tel ég hann full- færan um það sjálfan. En hvað mig varðar vekur það undrun mína að það er ekki lengra síðan en í desem- ber sem ég þótti meira en hæfur að Hjálmars mati og annarra í þáver- andi meirihluta til að vinna með þeim fjárhagsáætlun fyrir árið 2012. En að beiðni hans og fleiri í þáverandi meirihluta gekk ég í það verk og svo að öllu sé haldið til haga, var ég síðan sá eini af þeim sjö bæjarfulltrúum sem unnu fjár- hagsáætlunina sem mætti á alla þá fundi sem sú vinna tók. En nú, nokkrum vikum seinna, telur Hjálmar mig kasta rýrð á trúverð- ugleika bæjarstjórnar Kópavogs, þó svo að vinna mín við fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 með honum hefði ekki áhrif á trúverðugleika þáver- andi bæjarstjórnar. Ég ætla ekki að ræða lífeyrissjóðsmálið í fjölmiðlum en minni Hjálmar á að ég er bú- inn að fara bæði í gegnum prófkjör í Framsóknarflokknum og kosningar meðal Kópavogsbúa með þetta mál, sem sér nú loks fyrir endann á, rétt um þremur árum seinna. Ég ætla samt ekki að fara niður á það plan að benda á vankanta Hjálmars Hjálmarssonar en segi aðeins: Það er ljóst að það fer Hjálmari ekki vel að setja sig á stall því hann ber hvorki geislabaug né vængi. Hver er óstarfhæfur? Eftir Ómar Stefánsson Ómar Stefánsson »Ekki er lengra síðan en í desember sem ég þótti meira en hæfur að Hjálmars mati og annarra í þáverandi meirihluta til að vinna með þeim fjárhags- áætlun Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi. –– Meira fyrir lesendur : NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is . PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 20. febrúar Morgunblaðið gefur út sérblað tileinkað Food and Fun matarhátíðinni með sérlega glæsilegri umfjöllun um mat, vín og veitingastaði föstudaginn 24. febrúar. Food and Fun verður haldin í Reykjavík 29. febrúar - 4. mars Food and Fun hefur fyrir löngu unnið sér sess sem kærkominn sælkeraviðburður í skammdeginu. Líkt og fyrr koma erlendir listakokkar til landsins og matreiða úr íslensku hráefni glæsilega rétti á völdum veitingastöðum. Með hátíðinni er stefnt að því að kynna gæði íslenskra matvæla og veitinga- mennsku sem gerir íslenskan mat jafn ferskan og bragðmikinn og raunin er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.