Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 Sudoku Frumstig 4 3 6 4 8 9 4 2 1 4 9 6 9 3 2 7 6 3 7 4 9 7 8 6 2 3 8 9 6 2 9 6 2 3 8 3 1 2 4 1 8 6 7 1 4 6 9 7 9 3 4 9 3 2 6 3 8 8 6 1 5 9 3 1 2 8 6 9 6 7 8 6 3 1 1 7 2 4 2 9 1 5 7 8 3 6 5 7 8 6 3 9 1 4 2 1 3 6 8 2 4 9 5 7 6 9 4 3 8 2 5 7 1 7 8 5 4 1 6 2 9 3 3 1 2 9 7 5 4 6 8 2 6 3 5 9 1 7 8 4 9 4 1 7 6 8 3 2 5 8 5 7 2 4 3 6 1 9 3 4 6 2 5 9 1 8 7 7 9 5 8 1 4 3 6 2 2 1 8 3 7 6 9 5 4 5 6 2 9 3 8 4 7 1 8 7 1 4 2 5 6 9 3 9 3 4 7 6 1 8 2 5 1 5 7 6 8 3 2 4 9 4 8 3 5 9 2 7 1 6 6 2 9 1 4 7 5 3 8 4 1 9 3 8 6 2 5 7 5 8 7 2 1 9 6 3 4 3 2 6 4 5 7 1 8 9 1 3 5 8 7 2 4 9 6 2 9 8 6 4 1 5 7 3 6 7 4 9 3 5 8 1 2 8 6 2 5 9 3 7 4 1 9 5 1 7 2 4 3 6 8 7 4 3 1 6 8 9 2 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er miðvikudagur 8. febrúar, 39. dagur ársins 2012 Orð dagsins: Drottinn er hlutskipti mitt og minn afmældi bikar; þú held- ur uppi hlut mínum. (Sálm. 16, 5.) Víkverji finnur stundum til minni-máttarkenndar gagnvart tækninni. Hann hefur ekki hugmynd um hvernig flest þau tæki, sem hann á, virka - er bara ánægður á meðan þau virka og fremur fúll þegar þau virka ekki. Hann á hins vegar ekki orð yfir þeim framförum sem orðið hafa í tækni og þeim uppfinningum sem nánast daglega líta dagsins ljós. x x x Nú síðast rakst Víkverji á greinum það hvernig þrívídd- arprentari hafði verið notaður til þess að búa til kjálka, sem var græddur í aldraða konu í Hollandi. Aðgerðin mun hafa átt sér stað í fyrrasumar, en ekki var sagt frá henni fyrr en nú. Tækni þessi er vissulega ekki ný af nálinni. Sala á þrívíddarprenturum mun hafa farið vaxandi frá árinu 2003. Galdurinn við þrívíddarprentun er fólginn í því að prenta hvert lagið ofan á annað og er ýmsum aðferðum beitt. Umræddur gervikjálki var búinn til úr tít- aníumdufti, sem var hitað upp og brætt saman með leysigeisla. Í hverj- um millimetra eru 33 lög þannig að það þurfti ansi mörg lög til þess að búa til heilan kjálka. x x x Skipt var um kjálka í konunnivegna þess að hún var með krón- íska sýkingu. Læknarnir töldu að hefðbundin aðgerð til að byggja bein- ið upp að nýju hefði verið of áhættu- söm og ákváðu því að prófa hina nýju tækni. Gervikjálkinn er flókin smíð. Það verður að vera hægt að tengja sinar og vöðva við hann og gera ráð fyrir rásum fyrir taugar og æðar. Það tók hins vegar aðeins nokkrar klukkustundir að búa kjálkann til. Samkvæmt frétt BBC tók aðeins fjórar klukkustundir að græða kjálk- ann í konuna, en aðgerð til að byggja upp kjálkabeinið að nýju hefði tekið fjórum sinnum lengri tíma. Konan mun hafa getað talað stuttu eftir að hún vaknaði og daginn eftir gat hún kyngt. Fjórum dögum síðar var hún send heim. Búast má við því að á næstunni muni færast í vöxt að vara- hlutir í menn verði búnir til í þrívídd- arprenturum. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 umhleypinga- samur, 8 segir ósatt, 9 gefa fæðu, 10 ýtni, 11 jarða, 13 ræktuð lönd, 15 hrærð, 18 gremjast, 21 títt, 22 lág, 23 duftið, 24 leika á. Lóðrétt | 2 gretta, 3 rauð- brúna, 4 refsa, 5 örlaga- gyðja, 6 heilablóðfall, 7 skordýr, 12 löður, 14 knæpa, 15 kaffibrauð, 16 rögg- samur, 17 smábýlin, 18 vinna, 19 auðugur, 20 hug- leikið. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 helga, 4 dýfil, 7 lýsir, 8 rýmki, 9 arð, 11 aumt, 13 magi, 14 rimpa, 15 edrú, 17 rúma, 20 slæ, 22 túpan, 23 galti, 24 ranga, 25 rútan. Lóðrétt: 1 helja, 2 losum, 3 aðra, 4 dýrð, 5 fimma, 6 leifi, 10 ri- mil, 12 trú, 13 mar, 15 eitur, 16 ræpan, 18 útlát, 19 alinn, 20 snúa, 21 Ægir. