Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 Upplýst var í bandaríska tímaritinu Vanity Fair í vikunni, að í fyrra hefði fjölskylda emírsins í Qatar greitt langtum hærra verð fyrir málverk en áður hefur heyrst. Verkið er eftir franska málarann Paul Cézanne (1839-1906), ein af fimm myndum sem hann málaði af mönnum við spil, og var það keypt beint af gríska skipakónginum George Embiricos. Kaupverðið var um 250 milljónir dollara, eða nær 28 milljarðar króna. Fram að því var metverð fyrir myndlistaverk 16 milljarðar króna, en það var greitt árið 2006 fyrir No.5, málverk Jacksons Pollocks frá árinu 1948. Hin fjögur málvekin sem Cézanne málaði af mönnum við spil eru öll í eigu virtra safna; The Metropolitan Museum, Barnes Foundation, Cor- tauld Institute og Musée d’Orsay. Ætlunin er að verk Cézannes skipi heiðurssess í þjóðarlistasafni Qatar sem verður opnað árið 2014. Hefur fjöldi verka verið keyptur fyr- ir safnið, meðal annars eftir Warhol, Mark Rothko og Damien Hirst. Dýrasta málverk sögunnar Spilamenn Hið verðmæta málverk Cézannes er 130 cm á breidd. Stefnumótakaffi nefnist dagskrá sem hefur göngu sína í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi í kvöld kl. 20. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum er markmiðið með dagskránni að gefa gestum færi á að eiga stefnumót við fólk sem hefur áhugaverða sögu að segja, gjarnan af framandi menningarsvæðum. Tómas R. Einarsson ríður á vaðið og segir í kvöld frá kúbanskri tón- listarhefð. Hann hefur farið í sjö ferðir til Havana til að hlusta á tón- list og hljóðrita eigin diska með kúb- önskum tónlistarmönnum. Tómas tekur með sér kontrabassann og gefur tóndæmi um kúbanska tónlist og hvernig hans eigin tónlist hefur orðið fyrir áhrifum þaðan. Við flutn- inginn nýtur hann aðstoðar Ómars Guðjónssonar gítarleikara. Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Kúbönsk tónlistarhefð í Gerðubergi Áhrif Tómas við kontrabassann. Óreglustikur nefnist einkasýn- ing Arnljóts Sigurðssonar sem sýnd er í Gallerí Tukt. Í sýn- ingunni tekst Arnljótur á við mælingu heimsins. Með sam- antvinnuðum brotum úr einka- lífi sínu og áhugamálum skoðar hann afstæði sitt gagnvart um- heiminum. Sýningin hefur sterkar skírskotanir í vísinda- söguna, auk þess að vera per- sónuleg. Síðasti sýningardagur er laugardagurinn 11. febrúar. Sýningin er hluti af dagskrá Vetrar- hátíðar og verður opin á Safnanótt til miðnættis, en annars á meðan Hitt Húsið sem rekur Gallerí Tukt er opið. Myndlist Óreglustikur í Gall- erí Tukt Napóleon, eitt verka Arnaldar. Á laugardaginn sl. var opnuð samsýning Félags frístunda- málara í sýningarrýminu ART67 að Laugarvegi 67. Sýningin er hluti af Vetr- arhátíð í Reykjavík og nefnist „20x20“. Fjörutíu félagar sýna áttatíu málverk sem öll eru 20 x 20 cm að stærð og eru sett upp á einn vegg þannig að þau mynda eina heild. Sagt er að litagleði og kraftur einkenni sýninguna og fjölbreytni og hugmyndaflug ráði ríkjum. Sýningin mun standa til 29. febrúar og er opin virka daga milli kl. 12 og 18 og laugardaga kl. 12 til 16. Á Vetrarhátíð 10. febrúar er opið til kl. 23. Myndlist Félag frístunda- málara sýnir Veggspjald sýningarinnar. Skyggnst verður í skuggalegri hluta menningararfs þjóð- arinnar í Norræna húsinu fimmtudaginn 9. febrúar kl. 20.30. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju flytja þjóðlög og önnur verk ís- lenskra tónskálda þar sem þjóðsagnaarfurinn er viðfangs- efni. Tónleikagestum verður boðið upp á nokkurs konar baðstofustemningu þar sem tónlist og frásagnir flétta skuggalega umgjörð um drauga, útilegumenn og myrkari öfl sem gægjast aftur úr fortíðinni þetta eina kvöld. Dagskráin er hluti af Vetrarhátíð. Stjórnandi er Egill Gunn- arsson og meðleikari Friðrik Vignir Stefánsson. Tónlist Skuggalegt í skammdeginu Flutt verða m.a. þjóðlög. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á dögunum kom út bókin Aldarsaga Háskóla Íslands 1911-2011. Þetta er mikið verk, hátt í níu hundruð síður með heimilda- og myndaskrám. Höf- undar textans eru sagnfræðingarnir Guðmundur Hálfdanarson, Sigríður Matthíasdóttir og Magnús Guð- mundsson. Fjalla þau á vandaðan og ít- arlegan hátt um stofnun Háskól- ans og þróun hans, um breyt- ingar á mennt- un og áherslum, stúdentalíf og samstarf við aðra há- skóla, svo fátt eitt sé nefnt. Ritstjóri bókarinnar er Gunnar Karlsson, prófessor emeritus, og segir hann þetta hafa verið níu ára ferli, frá því fyrsti starfshópur var skipaður árið 2002 þar til bókin kom út, ríkulega myndskreyttur doðrantur. „Það var ákvörðun okkar að halda efninu innan eins bindis. Við hefðum alveg haft efni í tveggja, þriggja binda verk, en mér fannst þetta verða áhugaverðari gripur í einu bindi,“ segir Gunnar þegar forvitn- ast er um tilurð verksins. „Auk mín skipuðu ritnefndina fjórir fulltrúar fræðasviða háskól- ans. Höfundarnir þrír eru síðan allir sagnfræðingar,“ segir hann. Í gegnum tíðina hafa ýmiss konar rit og skýrslur verið gefin út á veg- um Háskólans og höfundar höfðu ríkulegar heimildir að sækja í. „Jú, mikið er unnið upp úr skjala- safni Háskólans,“ segir Gunnar. „Háskóli er stofnun af því tagi að hann framleiðir mikið af heimildum, mikið er skráð og gefið út. Stofnunin vinnur mikið með ritmál og það kom í hlut höfundanna þriggja að fara í gegnum það.“ Þótt áhersla sé á vandaðan og upplýsandi texta þá er þessi ald- arsaga ríkulega myndskreytt. Í bók- inni eru myndir úr innra starfi skól- ans en einnig fréttamyndir af ýmsum viðburðum, gröf og teikn- ingar, jafnvel skopmyndir sem birst hafa í dagblöðum og stúdentablöð- um. Gunnar annaðist myndritstjórn verksins. Hann segist hafa lagt áherslu á að hafa myndefni sem fjöl- breytilegast. „Háskólinn hefur mörg undan- farin ár látið taka myndir af merkum viðburðum og í raun var offramboð af slíkum myndum, í samanburði við myndir af hversdaglegu starfi í skól- anum. En með því að leita og biðja fólk að leita með okkur, fengum við nægilegt myndefni. Textinn er dálítið alvarlegur, eins og eðlilegt er þegar sögð er saga há- skóla, en ég reyndi að láta mynd- irnar vega nokkuð upp á móti því. Einstöku skoplegar myndir sýna það sem um er rætt í textanum í nokkuð öðru ljósi.“ Gunnar segir að vissulega hafi verið ánægjulegt að fá bókina í hendur á dögunum, eftir níu ára vinnu við hana. „Það var ánægjulegt að sjá verk- inu ljúka. Við vorum á síðustu stundu með það, síðasti spretturinn vill oft verða nokkuð harðsóttur þeg- ar stilla þarf saman margt fólk, en við náðum að kalla að bókin hafi komið út á afmælisárinu,“ segir hann. Viðamikil aldarsaga  Segir sögu Háskóla Íslands í eina öld  Níu ára vinna að baki útgáfunni  „Það var ánægjulegt að sjá verkinu ljúka,“ segir Gunnar Karlsson ritstjóri Morgunblaðið/Sverrir Ritstjórinn „Síðasti spretturinn vill oft verða nokkuð harðsóttur þegar stilla þarf saman margt fólk,“ segir Gunnar Karlsson um Aldarsöguna. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Hugmynd Harðar með þessum bókum var auðvit- að að lýsa Laufási sem merkilegu höfuðbóli. Laufás er að ýmsu leyti einstakur, en hann er líka dæmi- gerður. Grunnhugsun Harðar var að með því að rannsaka sögu Laufáss, þ.e. bæinn, prest- ana, kirkjurnar og kirkju- munina, sé hægt að lýsa Ís- landssögunni í leiðinni,“ segir Mörður Árnason, ritstjóri bók- arinnar Laufás við Eyjafjörð - Kirkjur og búnaður þeirra eftir Hörð Ágústsson sem nýverið kom út. Um er að ræða síðara bindið af verki Harðar um Laufásstað, en fyrra bindið, Laufás við Eyjafjörð - Staðurinn, kom út haustið 2004. Aðspurður segir Mörður útgáfuna eiga sér langa sögu. „Hörður var einn af helstu listmálurum mód- ernismans. Á áttunda áratugnum sneri hann hins vegar við blaðinu, dró úr myndlistarstörfum og ein- beitt sér að íslenskri byggingarlist. Hann ferðaðist með ljósmyndara um landið til að skoða og skrá- setja það sem til væri af fornri byggingarlist. Í framhaldinu lagðist hann í heilmiklar rannsóknir á heimildum um þessa byggingarlist. Fyrsta verkið sem hann komst langt með að ganga frá var um Laufás, en handritið að Laufásbókunum tveimur sem nú eru komnar út var að meginhluta tilbúið snemma á níunda áratugnum,“ segir Mörður og bendir á að á efri árum hafi Hörður lagt vinnu í að klára bækur sínar um Laufás og náð að koma fyrri bókinni út áður en hann lést árið 2005. „Í bókinni nýútkomnu fjallar Hörður um kirkj- una sem nú stendur í Laufási og er frá árinu 1865 og rekur sig eins langt aftur og hægt er út frá heimildum. Þannig endurgerir hann og lýsir í frá- sögn þremur kirkjum sem áður hafa staðið þarna, þ.e. torfkirkju frá 1744 og tveimur timburkirkjum frá annars vegar 1631 og hins vegar 1258,“ segir Mörður og bendir á að meðal þeirra heimilda sem Hörður notaðist við hafi verið úttektirnar sem æv- inlega voru gerðar þegar skipt var um presta sem og skráningar úr vísitasíum biskupa. „Þetta eru mjög nákvæmar heimildir þar sem lýst er hverri einustu fjöl sem í húsunum er og allri húsaskipan. Þessar heimildir hafa reynst Herði feikilega drjúg- ar. Hann nýtir sér bæði fræðimennskuna og lista- mennskuna við úrvinnsluna. Það er þannig greini- legt að Hörður hefur við vinnslu þessara bóka bæði hugsað með ritblýantinum og teiknipennanum þar sem hann hugsar jafnt í textum og myndum. Það er hans mikli eiginleiki umfram marga aðra í þess- um fræðum,“ segir Mörður og bendir að lokum á að Hörður hafi skilið eftir sig feikimikinn gagnabanka af teikningum, ljósmyndum og lýsingum á íslenskri byggingarlist. „Þetta eru miklar heimildir og vinna sem á svo sannarlega erindi við samtímann í hvaða formi sem það verður.“ Lýsir Íslandssögunni í leiðinni  Laufás við Eyjafjörð, síðari bók Harðar Ágústssonar um hið merka höfuðból Hörður Ágústsson Glæst Kirkjan sem nú stendur í Laufási var reist árið 1865 en Hörður lýsir þremur eldri kirkjum. Það hittir okkur mjög í hjartastað að vinna frítt og gefa til baka til barna sem þurfa fleiri bros … 32 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.