Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 Þó svo undirritaður sé dýra-vinur með meiru þá varförinni heitið á The Greyen dýraverndunarsinnar hafa beðið fólk um að sniðganga kvikmyndina. Framleiðendur myndarinnar keyptu fjóra úlfsskrokka af veiði- mönnum sem þeir notuðu við gerð kvikmyndarinnar og fór það fyrir brjóstið á einhverjum. Myndin er byggð á bók Ian Mac- Kenzie Jeffers, Ghost Walker, en um er að ræða fimmtu kvikmynd leikstjórans Joe Carnahan. Myndin segir frá einfaranum John Ottway (Neeson), veiðimanni sem vinnur við að skjóta úlfa sem ógna olíuverkamönnum í Alaska. Þegar verkefninu er lokið og heim er haldið hrapar flugvélin í óveðri og eftirlifendur slyssins reyna að halda sér á lífi í ísköldum útnára Norður- Ameríku. Þeirra helstu óvinir fyrir utan hungrið og kuldann eru úlfar sem herja á hópinn. Nokkur atriði myndarinnar eru skemmtilega útfærð og má þar nefna atriðið þegar flugvélin hrapar en hrá klippingin og óhljóðin mynda þar ógnvekjandi stemningu. End- urminningar Johns um fyrrverandi eiginkonu sína eru einnig ágætlega útfærðar og endurkomur hans í raunveruleikann ansi framandlegar. Þjóðverjinn Marc Streitenfeld sér um að semja tónlist fyrir myndina og gerir það af stakri prýði. Per- sónusköpun í myndinni gæti verið betri þó svo ágæt mynd sé gefin af John. Hópur karlmanna sem býr yf- ir einum leiðtoga, Ottway, einum vandræðagemsa, Diaz (Grillo) og svo nokkrum mönnum sem virka hálf- gert eins og uppfyllingarefni fyrir söguna; persónurnar eru flatar og klisjukenndar. Samlíking hópsins við úlfaflokkinn sem eltir hann er greinileg þar sem barátta á milli alfa og ómega er í fyr- irrúmi. Úlfarnir eru þó einum of grimmir, stórir og hættulegir til að hægt sé að taka þá alvarlega og hefði Carnahan mátt tóna þá aðeins niður. Dramatíkin fer einnig næst- um því yfir línuna og skortir mynd- ina ekki slík atriði. Naglinn Liam Neeson er alltaf flottur og hann sýn- ir á köflum tilfinningaþrunginn leik og fær plús í kladdann fyrir það. Þó svo sagan um harða einfarann sé margsögð, og ef litið er framhjá óraunverulegum úlfum og yfirdrif- inni dramatík, er myndin ágætis af- þreying. Smárabíó The Grey bbbnn Leikstjórn: Joe Carnahan. Handrit: Ian MacKenzie Jeffers og Joe Carnahan. Aðalhlutverk: Liam Neeson, Frank Grillo og Dermot Mulroney. 117 mín. Bandaríkin, 2012. DAVÍÐ MÁR STEFÁNSSON KVIKMYND Neeson „Naglinn Liam Neeson er alltaf flottur og hann sýnir á köflum til- finningaþrunginn leik og fær plús í kladdann fyrir það,“ segir í dómnum. Margsögð saga sem virkar ágætlega Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is Leikkonan Andrea Ösp Karlsdóttir hefur ver- ið búsett í Los Angeles undanfarin fjögur ár en síðastliðið vor lauk hún leiklistarnámi í The American Academy of Dramatic Arts þar í borg. „Ég hef haft áhuga á leiklist alveg frá því ég var barn og sem unglingur lék ég mikið í skólaleikritum og var t.a.m. í Leik- félagi Menntaskólans í Kópavogi,“ segir Andrea. Áður en hún flutti vestur um haf stofnaði hún ásamt öðrum Leikhópinn Lottu sem setur upp útisýningar um allt landið á hverju sumri. Fyrsta verk leikhópsins var Dýrin í Hálsaskógi þar sem Andrea fór með hlutverk Lilla klifurmúsar. Svo vel gengu sýningarnar að leikhópurinn hélt ótrauður áfram og er nú að hefja undirbúning fyrir sitt sjötta verk. Mikil ástríða í leikhópnum Eftir fyrsta sumar Lottu árið 2007 stofn- uðu Andrea og Anna Bergljót Thorarensen, handritshöfundur, leikari og leikstjóri, at- vinnuleikhópinn og umboðskrifstofuna Krað- ak sem meðal annars setur upp Lápur, Skrápur og jólaskapið á hverjum jólum. „Ég lék einnig í fyrstu uppsetningunni af því verki, litlu stelpuna Sunnu, sem fær heim- sókn frá þeim Lápi og Skrápi, óþekkum tröllastrákum í leit að jólaskapinu,“ segir Andrea sem síðan þá hefur stofnað þriðja leikhópinn. „Núna fyrir áramót stofnaði ég svo leikhóp með frábærum hópi af fólki hér í Los Angeles. Hann heitir The Smiley Face and the Frown Entertainment Group,“ segir hún. „Við rekum hópinn af mikilli ástríðu og höfum hlotið miklar og góðar undirtektir á þeim stutta tíma sem hópurinn hefur verið starfandi.