Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2012 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Stefán H. Hilmarsson, fv. fjár- málastjóri Baugs, segir það alrangt sem komi fram í greinargerðum fyr- ir Héraðsdómi Reykjavíkur að Baugur hafi sótt sér fé úr styrkt- arsjóðum til að fjármagna daglegan rekstur fyrirtækisins í árslok 2008. „En það getur vel verið að þetta hafi verið örfáar milljónir í tvo til þrjá daga, eitthvað algjörlega tilfall- andi, en þá var það bara í ávöxt- unarskyni fyrir viðkomandi sjóð sem var að ávaxta sitt lausafé,“ seg- ir Stefán í samtali við Morgunblaðið. Um er að ræða þrjá sjóði sem Baugur og tengdir aðilar höfðu stofnað: Hugverkasjóð tónlistar- manna, Styrktarsjóð Baugs og Sól- arsjóðinn. Hugverkasjóðurinn er enn starf- andi og í vörslu Straums, Stefán segir Styrktarjóð hafa verið búinn að úthluta öllum sínum fjármunum til styrkþega á miðju ári 2008 en Sólarsjóðurinn, sem ætlaður var til styrktar langveikum börnum, var stofnaður af þeim hjónum Jóni Ás- geiri Jóhannessyni og Ingibjörgu Pálmadóttur. Er sjóðurinn í vörslu Ingibjargar í dag en undir eftirliti Ríkisendurskoðunar og KPMG. Að sögn Stefáns hefur ekki verið út- hlutað úr sjóðnum en í honum séu um 120 milljónir króna, samkvæmt endurskoðuðum ársreikningi, mest í formi ríkisskuldabréfa og húsbréfa. Styrktarsjóðurinn tæmdist Baugur stofnaði Styrktarsjóðinn árið 2005 til að styrkja ýmis góð- gerðarmál. Á þremur árum voru greiddar um 300 milljónir króna af Baugi í sjóðinn og að sögn Stefáns fengu 30-40 styrkþegar greitt úr sjóðnum árlega. Um mitt ár 2008 hafi sjóðurinn verið búinn að gegna sínu hlutverki og orðinn tómur. Baugur hafi ekki með neinum ólög- mætum hætti sótt sér fé í þann eða aðra sjóði til fjármögnunar á dag- legum rekstri. „Baugur lagði inn í sjóðinn þessa fjármuni og það að fyrirtækið hafi verið að nota fjármunina er akkúrat þveröfugt, penningarnir runnu frá Baugi til Styrktarsjóðsins,“ segir Stefán ennfremur. Baugur stofnaði Hugverkasjóð tónlistarmanna, sem keypti hug- verkaréttindi af 15 landsþekktum tónlistarmönnum, m.a. Bubba Mort- hens, Jakobi Frímanni Magnússyni, Jóni Ólafssyni og Stefáni Hilm- arssyni. Lagði Baugur fram 200 milljónir króna í sjóðinn í upphafi. Á móti fékk Baugur STEF-gjöld þeirra til sín sem Stefán, fv. fjár- málastjóri, segir að hafi verið hugs- uð sem vextir af þeim greiðslum sem tónlistarmennirnir fengu í upp- hafi fyrir réttindi sín. Að 10 árum liðnum, þegar STEF-gjöldin væru búin að greiða upp hugverkarétt- indin, áttu þeir að fá gjöldin og önn- ur réttindi beint til sín aftur. Straumur fjárfestingabanki held- ur utan um þessi réttindi í dag en sjóðurinn er ekki styrktarsjóður sem slíkur. Samkvæmt upplýs- ingum blaðsins gilda sömu skil- málar ennþá og við stofnun sjóðsins en einhverjir tónlistarmenn munu þó hafa gert upp við sjóðinn og sagt skilið við hann, m.a. Bubbi Mort- hens. Stefán segir að um 80% eigna Sólarsjóðsins hafi verið rík- isskuldabréf og húsbréf. Sjóðurinn hafi verið með laust fé á árunum 2007 og 2008 sem Baugur hafi notað í ávöxtunarskyni, um 15 milljónir króna, en það hafi verið greitt til baka með vöxtum. „Fáar milljónir í nokkra daga í ávöxtunarskyni“ Morgunblaðið/RAX Styrktarsjóðir Frá úthlutun Styrktarsjóðs Baugs árið 2007, sem Ingibjörg Pálmadóttir og Jóhannes Jónsson sáu um. Fyrrv. fjármálastjóri Baugs segir sjóðinn hafa lokið sínu hlutverki árið 2008 og ekkert farið í daglegan rekstur.  Fyrrverandi fjármálastjóri Baugs segir fé úr styrktarsjóðum ekki hafa farið í daglegan rekstur  Sólarsjóður með 120 milljóna eign en engu úthlutað enn Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði á fimmtudag kröfu þrotabús Baugs um að 100 milljóna króna skuld við SPRON yrði lýst sem almennri kröfu við slitameðferð SPRON. Fram kom í gögnum fyrir dómi að Baugur hefði þurft að fjármagna daglegan rekstur í lok árs 2008 með því að sækja með ólögmætum hætti fjármagn til sjálfstæðra styrktarsjóða sem Baugur og tengdir aðilar höfðu stofnað. „Til marks um hve þungbær greiðsla sóknaraðila var vekur sóknaraðili athygli á að hann hafi ekki átt nægilegt reiðufé til að inna greiðsluna af hendi, og hafi því þurft að taka lán hjá Norðurljósum ehf. sama dag að sömu fjárhæð. Þá er jafnframt á það bent að stuttu eftir greiðsluna þurfti sóknaraðili að slá ólögmæt lán hjá Hugverka- sjóði, Sólarsjóði og Styrktarsjóði til þess að fjármagna daglegan rekstrarkostnað,“ segir m.a. í dómi héraðsdóms. Fram kom á mbl.is í gær að þrotabú Baugs hefði ekki vísað til lögreglu rannsókn á „ólöglegri lán- veitingu stjórnenda Baugs úr