Morgunblaðið - 09.02.2012, Síða 35

Morgunblaðið - 09.02.2012, Síða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Nýlega kom út platan Mount Mod- ern frá tónlistarmanninum Snævari Albertssyni sem kallar sig Dad Rocks. Platan er gefin út hér á landi af Father Figure Records í sam- vinnu við jaðarútgáfuna Kimi Re- cords. Snævar, sem búsettur er í Danmörku, segist þegar hann er spurður um plötuna ekki geta lýst því á einfaldan hátt hvernig tónlistin er. „Það er alltaf erfitt að lýsa tónlist með nákvæmum hætti en þetta er svona alþýðupopp eða svona „co- untry freak folk pop“ eins og ég kýs að kalla þetta,“ segir Snævar en hann hlustar sjálfur nokkuð á am- ericana-tónlist og segist vera undir áhrifum hennar í sinni eigin tónlist. „Hún hefur haft áhrif á mig og eru merki um það bæði hvað varðar raddir og texta á plötunni.“ Þroskandi að gefa út sólóplötu Mount Modern er fyrsta sólóplata Snævars en áður hefur hann gefið út plötu með hljómsveit sinni Mimas. „Það að gefa út sólóplötu er bæði já- kvætt og neikvætt. Þú þarft að taka allar ákvarðanir sjálfur og það getur oft verið erfitt. Hins vegar er þetta líka mjög skemmtilegt og ég hef lært heilmikið á þessari útgáfu og uppgötvað sjálfan mig sem tónlistar- mann, þ.e. hvernig tónlistarmaður ég er. Þá finnur maður út hvað mað- ur getur gert og hvað ekki. Það væri því ekki orðum aukið að segja að ferlið í heild sé mjög þroskandi fyrir tónlistarmenn. Það var það í það minnsta fyrir mig.“ Plata Snævars hefur fengið góða dóma hjá mörgum þekktum tónlist- artímaritum en hún fékk m.a. 9,5 af 10 hjá breska tímaritinu 405. „Við- tökurnar og dómarnir hafa verið mjög góðir og vínyllinn er uppseldur af plötunni. Síðan er hún líka til sölu á netinu á síðum eins og Gogoyoko og tónlist.is og víðar.“ Snævar segir vínylinn vera að koma inn aftur og geisladiskinn að dala. „Þróunin virðist vera sú að fólk kaupir tónlist á netinu og síðan er ákveðinn hópur og fer vaxandi sem vill eiga vínylútgáfu. Á tónleikum sem ég spila á selst vínyllinn alltaf betur en diskurinn.“ Gott ár að baki og enn betra framundan „Ég verð að játa það að 2011 var mjög gott ár og ég var með 50 tón- leika í haust í Bretlandi, Danmörku, Þýskalandi, Ameríku og á Íslandi. Ég sé fram á að árið í ár verði mjög gott líka en ég verð að spila í Bandaríkjunum í mars og spila á há- tíðum í sumar í Danmörku og síðan er planið að koma til Íslands að spila.“ Það er heldur betur dugnaður í Snævari en hann segist strax vera byrjaður að vinna að næstu plötu. „Ég er byrjaður að skrifa og semja en það er ómögulegt að segja hve- nær næsta plata kemur. Mig langar að gefa út breiðskífu eða smáskífu með haustinu en það verður að koma í ljós.