Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ekki þarf aðkoma áóvart að nýtt framboð á vinstri væng stjórnmálanna fái þokkalegar við- tökur. Lilja Mósesdóttir, stofnandi Samstöðu – flokks lýðræðis og velferðar, og aðr- ir sem þann flokk fylla vilja að vísu ekki telja sig til hægri, vinstri eða miðju stjórnmál- anna. Líkt og ýmis ný stjórn- málaöfl eru þau að eigin mati utan og ofan við hið pólitíska litróf. Engu að síður verður hverjum manni sem les stefnuskrá framboðsins ljóst að þar er á ferðinni ofur- hefðbundið klofningsframboð á vinstri vængnum. Annað klofningsframboð á sama væng, Björt framtíð, fær að vísu ekki jafn vinsam- legar móttökur kjósenda, en við því var heldur ekki að bú- ast því að trúverðugleiki framboðanna er ólíkur. Leið- togi Samstöðu hefur nauðsyn- legan trúverðugleika sem for- ystumaður á vinstri væng stjórnmálanna. Leiðtoga Bjartrar framtíðar skortir hins vegar allan trúverð- ugleika til annars en baráttu fyrir eigin pólitískum fram- gangi. En hvað skyldi valda því að jarðvegurinn er jafn frjór og raun ber vitni fyrir nýtt fram- boð vinstrimanna? Skýring- arnar er að finna í ríkisstjórn- arflokkunum tveimur, umgengni þeirra við kjós- endur sína og kosningaloforð annars vegar og stefnu þeirra og árangur eftir kosningar hins vegar. Formaður Vinstri grænna og nánustu meðreiðarsveinar hans hafa af ótrúlegri stað- festu og eljusemi hrakið stór- an hluta fyrrverandi stuðn- ingsmanna frá flokknum með því að taka upp þau stefnumál Samfylking- arinnar sem flokksmenn höfðu mesta andúð á. Enginn treystir formanninum lengur til að standa vörð um hagsmuni Ís- lands gagnvart erlendum ríkjum, en fyrir síðustu kosn- ingar töldu ýmsir að enginn væri líklegri til að verja hags- muni landsins. Samfylkingin hefur sýnt að metnaður hennar er aðeins einn: Að þröngva Íslandi inn í ESB. Margir kusu flokkinn að vísu út á þá stefnu, en þeir gerðu flestir ráð fyrir að hann stæði fyrir fleira. Þeir gerðu til að mynda ráð fyrir að flokkurinn mundi gæta hags- muna heimilanna í landinu og að hann mundi sýna einhvern skilning á hagsmunum at- vinnulífsins. Áhugi Samfylk- ingarinnar á atvinnulífinu hvarf hins vegar eins og dögg fyrir sólu eftir kosningar og virðist aldrei hafa snúist um annað en að nota atvinnulífið sem röksemd fyrir aðild að ESB og að koma sér vel við fáeina auðmenn. Þegar kem- ur að því að stuðla að upp- byggingu öflugs atvinnulífs öllum til gagns er áhugi Sam- fylkingarinnar ekki fyrir hendi og við landsmönnum, líka kjósendum á vinstri vængnum, blasir flokkur sem kærir sig kollóttan um at- vinnulífið og þar með um störf landsmanna. Á meðan ríkisstjórn- arflokkarnir halda upp- teknum hætti er næsta víst að jarðvegurinn verður áfram frjór fyrir sæmilega trúverð- ug ný framboð á vinstri væng stjórnmálanna. Og miðað við þær vangaveltur og þreif- ingar sem verið hafa gæti vel farið svo að slíkum fram- boðum mundi fjölga fram að kosningum. Ríkisstjórnarflokk- arnir hafa skapað góðar forsendur fyrir ný framboð} Frjór jarðvegur fyrir ný vinstri framboð Enn einu sinnihafa þeir sem ráða ferðinni innan Evrópu- sambandsins gef- ið Grikkjum loka- frest til að uppfylla skilyrði um harkalegan niðurskurð ella verði ekkert af lánafyr- irgreiðslu. Almenningur í Aþenu svaraði í gær með grjótkasti og bensínsprengjum sem lögreglan mætti með tára- gasi. Ástandið er með öðrum orðum skelfilegt og svo virðist sem fátt geti orð- ið til að forðast hið óumflýjan- lega. Um leið fara áhyggjur af öðrum evruríkjum og evr- unni vaxandi. En vandi