styrktarsjóði fyrirtækisins“. Lánið hefði verið tekið í ársbyrjun 2009, numið um 20 milljónum króna til að greiða inn á skuld við SPRON, en verið greitt til baka stuttu síðar. Unnið er að uppgjöri á þrotabúi Baugs. Eignir búsins losa um millj- arð. Lýstar kröfur nema 319 millj- örðum króna en Baugur var lýstur gjaldþrota í mars 2009. Ekki verið vísað til lögreglu SÖGÐ ÓLÖGMÆT LÁN Í SKJÖLUM HÉRAÐSDÓMS Úttekt á séreignarlífeyrissparnaði skerðir ekki atvinnuleysisbætur ef hún er gerð í samræmi við bráða- birgðaákvæði nr. VIII í lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyr- isréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þetta staðfesti Unnur Sverrisdóttir, forstöðumaður stjórnsýslusviðs Vinnumálastofnunar, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Samkvæmt ofangreindu laga- ákvæði er heimilt að taka út séreign- arsparnað, ásamt vöxtum, sem nem- ur allt að 6.250.000 krónum, óháð því hvort heildarfjárhæðin sé í vörslu fleiri en eins vörsluaðila. Fjárhæðin verður að greiðast út með jöfnum mánaðarlegum greiðslum á 15 mán- aða tímabili frá því að útgreiðslu- beiðni er lögð fram hjá vörsluaðila. Frá fjárhæðinni dregst síðan stað- greiðsla samkvæmt lögum um stað- greiðslu opinberra gjalda. „Ef þú tekur sparnaðinn ekki út nákvæm- lega eftir þessum almennu reglum, ef þú ætlar t.d. að taka tvær milljónir út þennan mánuð og svo ekkert meir, þá kemur þetta til skerðingar og fer undir almenna skerðingar- ákvæðið okkar,“ segir Unnur að- spurð hvort atvinnuleysisbætur skerðist við úttekt séreignarlífeyris- sparnaðar. Unnur segist ekki hafa tölur yfir það hversu margir hafi hlotið skerðingu á bótum eftir að hafa tekið út séreignarsparnað með röngum hætti. Rétt er að geta þess að fresturinn til þess að sækja um útgreiðslu sér- eignarsparnaðar samkvæmt bráða- birgðaákvæðinu rennur út 1. október næstkomandi. Skerðir ekki at- vinnuleysisbætur Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrver- andi forstjóri Baugs Group, segir það ekki rétt að peningar hafi verið teknir úr Sólarsjóði til þess að fjár- magna daglegan kostnað hjá Baugi, líkt og fram kom í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í vikunni. Í skriflegri athugasemd frá Jóni Ásgeiri kemur fram að Baugur lagði út 2 milljónir við vefsíðugerð og stofnun sjóðsins en það var greitt til baka úr sjóðnum. Jón Ásgeir segir að ekki hafi verið úthlutað úr Sólarsjóðnum en það verði gert á næstu árum í samræmi við samþykktir sjóðsins. Hann og Ingibjörg Pálmadóttir, stjórn- arformaður sjóðsins, hafi lagt 100 milljónir króna í sem standi vel. Ekkert lán úr Sólarsjóði Eftirlitsnefnd Félags fasteignasala hefur hreinsað fasteignasöluna Mikluborg af ásökunum um að rang- lega hafi verið staðið að verðmati á íbúð við Byggðarenda í Reykjavík. Segir í úrskurðinum að vinna fast- eignasölunnar hafi verið í samræmi við góðar venjur í fasteignasölu. Hjón kærðu fasteignasala og fast- eignasöluna Mikluborg til eftirlits- nefndar fasteignasala fyrir ólög- mæta háttsemi við verðmat á íbúð þeirra í Reykjavík. Málavextir voru þeir að hjónin sóttu um 110% leið þar sem fasteignin var yfirveðsett. Lánardrottnar voru Drómi hf. og Ís- landsbanki, auk Íbúðalánasjóðs á fyrsta veðrétti. Fasteignasalan Stór- borg framkvæmdi verðmat á fast- eigninni að beiðni Íslandsbanka og var niðurstaðan að verðmætið væri 30 milljónir kr. Mánuði síðar fram- kvæmdi Miklaborg verðmat á fast- eigninni að beiðni Dróma en nið- urstaðan þá var að áætlað markaðsverðmæti væri 37.5 millj- ónir kr. Í úrskurði eftirlitsnefndar Félags fasteignasala segir að verð- mat Mikluborgar hafi verið unnið af löggiltum fasteignasala og nefndin geri ekki athugasemdir við starfs- aðferðir fasteignasölunnar. Jafnframt kvörtuðu hjónin undan hagsmunatengslum á milli Dróma og Mikluborgar. Á það var bent að Mikluborg hefði allar fasteignir Dróma í einkasölu sem Drómi býður til sölu á almennum markaði. Eft- irlitsnefndin bendir í úrskurði sínum á að aðstæður hér á landi undanfarin ár hafi leitt til þess að bankar, lífeyr- issjóðir og aðrar fjármálastofnanir hafi þurft að leysa til sín töluvert mikið af fasteignum. Ekki þótti ástæða til að draga hæfi Mikluborg- ar í efa. andri@mbl.is Miklaborg hreinsuð af ásökunum Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16 Erum að taka á móti verkum á næsta uppboð Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400. Listmuna- uppboð Hjalti Parelius 2012 Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 Opnun kl. 15 laugardag 11. febrúar Allir velkomnir Sýning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.