Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2012 Erla Bolladóttir, framkvæmdastjóri Alþjóðaseturs, telur að mikið sé óunnið í að leiðbeina Íslendingum um hvernig þeir eigi að takast á við nýtt og marg- breytilegra sam- félag en þeir ólust upp í. „Nú er nýhafið verkefni hjá Al- þjóðasetri sem styrkt er af Grundtvig og snýst um gæði í þjálfun innflytj- enda. Á ensku er orðið „integra- tion“ notað yfir sameiningu fólks af ólíkum kynþáttum og með ólíkan menningarlegan bakgrunn.“ Íslendingar þurfa líka þjálfun „Sú þjálfun má ekki eingöngu snú- ast um aðlögun innflytjenda. Þvert á móti verður þetta að vera gagn- kvæmt. Íslendingar þurfa líka þjálf- un í að aðlagast sínu fjölmenning- arlega samfélagi. Þá áherslu skortir verulega í dag. Hún er raunar lítt skrifað blað. Eitt af því sem mætti gera væri að veita kennurum grunn- skólanna fjölmenningarfræðslu til þess að börnin fái að samfléttast. Hér ber ekki að nota orðið aðlög- un, þar sem hún er fremur á annan veginn. Fræðslan sem ég nefni er hins vegar í báðar áttir. Slíka fræðslu þyrfti einnig að setja í ein- hvern farveg fyrir starfsfólk helstu stofnana þjóðfélagsins.“ „Þrátt fyrir að íslenskt samfélag hafi tekið miklum breytingum virð- umst við sem þjóð ekki enn hafa fyllilega áttað okkur á því að þeirri hnattvæðingu sem er að eiga sér stað verður ekki við snúið.“ Í fullum rétti á Íslandi Erla bendir á lagahliðina. „Fólk sem hingað kemur til að lifa og vinna er í fullum rétti til þess samkvæmt íslenskum lögum. Það er ekki að gera neitt rangt. Það kemur hingað til að búa sér og sínum gott líf. Það er misskilningur að þetta fólk sé að taka eitthvað frá þeim sem fyrir eru, þetta eru einfaldlega nýir Íslendingar sem í langflestum til- vikum hafa eitthvað fram að færa.“ Erla segir að heimurinn sé að breytast. Um leið hljóti Íslendingar að endurskoða sjálfsmynd sína. „Við höfum haft tilhneigingu til að upplifa Ísland sem einstakt fyrir- bæri án hliðstæðu í veröldinni. Það er skiljanlegt að fólk óttist að sleppa tökunum á þeirri ímynd og er líklega erfiðara eftir því sem fólk er eldra. Hnattvæðing er hins vegar raun- veruleiki og aukin fjölmenning er eitt af afkvæmum hennar. Þetta er eitthvað sem er þó ástæða til að fagna. Fólk af erlendum uppruna kemur með ríkan arf úr sínu heima- landi. Þegar það fær tækifæri til að tjá þann arf erum við ríkari sem þjóð,“ segir Erla Bolladóttir. Íslendingar endurskoði mynd sína af landi og þjóð  Einsleitni víkur fyrir hnattvæðingu  Ekki aftur snúið Morgunblaðið/Ómar Í vetrarkyrrð Erla segir hnattvæðingu kalla á nýja sjálfsmynd Íslendinga. Erla Bolladóttir Toshiki Toma er prestur innflytj- enda á Íslandi og þekkir því vel til reynslu þeirra af íslensku sam- félagi. Hann er sannfærður um að efla þurfi íslenskukennslu. „Það tekur langan tíma að til- einka sér góða færni í íslensku. Tvö til þrjú ár eru ekki nægur tími. Svo getur það tafið fyrir náminu ef fólk af erlendum uppruna er fyrst og fremst með fólki frá sama mál- svæði. Þetta fólk þarf að styðja. Við efnahagshrunið dró hins vegar úr þessum stuðningi. Þörfin fyrir ráðgjafaþjónustu er mikil. Hér í Reykjavík skortir miðstöð fyrir innflytjendur. Hér er engin miðstöð eftir að Alþjóðahúsinu var lokað. Miðstöðin fyrir innflytj- endur á Ísafirði er of langt í burtu frá höfuð- borgarsvæðinu. Þá er ég ekki að tala um miðstöð fyrir íslensku- kennslu heldur stað þar sem hægt er að nálg- ast upplýsingar eða fá leiðbein- ingar um hvar sé hægt að sækja ýmsa þjónustu á Íslandi. Á slíkum stað yrði hægt að fá heildarsýn yfir hlutina og hvað eitt og annað kostar sem fólk af er- lendum uppruna þarf að nálgast. Margir innflytjendur hafa sagt mér að þeir óski þess að slík mið- stöð sé starfrækt í borginni. Ég skil það vel enda er þörfin mikil.“ Erfitt að fá leiðbeiningar FÓLK AF ERLENDUM UPPRUNA ÞARF MEIRI AÐSTOÐ Toshiki Toma Íbúar með erlent ríkisfang 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 Heimild: Hagstofa Íslands Miðað við 1. janúar ár hvert 1996: Notast við tölur frá 1. desember 1995. 1997: Notast við tölur frá 1. desember 1996. 25.000 20.000 15.000 10.000 5000 0 4. 18 1 4. 52 3 5. 0 13 5. 93 2 6. 72 6 8. 27 1 9. 33 0 9. 69 6 9. 68 2 10 .2 32 1 3. 39 6 18 .2 21 23 .0 74 24 .0 14 21 .3 34 20 .7 90 HÓTEL HVOLSVÖLLUR HÖLDUM UPPÁ VALENTINUS OG KONUDAGINN Laugardaginn 18. febrúar Sími: 487 48050 | www.hotelhvolsvollur.is | info@hotelhvolsvollur.is Glæsileg og rómantísk helgi Þú býður makanum og við bjóðum þér. Gisting, 3 rétta kvöldverður, dinnertónlist, dans og morgunverður. Kr. 15.900.- fyrir ykkur bæði. HAFÐU SAMBAND OG FÁÐU FREKARI UPPLÝSINGAR BÓ S -774 1408 Ráðstefnur | fundir Veisluþjónusta Árshátíðir | Brúðkaup Leitið tilboða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.