Grikklands og evrusvæðisins hefur enn ekki borist íslenskum stjórn- völdum til eyrna. Þau sjá ekki eldtungurnar í Aþenu, aðeins evruna í hillingum. Ögurstundin nálgast enn í Grikklandi og á evrusvæðinu} Eldtungur í Aþenu Þ egar ég var að alast upp var alltaf eins og Ameríka (lesist Bandarík- in) væri fyrirheitna landið í bíó- myndum, þar sem allt flaut í hun- angi og smjör draup af hverju strái. Þangað fór fólk sem vildi vinna sig upp úr eymd og volæði og komast í álnir. Trú mín styrktist þegar ég las um íslensku vesturfarana sem forðuðu sér undan afleiðingum Öskjugoss, harðræði íslensks veðurfars og atvinnuleysi í lok 19. aldar og byrjun þeirra tuttugustu til gósenlandsins í vestri. Í dag virðist ameríski draumurinn ekki nema svipur hjá sjón. Síðustu árin virðist líka sem Bandaríkjamenn sjálfir séu að vakna upp við vondan draum og átta sig á að ameríski draum- urinn er úti. Fyrir ekki svo löngu fjallaði bandaríska blaðið The New York Times um efnið og það hefur svo sem verið fjallað um það af og til síð- ustu ár. Kannski er fólk bara svona lengi að hrista af sér martröðina. Ameríski draumurinn er í dag líkari fantasíu að mati NYT. Þar sé orðið mun erfiðara fyrir fólk að koma sér upp þjóðfélagsstigann heldur en fólk sem býr í Evrópu, Kanada eða í öðrum þróuðum löndum. Einnig hafi aldrei verið erfiðara fyrir þá sem standa neðst í stiganum að vinna sig upp. Í þessu sambandi er áhugavert að sjá að Indland, eitt BRIC-landanna svokölluðu, hefur notið góðs af hnignandi orðspori Bandaríkjanna sem draumalands. Batnandi efna- hagur Indlands hefur dregið aftur til sín fólk sem hafði haldið til Bandaríkjanna til að mennta sig. Það sem mér fannst líka merkilegt er að börn ind- verskra innflytjenda í bæði Bandaríkjunum og Bretlandi eru farin að snúa aftur til Indlands. BBC greindi frá þessum öfuga spekileka í fyrrasumar. Þar kom fram að í stað þess að menningin og fjölskyldan væri að draga unga fólkið til sín væri líka orðið mun áhugaverðara fyrir það að snúa aftur heim vegna efnahags- umhverfisins. Í framhaldinu var áhugavert að sjá hvað skyldi hafa valdið því að unga vel menntaða fólkið taldi efnahagsumhverfið orðið sér hagstæðara. Par sem flutti heim og stofn- aði ferðaþjónustufyrirtæki sagði að batnandi efnahagur þýddi að millistéttin hefði stækkað og hefði meira fé á milli handanna. Þar af leiddi að markaðurinn stækkaði. Viðskiptaum- hverfi fannst þeim líka hagstæðara þar sem það var ekki litað af hruni eins og í Bandaríkjunum. Í sama streng tók einstaklingur sem var nýfluttur heim og benti á að það væri orðið mun auðveldara að fjármagna og koma nýjum fyrirtækjum á koppinn. BBC studdi þetta með vísan til könnunar Kaufmann- frumkvöðlastofnunarinnar. Þar kom fram að lykilþáttur í því að vel menntaðir indverskir og kínverskir einstakl- ingar sneru heim, var að það var orðið mun auðveldara að stofna fyrirtæki og fólkið vildi leggja eitthvað af mörkum við uppbyggingu þjóðar sinnar. Því datt mér í hug, hvar stendur íslenski draumurinn? sigrunrosa@mbl.is Sigrún Rósa Björnsdóttir Pistill Öfugur spekileki STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Skúli Hansen skulih@mbl.is Á síðustu tveim vikum hafa tveir fullorðnir einstaklinga greinst með rauða hunda á Ís- landi. Hvorugur þeirra hafði hlotið bólusetningu í æsku og talið er að annar þeirra hafi smitast af sjúkdóminum erlendis. Rauðir hundar greindust síðast hér á landi fyrir tveimur áratugum, árið 1992. „Við vitum að það er dálítið af karlmönnum sem eru óbólusettir og hafa kannski