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Ritræpa. V-Enginn. Norður ♠G83 ♥ÁD32 ♦Á82 ♣973 Vestur Austur ♠ÁD964 ♠752 ♥7 ♥954 ♦KG9 ♦D763 ♣D862 ♣1054 Suður ♠K10 ♥KG1086 ♦1054 ♣ÁKG Suður spilar 4♥. „Skrifaðu bók,“ sagði Ira Corn ákveðið við Mike Lawrence í Dallas- borg fyrir svo sem hálfri öld. „En ég hef aldrei skrifað neitt,“ múðraði þá hinn ungi Lawrence (f. 1940), einn af Ásunum útvöldu, sem Corn hélt uppi við æfingar í því skyni að heimta Bermúda-skálina úr ítölsk- um greipum. „Gerðu eins og ég segi,“ sagði Corn: „Það er ég sem skrifa tékkana.“ Allar götur síðan hefur Lawrence verið með ritræpu. Spil dagsins er frá honum komið: Opnun vesturs á 1♠ gengur til suðurs, sem segir 2♥ og norður lyftir í 4♥. Út kemur smátt lauf. Lawrence segir við lesandann: „Taktu tíu austurs með kóngnum!“ Skipunartóninn hefur Lawrence lært af gamla vinnuveitanda sínum, en skýringar hans bíða til morguns. 8. febrúar 1925 Halaveðrið. Togararnir Leif- ur heppni og Robertson fór- ust í miklu norðan- og norð- austanveðri á Halamiðum og með þeim 68 menn. Í sama veðri fórst vélbátur með sex mönnum og fimm manns urðu úti. 8. febrúar 1929 Rúmlega tvítugur Skagfirð- ingur, Stefán Guðmundsson, sló í gegn þegar hann söng Ökuljóð (Áfram veginn) með Karlakór Reykjavíkur í Nýja bíói. „Mun hvorki fyrr né síð- ar hafa orðið vart annarrar eins hrifningar á söng- skemmtun hér á landi,“ segir Indriði G. Þorsteinsson í ævi- sögu Stefáns, sem síðar kall- aði sig Íslandi. 8. febrúar 1932 Hádegisútvarp hófst hjá Rík- isútvarpinu, kl. 12.15. Hádeg- isfréttirnar, sem enn eru kl. 12.20, voru hluti af þessari dagskrá. 8. febrúar 1980 Ríkisstjórn Gunnars Thorodd- sen tók við völdum. Hún sat í rúm þrjú ár. Að stjórninni stóðu Alþýðubandalag, Fram- sóknarflokkur og hluti Sjálf- stæðisflokks. 8. febrúar 1998 Halldór Laxness skáld lést, 95 ára að aldri. „Hann kenndi þjóðinni að þekkja sjálfa sig,“ sagði Ólafur Ragnar Gríms- son. „Hann var lifandi stór- veldisdraumur lítillar þjóðar, ein röksemdin fyrir áfram- haldandi sjálfstæði hennar og tilveru,“ sagði Davíð Oddsson. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… „Maður er svo heppinn að vera frískur,“ segir Svanhildur Gunnarsdóttir kennari sem er sjötug í dag. Svanhildur er greinilega stálhraust því henni telst til að í fyrra hafi hún og Sturlaugur Grétar Filippusson farið a.m.k. 70 sinnum á golfvöll. Golf- ið stunda þau bæði hér á landi og erlendis. Þau eru raunar bráðlega á leið til Bandaríkjanna í mánað- arlangt golfferðalag. „Nú getur maður veitt sér svona hluti í mars, án þess að hafa áhyggjur af skólanum,“ segir kennarinn fyrrverandi. Svanhildur var lengi vel textílkennari við Kvennaskólann en um fimmtugt fór hún í Kenn- araháskólann til að bæta við sig menntun og kenndi eftir það næring- arfræði og örverufræði við Menntaskólann í Kópavogi. Námið krafð- ist töluverðrar tölvuþekkingar og því varð Svanhildur ágætlega tölvufær, a.m.k. betur en margir af hennar kynslóð. Þessa þekkingu notar hún m.a. til að skrá niður ferðirnar á golfvelli í Excel-skjal. Þar skrifar hún t.d. hversu margar holur voru spilaðar og stundum fá upplýsingar um skorið að fylgja með. „Ef þú ert ekki byrjaður þá áttu að prófa. Og ef þú átt konu þá átt þú að taka hana með. Þetta er kjörin íþrótt fyrir konur,“ ráðleggur hún blaðamanni. runarp@mbl.is Svanhildur Gunnarsdóttir er sjötug Skráir golfið í Excel-skjal Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Flóðogfjara 8. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 0.35 0,3 6.42 4,2 13.01 0,2 19.04 3,9 9.48 17.37 Ísafjörður 2.41 0,0 8.38 2,2 15.09 0,0 21.03 2,0 10.06 17.29 Siglufjörður 4.50 0,2 11.04 1,3 17.26 -0,0 23.43 1,2 9.50 17.11 Djúpivogur 4.02 2,1 10.12 0,2 16.13 1,9 22.21 0,0 9.21 17.03 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það getur reynst erfitt að byggja upp hlutina ef þú hefur ekki allan hugann við það verk. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú gætir komið auga á nýjar lausnir í vinnunni eða hugsanlega hagnaðarvon. Byrj- aðu á því að rýma til í kringum þig með því að henda því sem þú notar ekki. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Ljóðrænan í lífi þínu eykst um helm- ing þegar andagiftin sjálf kemur í heimsókn. Notfærðu þér hæfileika þinn til að geta skoðað tvær hliðar málsins. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Börn eru þér ofarlega í huga. Hugaðu að mataræðinu og því hvaða ósið þú getur helst hugsað þér að gefa upp á bátinn. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er mikil kúnst að fara vel með það vald, sem manni er gefið. Dreifðu því áhætt- unni þannig að þú spilir ekki rassinn úr bux- unum. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þótt það sé stundum gott að fá athygli skaltu gæta þess að það sé ekki á annarra kostnað. Dagurinn í dag hentar vel til þess að deila með öðrum. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Gerðu allt sem þú getur til þess að bregða út af vananum í dag. Ef þú hefur gefið meira, mun það núna snúast við: þú færð að þiggja. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Einbeittu þér að því að byggja upp framtíðina. Enga óskhyggju. Ef hún er of fjarri er ómögulegt að ná til hennar. Kannaðu fyrst hvaða möguleikar felast í stöðunni. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Sá sem sagði að lífið væri ekki að- alæfing með búningum hefur augljóslega ekki séð inn í fataskápinn þinn. Stundum er erf- iðara að þiggja en gefa, en rétt er að leyfa öðr- um að sýna örlæti. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Rannsóknarvinna getur skilað þér góðum árangri í vinnu í dag. Reyndu að fresta öllu slíku ef hægt er. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þetta er frábær dagur til að vinna að frama og auknum tekjum. Farðu hægar fram og gefðu öðrum tíma til þess að velta því fyrir sér sem þú segir. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Sambönd þín við mikilvægt fólk fara batnandi í dag. Hvernig veistu að þú hefur rétt fyrir þér? Ekki taka of stórt upp í þig. Stjörnuspá 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. f4 Bg7 5. Rf3 O-O 6. Bd3 Ra6 7. O-O c5 8. d5 Bg4 9. Bc4 Rc7 10. h3 Bxf3 11. Dxf3 a6 12. a4 b6 13. Hb1 Hb8 14. b4 b5 15. axb5 axb5 16. Be2 c4 17. Bd2 Ha8 18. Df2 Ha3 19. Bf3 Rd7 20. Re2 Da8 21. Be3 Da4 22. Rd4 Ha2 23. Hfc1 He8 24. De1 e5 25. dxe6 Rxe6 26. c3 Rxd4 27. cxd4 d5 28. e5 Rb6 29. f5 Ha3 30. Bd1 Da7 31. Bc2 Staðan kom upp á opnu alþjóðlegu móti fyrir skömmu í Prag. Norðmað- urinn Ornulf Stubberud (2321) hafði svart gegn stórmeistaranum Hannesi Hlífari Stefánssyni (2531). 31… Bxe5! 32. dxe5 Hxe5 33. Bd4! Hxe1+ 34. Hxe1 það er verðugt verkefni fyrir lesendur að kanna hvort svartur getur unnið þessa stöðu en skákinni lauk með jafn- tefli eftir: 34…Db8 35. He7 Ha7 36. He5 Hd7 37. Hbe1 Hd8 38. He7 Kf8 39. Bc5 Kg8 40. Bd4 Kf8 41. Bc5 Kg8 42. Bd4 Rd7 43. fxg6 hxg6 44. Bxg6 fxg6 45. Hg7+ Kf8 46. Hf1+ Ke8 47. He1+ og jafntefli samið. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.