Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 En Gylfi getur stoltur verið þó farinn sé, ekki bara út af dugnaði og hjartahlýju heldur stelpunum sínum, Ellu og Gústu, sem hafa verið mér frábærar gegnum tíð- ina og algjörar stoðir, Valla sem er algjör He-Man-karl í mínum augum og svo öllum barnabörn- unum sem eru öll frábær. Sárt að missa góða menn en trúi því að hann sé umvafinn engl- um sem hafa kvatt þennan heim og munu taka honum opnum örm- um, hann er á góðum stað núna þó við öll viljum hafa okkar nánustu hér hjá okkur. Vona bara að það sé bobbborð hinum megin því þegar við hittumst á ný verð ég orðinn betri. Takk kærlega fyrir mig, frændi. Ellu, Gústu, Valla og fjölskyld- um þeirra, systkinum, vinum og ættingjum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Guðmundur Valtýr Valsson. Mig langar að minnast Gylfa vinar míns með nokkrum orðum. Ég hef þekkt hann og fjölskyldu hans í tæpa fjóra áratugi. Fyrst kynntist ég dætrum hans við barnapössun og síðar allri fjöl- skyldunni. Foreldrar hans og tengdaforeldrar okkar beggja voru ekki bara nágrannar heldur líka vinir í áraraðir. Eflaust má segja að við höfum erft vinskap- inn. Tengsl okkar hafa verið mest í sambandi við veiði. Ég og synir mínir fengum allir okkar maríulax í veiðiferð með þér. Við tveir erum búnir að vera í góðum veiðihóp í nokkur ár og höfum við þá ávallt deilt með okkur stöng. Margs er að minnast úr þeim ferðum sem ég mun aldrei gleyma. Ófáar ferðir fórum við saman í sumarbústað með fjölskyldur okkar, stundum var veiði hluti af því, annars bara farið til að grilla, spila og hafa gaman, þessar ferðir eru mér ógleymanlegar. Þú rakst fyrirtæki til margra ára, fyrr á árum fengum við feðg- arnir allir þrír vinnu hjá þér um tíma, þá voru alltaf næg verkefni svo það var aldrei spurning, þó að um óákveðinn tíma væri að ræða. Lífið er ekki allt leikur. Á erf- iðum stundum höfum við báðir þurft hvor á annars styrk og vin- áttu að halda, það stóð aldrei á því, þegar til var leitað. Ég mun ávallt minnast þín sem rólegs, trausts og einkar góðs fé- laga og vil þakka þér samferðina. Ég og fjölskylda mín sendum fjölskyldu þinni allri dýpstu sam- úðarkveðjur. Neville. Hornið á Suðurgötu og Vatns- nesvegi í Keflavík og göturnar þar í kring var þungamiðja al- heimsins í augum okkar sem þar ólumst upp um miðja síðustu öld. Þaðan var labbað að kvöldi til út í sjoppu eða niður Hafnargötuna í Nýja bíó eða farið í aðra bæjar- hluta og heilsað upp á vini. Skammt ofar við Suðurgötuna á númer 46 átti heima Valtýr Guð- jónsson og fjölskylda. Á neðri hæðinni voru bræðurnir á heim- ilinu Gylfi og Emil með sín her- bergi. Þeir voru vinmargir, oft var mjög gestkvæmt, sérstaklega á árunum 1950 til 1960 og má segja að þar hafi að sumu leyti verið fé- lagsmiðstöð hverfisins. Ekki leið svo dagur að ég liti ekki inn hjá þeim bræðrum. Gylfi átti plötu- spilara og slatta af plötum, þar hljómaði oft tónlist með uppá- haldshljómsveitum, t.d. stór- hljómsveit Benny Goodmans eða Glenn Millers. Trommuleikarinn Gene Krupa var besti trommu- leikari í heimi á þeim tíma að okk- ar mati og ekki veit ég hvað við hlustuðum oft á lagið Sing, Sing, Sing með BG og GK. Síðan kom Modern Jazz Quartet með sína tónlist og svo fleiri og fleiri. Nób- elsskáldið Halldór Kiljan Laxnes var í uppáhaldi, oft voru lesin brot úr einhverri skáldsögu hans og þá hermt eftir rödd skáldsins í upp- lestrinum og þá hlegið mikið. Em- il var sýnu bestur í