“ Fyrsta leiksýning hópsins var Pitchfork Disney haustið 2011 og fékk hún góða gagn- rýni, m.a. í LA Weekly. Andrea segir sýn- inguna ögrandi en hún fjalli um systkini sem búi saman og hafi lent í hálfgerðri heims- styrjöld. Eftir heimsókn frá manni nokkrum lendi þau síðan í óhugnanlegum ævintýrum. Aðsókn á sýninguna var mikil, sýningartími var framlengdur tvisvar og alltaf sýnt fyrir fullu húsi. Sýna frítt á barnaspítala Á döfinni hjá The Smiley Face and the Frown Entertainment Group er að setja upp leikritið Mjallhvíti eftir Önnu Bergljótu, en það var sett upp af Leikhópnum Lottu hér á landi síðastliðið sumar. „Þetta er söngleikur með nýjum lögum, byggður á upprunalega ævintýrinu en það er eitt og eitt nýtt þannig að í raun er um að ræða glænýja sögu með glænýjum lögum,“ segir Andrea. „Sýningin gekk svo vel á Íslandi og var svo frábær að okkur langaði að gera eitthvað meira með hana hér úti. Núna hefur sýningin verið þýdd á ensku ásamt öllum lögunum í henni en und- irbúningurinn að bandarísku útgáfunni hefur staðið yfir í nokkra mánuði. Við höfum fundið æðislegt útileikhús í garði hér í borginni, ráð- ið til okkar frábæran verðlaunaðan bún- ingahönnuð og Anna Bergljót er á leiðinni hingað til okkar til að leikstýra verkinu hér í Los Angeles.“ Andrea mun fara með aðal- hlutverkið, leika sjálfa Mjallhvíti, en með tón- listarstjórn fer Jökull Jónsson. Hún segir að sýningin verði í svipuðum stíl og sú sem var sýnd hér á landi. „Hún verður sýnd úti í náttúrunni, það verður lifandi tón- list og allir gestir eru hvattir til að koma með teppi til að sitja á, nesti til að borða og myndavél til að taka nóg af myndum. Öll börn á sýningunni munu fá tækifæri til að hitta uppáhaldspersónurnar sínar í lok hverr- ar sýningar og taka myndir með þeim.“ Allir leikararnir í sýningunni vinna launa- laust en ágóðinn fer í uppsetninguna. „Auk þess ætlum við að ferðast með sýninguna frítt á barnaspítala í Kaliforníu og bjóða lang- veikum börnum og fjölskyldum þeirra ókeyp- is á sýningar. Þær sýningar verða einnig gerðar í samstarfi við veitingastaði og fyr- irtæki sem munu bjóða börnunum upp á mat og fleira skemmtilegt yfir daginn. Það hittir okkur mjög í hjartastað að vinna frítt og gefa til baka til barna sem þurfa fleiri bros í líf sitt, við erum nokkur í hópnum sem eigum systkini sem eru langveik og þykir vænt um að geta hjálpað þeim sem eiga við erfileika að stríða,“ segir Andrea en Mjallhvít verður frumsýnd þar ytra þann 24. mars nk. Æfing- ar hefjast um næstu helgi en undirbúningur hefur staðið yfir frá því í haust. „Við erum öll mjög spennt og vinnum myrkranna á milli til að láta þetta allt gerast hérna.“ Leikhópurinn er um þessar mundir að safna peningum til að setja sýninguna upp. Þeim sem vilja styrkja leikhópinn er bent á síðuna www.kickstarter.com/proj- ects/1450181019/snow-white-a-childrens- musical. Gaman Andrea, fyrir miðju, stofnaði ásamt fleirum leikhópinn The Smiley Face and the Frown Entertainment Group skömmu fyrir áramót. Setur upp Mjallhvíti í Los Angeles  Andrea Ösp Karlsdóttir er í leikhópi í Los Angeles sem ætlar að setja upp söngleik um Mjallhvíti  Sýningin verður utandyra með lifandi tónlist  Langveikum börnum boðið frítt á sýninguna Brugðið á leik Andrea hefur búið í Los Angeles undanfarin fjögur ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.