ekki fengið rauða hunda,“ segir Haraldur Briem sótt- varnalæknir og bætir við að fram til ársins 1989 hafi engir íslenskir karl- menn verið bólusettir enda hafi fyrir þann tíma aðaláhersla verið lögð á að bólusetja ungar stúlkur. Að sögn Haralds eru rauðir hundar sér- staklega hættulegir kvenfólki sök- um þess að sjúkdómurinn getur leitt til fósturskaða hjá þunguðum kon- um. „Við erum að verja börnin, þetta er ein af þeim bólusetningum þar sem við erum í sjálfu sér ekki að bólusetja gegn sjúkdómnum heldur afleiðingum hans,“ segir Haraldur og bendir jafnframt á að hann telji ekki þörf á fjöldabólusetningum hjá þeim aldursflokki sem ekki er bólu- settur fyrir rauðum hundum enda sé ólíklegt að hér á landi myndist far- aldur í ljósi þess hve margir lands- menn eru varðir fyrir smiti af sjúk- dóminum. Mislingar finnast á ný í Evrópu Aðspurður hvort smitsjúkdómar, á borð við t.d. rauða hunda og misl- inga, séu algengari í Evrópu heldur en hér á landi segir Haraldur að flestöll nágrannaríki okkar hafi bólusett gegn rauðum hundum, mislingum og hettusótt, saman, og því eigi þessir sjúkdómar að vera nánast horfnir úr nágrannaríkj- unum. Haraldur bendir þó á að misl- ingar hafi verið að greinast á ný í Evrópu og segir hann að þar sé um að kenna lélegri þátttöku í bólusetn- ingum. „Þegar þátttaka í bólusetn- ingum verður léleg koma þessir sjúkdómar aftur eins og bréf með pósti,“ segir Haraldur og bætir við: „Þess vegna erum við alltaf að hamra á því að það megi aldrei slaka á í bólusetningum.“ Sem dæmi um slæmar afleiðingar þess að draga úr bólusetningum bendir Haraldur á að nú greinist árlega tugþúsundir manna með mislinga í Evrópu. Hann tekur þó fram að hér á landi sé ástand bólusetninga gott og hlutfall þeirra sem bólusettir séu mjög hátt eða um 90-95%. Haraldur bendir á að svokallað hjarðónæmi hér á landi sé mikið og þeir sem ekki hafi verið bólusettir njóti góðs af því. Að sögn Haralds er hægt að bægja frá sjúkdómum á borð við mislinga og rauðum hundum með bólusetningum þó svo að engin lyf séu til við þeim. Berklar sjaldgæfir á Íslandi „Við höfum verið með mjög lága tíðni af berklum á Íslandi, einhverja þá lægstu í heiminum, og við vorum ekki með mörg berklatilfelli í fyrra,“ segir Haraldur spurður út tíðni berkla hér á landi. Haraldur segist mestar áhyggjur hafa af því að hing- að til lands berist fjölónæmir berkl- ar, sem berklalyf vinna illa á. „Við höfum ekki séð mikið af því, en það hefur komið fyrir eitt og eitt tilfelli, sérstaklega frá Austur-Evrópu en þar er berklatíðnin mun hærri en í vesturhluta álfunnar,“ segir Har- aldur. Hann tekur fram að þó svo að fjölónæmir berklar séu mun vand- meðfarnari en hefðbundnir berklar sé hægt að kljást við þá. Bólusetningar og fornir smitsjúkdómar Bólusetningar Hægt er að halda smitsjúkdómum í skefjum með bólusetn- ingum. Hætta er þó á því að þeir breiðist út á ný ef bólusetningum fækkar. „Þetta er fylgifiskur þess ef þér tekst vel að halda frá smit- sjúkdómum, þá smám saman gleyma menn sjúkdómunum og þurfa kannski að rifja það upp hvernig þeir raunverulega voru og eru,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir aðspurður hvort ekki geti verið erfitt fyrir unga lækna að kljást við sjúk- dóma sem lengi hafa verið tald- ir tilheyra sögunni. Að sögn Haralds hafa verið sendar út til- kynningar um þessa sjúkdóma og læknar þannig hvattir til þess muna eftir þeim. Læknar á varðbergi FORNIR SMITSJÚKDÓMAR Sóttvarnalæknir Haraldur Briem.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.