eftirhermun- um. Langt á undan sinni samtíð voru þeir bræður með líkams- rækt, höfðu þeir smíðað sér hand- lóð og lyftingastöng með blýlóð- um og útvegað sér fleiri smátæki sem þeir notuðu daglega í líkams- ræktinni. Við sem komum í heim- sókn fengum stundum að taka í. Faðir þeirra átti ameríska glæsi- vagna, m.a. Packard-bíla, það var því eftirsóknarvert að skreppa á rúntinn þegar Gylfi fékk lánaðan bíl hjá föður sínum kvöldstund. Síðar komu sparneytnari bílar í foreldrahús og var þá hægt að fá þá lánaða og fara í lengri ferðir, t.d. í Borgarnes. Þar sem við gist- um eitt sinn á hótelinu í herbergi með hjónarúmi og sváfum þar saman, var þetta „hjásofelsi“ okk- ar talið merki um vináttu og traust. Einnig fórum við norður í land ásamt vinum, tjölduðum í Vaglaskógi og nutum náttúrunn- ar þar, þá voru farnar margar skemmri ferðir austur fyrir fjall. Þegar lífshlaupinu vatt fram varð laxveiði mikið áhugamál hjá Gylfa og þá sérstaklega veiði í Langá á Mýrum. Ána þekkti hann eins og handarbakið á sér, vissi nákvæm- lega hvar laxinn lá og hvernig best væri að standa að til þess að fá fisk. Hann kunni frá mörgu að segja og mundi áratugi aftur í tímann hvernig hann hefði veitt þetta árið eða hitt í ánni. Hin síð- ari ár hafa önnur veiðivötn komið í stað Langár. Gylfi vinur minn var vel af Guði gerður jafnt til líkama og sálar. Aldrei man ég eftir að hafa séð hann hlaupa eða að okkur yrði sundurorða, sama hvað gekk á alltaf sama jafnaðargeðið og ró- legheitin. Hann tók öllu með æðruleysi sem að höndum bar hvernig svo sem það var í pottinn búið og hvaða kjör almættið út- hlutaði honum í það og það sinn á æviskeiðinu. Hann kvartaði aldr- ei. Að lokum votta ég ættingjum og öllum þeim sem syrgja fráfall Gylfa Valtýssonar mína dýpstu samúð og hluttekningu og kveð góðan dreng með virðingu og þökk. Ellert Eiríksson. ✝ Þórir Jón Hallfæddist í Reykjavík 31.12. 1946. Hann lést á heimili sínu 28.1. 2012. Hann var sonur hjónanna Árna Þóris Hall, f. 19.3. 1922, d. 21.1. 1981 og Dóru Þorvalds- dóttur, f. 14.8. 1922. Albróðir Þór- is er Hrafnkell Hall, f. 8.1. 1952, maki Guðrún Jakobína Ólafs- dóttir. Seinni kona Árna Þóris Hall var Katrín Lárusdóttir Hjaltested Hall. Börn þeirra eru: Frank Pétur Hall, fæddur Szalay, f. 11.5. 1954, maki Guð- laug Magnúsdóttir; Sigurður Lárus Hall, f. 6.8. 1952, maki Svala Ólafsdóttir; Ragnheiður Kristín Hall, f. 18.8. 1955, maki 1946, þau skildu 2003. Ól hann upp syni hennar, Vigfús Þor- steinsson, f. 28.10. 1966, maki hans Þórdís Helga Ingibergs- dóttir, börn: Þórdís Helga, Kristín Sif, Heimir Steinn og Egill Skorri. Reynir Þor- steinsson, f. 19.6. 1969. Þórir ólst upp í Reykjavík. Hann lærði til þjóns og vann m.a. á Hótel Sögu og Gullfossi. Þórir fór ungur til Danmerkur og vann þar á hóteli í nokkur ár. Nokkru eftir að hann kom aftur heim til Íslands, keypti hann sér sendibíl og vann á Sendibílastöðinni Þresti til árs- ins 1986. Þá flutti hann til Sauð- árkróks og rak þar hótel í þrjú ár. Þegar hann flutti aftur til Reykjavíkur vann hann m.a. hjá Póstinum og Alþingi Íslands, en lengst af hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, eða þar til hann hætti störfum vegna veikinda. Útför Þóris Jóns fór fram frá Guðríðarkirkju 8. febrúar 2012, kl. 13. Sigurður Rúnar Ragnarsson; Sig- urveig Salvör Hall, f. 19.8. 1956, maki Gunnar Þor- steinsson. Börn hans eru: 1) Viggó Þórir Þór- isson, f. 2.5. 