“ Pabbi rokkar á nýrri plötu  Platan Mount Modern eftir Dad Rocks, Snævar Albertsson, hefur fengið góðar viðtökur og frábæra dóma  Snævar segir að 2011 hafi verið mjög gott ár og stefnir í að 2012 verði ekki síðra Dad Rocks „Það að gefa út sólóplötu er bæði jákvætt og neikvætt,“ viðurkennir Snævar og segir ferlið þroskandi. Söngvarinn Pete Doherty náði í gær samkomulagi við fjölmiðlaveldi Ruperts Mur- dochs um greiðslu skaðabóta vegna símhlerana dagblaðs- ins News of the World. Upp- hæðin hefur ekki verið gerð opinber. Aðrir sem náðu sam- komulagi um skaðabætur í gær voru m.a. grínistinn Steve Coogan, fótboltakapp- inn fyrrverandi Paul Gasco- igne og Alastair Campbell, sem var spunameistari og pólitískur ráðgjafi Tonys Blairs á meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra Bretlands. Doherty fékk greiddar bætur vegna símhlerana Pete Doherty Sími hans var hleraður af News of the World og nú hefur náðst samkomulag um greiðslu skaðabóta. Farið er að skýrast hvaða listamenn munu vera með tónlistaratriði á Grammy- tónlistarverðlaunahátíðinni sem haldin verður á sunnu- daginn í Los Angeles. Foo Fighters munu spila lagið Rope með plötusnúðnum Deadmau5 auk þess sem franski skífuþeytirinn David Guetta, Chris Brown og Lil Wayne munu líka koma fram. Þá hefur verið staðfest að Bruce Springsteen, Katy Perry, Adele, Paul McCart- ney, Coldplay, Glen Camp- bell, Rihanna og Nicki Minaj munu einnig troða upp. Stærstu nöfnin troða upp á Grammy-hátíðinni Reuters Rihanna Söngkonan vinsæla mun syngja á Grammy- tónlistarverðlaunahátíðinni sem fer fram á sunnudaginn. SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% CHRONICLE KL. 4 - 6 - 8 - 10 12 CHRONICLE LÚXUS KL. 4 - 6 - 10.25 12 THE GREY KL. 8 - 10.30 16 CONTRABAND KL. 5.30 - 8 - 10.25 16 THE DESCENDANTS KL. 5.30 - 8 L UNDERWORLD / AWAKENING KL. 10.30 16 THE SITTER KL. 6 14 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.40 L STÍGVÉLAÐIKÖTTURINN 3D KL. 3.40 L SÉÐ OG HEYRT/ KVIKMYNDIR.IS FRÉTTATÍMINN FBL. FRÉTTABLAÐIÐ LEIKSTÝRÐ AF LUC BESSON SANNSÖGULEG MYND UM ÆVI FRIÐARVERÐLAUNAHAFANS AUNG SAN SUU KYI TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! CHRONICLE KL. 8 - 10 16 THE GREY KL. 10.10 L THE DESCENDANTS KL. 6 L CONTRABAND KL. 6 - 8 16 LISTAMAÐURINN KL. 6 - 8 - 10 L ATHVARFIÐ KL. 10 L STRÍÐSYFIRLÝSING KL. 8 L SÉRSVEITIN KL. 6 L BARNSFAÐIRINN KL. 6 L ÖLD MYRKURSINS KL. 8 L THE LADY KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 THE DESCENDANTS KL. 10 L FT/SVARTHÖFÐI.IS N.R.P., BÍÓFILMAN.IS A.E.T, MORGUNBLAÐIÐ H.V.A. FRÉTTABLAÐIÐ YFIR 20.000 MANNS! FRÉTTABLAÐIÐ LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar CHRONICLE Sýnd kl. 6 - 8 - 10 CONTRABAND Sýnd kl. 5:50 - 10:15 THE GREY Sýnd kl. 8 - 10:25 IRON LADY Sýnd kl. 5:50 - 8 M Ö G N U Ð S P E N N U M Y N D ! ÞEGAR FLUGVÉLIN HRAPAÐI VAR FERÐALAGIÐ RÉTT AÐ BYRJA V.J.V. -SVARTHÖFÐI HHHHH -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is 2 VIKUR Á TOPPNUM! „Einstaklega vel gerð spennumynd“ -Joe Morgenstern THE WALL STREET JOURNAL 2 ÓSKARSTILNEFNINGAR H.S.K. -MBL HHHH Þ.Þ. - Fréttatíminn HHHH H.V.A. - Fréttablaðið HHHH T.V. - Kvikmyndir.is HHHH B.G. - MBL HHH M.M. - Biofilman.is HHHH TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! YFIR 20.000 MANNS! T.V., Kvikmyndir.is/ Séð og heyrt HHH FBL HHHH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.