1967, maki Þórunn Unn- arsdóttir, börn hans: Ásta Katrín og Unnar Ómar. 2) Sigríður Björk Þórisdóttir, f. 7.6. 1976, maki Snorri Harð- arson, börn hennar: Björgvin Þórir og Júlíana. 3) Dóra Krist- ín Þórisdóttir, f. 24.11. 1981, maki Eríkur Auðunn Auð- unsson, barn Valtýr Logi, fyrir á Eiríkur soninn Jóhann Ben- óný. Árið 1976 kvæntist Þórir Jón Sigríði Vigfúsdóttur, f. 7.1. Ég bar gæfu til að eiga góða tíma með pabba núna á haust- mánuðum þar sem ég hafði tök á að heimsækja hann reglulega á spítalann þar sem hann dvaldi reglulega undir lokin eða heim til hans. Á þessum dýrmætu sam- verustundum ræddum við oft tíma hans í Bandaríkjunum en sem táningur flutti hann með móður sinni og Hrafnkeli bróður til Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem móðursystir hans Mæja bjó ásamt eiginmanni sínum. Það hefur eflaust verið mikið ævintýri á þeim tíma fyrir litla fjölskyldu úr Reykjavík að flytja í sólina og skarkalann í Kaliforníu og þó að dvölin þar hafi ekki verið mjög löng átti margar pabbi skemmti- legar sögur um ævintýri sín þar sem alltaf var jafn áhugavert og skemmtilegt að hlusta á. Í Kaliforníu vann hann meðal annars sem vikapiltur á bílasölu frænda síns þar sem eitt hlutverk hans var að skutlast með bíla hingað og þangað um svæðið meðfram ströndinni. Það var ekki leiðinlegt fyrir ungan pilt frá Ís- landi að fá að keyra kraftmikla ameríska kagga þarna í sólinni sem á þeim tíma voru bestu bílar í heimi. Margar af sögum hans voru einmitt um þau ævintýri sem hann lenti í á þessum ferðum og þau samskipti sem hann átti við ýmsa aðila í þeim eins og t.d. lögregluna. Þau samskipti voru þó ekki vegna alvarlegra atvika, helst þegar farið var einni eða tveimur mílum yfir löglegan há- markshraða eða þegar stöku peru vantaði í ljósker bílsins, og enduðu þau yfirleitt bara með til- tali. Þó svo að pabbi hafi verið at- vinnubílstjóri stóran hluta starfs- ævi sinnar þá var ekki hægt að kalla hann bílaáhugamann í þeim skilningi orðsins. Hann hafði þó alltaf dálæti á amerískum bifreið- um og seinasta bifreið hans var amerískur eðalvagn af gerðinni Mercury Grand Marquis. Pabbi elskaði þennan bíl og sagði stund- um að hann myndi vilja verða jarðaður í honum. Því varð þó því miður ekki viðkomið vegna pláss- leysis í kirkjugarðinum. Ein mesta gæfa pabba var að kynnast Sigríði Vigfúsdóttur (Siggu), einstakri konu sem seinna átti eftir að verða eigin- kona hans og móðir tveggja ynd- islegra systra minna auk þess að koma með í búið tvo hressa stráka sem urðu góðir vinir mín- ir. Sigga gekk mér að mörgu leyti í móðurstað og kann ég henni ævarandi þakkir fyrir. Þó svo að þau hafi seinna skilið hélt Sigga áfram að hugsa um pabba á sinn óeigingjarna hátt og var hún sú síðasta af nánustu ættingjum hans sem sá hann á lífi. Þó svo að ég hafi ekki alist upp hjá pabba og Siggu átti ég margar skemmtilegar stundir á heimili þeirra. Sérstaklega minnisstæð eru ferðalög fjölskyldunnar inn- anlands þar sem börnum og vist- um var pakkað af svo mikilli lagni inn í bílinn að við í aftursætinu gátum oft ekki hreyft legg né lið í upphafi ferðar. Pabbi hafði sína breyskleika eins og aðrir en allir sem til hans þekktu vissu að þar fór góður drengur sem vildi engum illt og vildi ekkert láta fyrir sér hafa. Þó að hann hafi horfið allt of snemma frá okkur þá er huggun á þessum sorgartíma að vita af honum á betri stað. Hvíl í friði, elsku pabbi. Viggó. Elsku hjartans pabbi okkar. Það er með sárum söknuði sem við sendum þér þessa hinstu kveðju. Um leið og við fréttum að þú værir farinn og söknuðurinn og sársaukinn yfir því að sjá þig ekki aftur helltist yfir fundum við systkinin hversu heppin við vor- um að eiga allar þessar dásam- legu minningar um þig. Þeim höf- um við verið að deila þessa erfiðu daga og með því náð að brosa í gegnum tárin. Við systkinin er- um ólík og minningar okkar um þig eru það einnig. Öll erum við þó sammála um að tíminn sem við fengum með þér, þótt allt of stuttur væri, var heilt á litið ánægjulegur. Þú áttir ýmis áhugamál sem entust mislengi; keila, tafl, skotveiði, billjard og stangveiði eru meðal þess sem við munum eftir að þú hafir tekið þér fyrir hendur. Helsta áhuga- mál þitt var þó við börnin, barna- börn, makar, já og fjölskyldan þín öll. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Spámaðurinn) Fyrir hönd barna, barnabarna og fjölskyldna, Sigríður Björk Þórisdóttir. Við komum hér á kveðjustund að kistu þinni, bróðir að hafa við þig hinzta fund og horfa á gengnar slóðir. Og ógn oss vekja örlög hörð, en ennþá koma í hópinn skörð, og barn sitt faðmi byrgir jörð, vor bleika, trygga móðir. En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri. Með hverju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. Ef lífsins gáta á lausnir til, þær ljóma bak við dauðans þil. Og því er gröfin þeim í vil, sem þráðu útsýn stærri. (Magnús Ásgeirsson) Við kveðjum í dag kæran bróð- ur og þökkum honum samfylgd- ina í gegnum árin, við vottum að- standendum öllum okkar dýpstu samúð. Megi góður Guð blessa minn- ingu Dóda bróður. Frank, Sigurður, Ragnheiður og Sigurveig Hall og fjölskyldur. Þórir Jón Hall Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Minningargreinar MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Rvk • s. 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít ✝ Elsku hjartans maðurinn minn, pabbi okkar, tengdapabbi og afi, SÆMUNDUR Þ. SIGURÐSSON bakarameistari, Heiðarbæ 1, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 27. janúar, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 9. febrúar kl. 13.00. Snæfríður R. Jensdóttir, Stella Sæmundsdóttir, Sveinn S. Kjartansson, Marsibil J. Sæmundardóttir, Sigvaldi Þór Loftsson, Sigurður Jens Sæmundsson, Hildur Arna Hjartardóttir og barnabörn. ✝ Minn ástkæri eiginmaður, GUÐJÓN ÞORSTEINSSON, lést mánudaginn 6. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Elsa Borg Jósepsdóttir. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, GISSURAR ÞÓRÐAR JÓHANNESSONAR bónda, Herjólfsstöðum, Álftaveri. Guð blessi ykkur öll. Sigurlaug Sigurðardóttir, Sigurlaug Gissurardóttir, Jón Kristinn Jónsson, Þuríður Gissurardóttir, Oddsteinn Sæmundsson, Jóhannes Gissurarson, Steina Guðrún Harðardóttir, Sigríður Lóa Gissurardóttir, Sigurjón Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, LÁRA MARGRÉT RAGNARSDÓTTIR fyrrverandi alþingismaður, lést á heimili sínu sunnudaginn 29. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 10. febrúar kl. 13.00. Anna Kristín Ólafsdóttir, Hjörleifur B. Kvaran, Ingvi Steinar Ólafsson, Sigrún Guðný Markúsdóttir, Atli Ragnar Ólafsson, Kristján Tómas Ragnarsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Árni Tómas Ragnarsson, Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, Valgeir Guðjónsson, Hallgrímur Tómas Ragnarsson, Anna Haraldsdóttir, Lísa Margrét, Eysteinn, Bjarki, Anika Embla, Salvör Íva, Auður Ísold og Katrín Rán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.