Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2012 Virðulegir Þeir voru heldur betur flottir þessir tveir þar sem þeir stilltu sér upp hvor sínum megin við forsetabifreiðina á Bessastöðum í gær en þar var opið hús í tilefni vetrarhátíðar. Ómar Það fór auðvitað eins og vinur minn, kratinn, sagði: Félagi Hallur, þú getur allt eins spjallað við vindinn, eins og að ætla að disk- útera fréttir við RÚV en á dögunum gagn- rýndi ég Ríkisútvarpið fyrir hlutdrægni í fréttaflutningi. Ég full- yrti að RÚV væri orðið þægur kjölturakki valdhafanna, málpípa ráðandi póli- tískra afla sem auðvitað er býsna alvarlegt mál. Auðvitað hefur grein minni verið svarað með þögninni. Ástæða þagnar RÚV er að sjálfsögðu vond samviska; vondur málstaður sem á heim- ilisfesti í hroka og yfirlæti. Þögn Ríkisútvarpsins vekur spurningar um hvað sé til ráða. Hvernig má svæla tófuna úr greni sínu? Hvernig má styrkja opna og gagnsæja stjórnsýslu sem allir segjast hafa á stefnuskrá sinni? Hvernig má styrkja tengsl al- mennings við opinberar stofnanir? Hvernig má ýta ismum til hliðar og skipa sannleikanum til öndveg- is í íslensku samfélagi? Hvernig má svæla lygina úr greninu? Sannleiksmusteri Ég legg fram eftirfarandi til- lögu: Komið verði á ferli þar sem opinberir starfsmenn; for- ráðamenn opinberra stofnana, deildarstjórar, einstakir starfs- menn mæti almenningi, fólkinu í landinu og svari spurningum und- ir kjörorðunum „stjórnsýsla í allra þágu“. Kjörorðin vísa til þess að opinberir starfsmenn eru þjónar fólksins, þeir vinna að hags- munum einstaklingsins með al- mannahagsmuni að leiðarljósi. Reist verði „sannleiksmusteri“ þar sem hinir opinberu starfs- menn sitja í panel og svara spurn- ingum fólksins sem þeir þjóna. Þarna sé púlt fyrir fyrirspyrjanda og pláss fyrir t.d. allt að 100 áheyrendur. Spurningum og svör- um verði útvarpað og sjónvarpað beint og á netinu. Allar opinberar stofnanir ríks- ins eigi sinn dag í Sannleiksmust- erinu, á þriggja eða sex mánaða fresti, jafnvel ársfresti og styrki tengsl sín við almenning. Einn daginn mæti forsætisráðherra á hverjum tíma ásamt nokkrum starfsmönnum ráðuneytisins til þess að svara spurningum um stjórnsýslu þess ráðuneytis; annan daginn for- stöðumaður Skipu- lagsstofnunar með sitt fólk, þann næsta for- stöðumaður Mat- vælastofununar og þann þriðja t.d. rektor Háskóla Ís- lands, t.d. með siðanefnd, ef fólk vildi beina spurningum þangað. Ríkisútvarpið mæti 2-4 sinnum á ári, útvarpsstjóri með sitt fólk til þess að svara spurningum fólksins um málefni RÚV, t.d. Júróvision sem og einstakar fréttir. Fólk get- ur fyrirfram skráð inn spurningar til einstakra starfsmanna, þannig að þeir mæti og svari. Ég vil sjá sveitarfélögin gera slíkt hið sama. Ég fullyrði að þetta myndi styrkja stjórnsýslu og lýðræði; ýta predikurum og falsspámönnum út í horn og bæta mannlíf á Íslandi. Raunar held ég að Ísland gæti orðið að fyrirmynd um opna, gagnsæja og kröftuga stjórnsýslu. Auðvitað gæti hvesst á fundum í Sannleiksmusterinu, en það væri einvörðungu ef viðkomandi stofn- un væri upp fyrir haus í ein- hverjum drullupolli. Svo gæti ver- ið að jafnvel enginn mætti til fundar, því friður ríkti um viðkom- andi stofnun. Það væri þá bara í góðu lagi en stofnunin ætti engu að síður sinn dag í Sannleiksmust- erinu. Það væri ekki úr vegi að þing- menn sem unna sannleika og lýð- ræði tækju upp þessa hugmynd og flyttu inn á Alþingi. Kastljós gæti gripið boltann og Páll Magnússon hafið umræðuna: allt í þágu fólks- ins í landinu. Eftir Hall Hallsson » Það væri ekki úr vegi að þingmenn sem unna sannleika og lýðræði tækju upp þessa hugmynd og flyttu inn á Alþingi. Kastljós gæti hafið umræðuna. Hallur Hallsson Höfundur er fyrrverandi fréttamaður á RÚV. Stjórnsýsla í allra þágu Berlín | Kanslari Þýska- lands, Angela Merkel, ætti að vera sátt þessa dagana: flokkurinn hennar stendur þokka- lega í könnunum og sjálf nýtur hún geysi- mikils stuðnings. Hún á ekki lengur neina raun- verulega keppinauta í mið-hægriflokki Kristi- legra demókrata (CDU) og andstaðan á vinstrivængnum er klofin í fjóra flokka. Andsvar hennar við kreppunni í Evrópu hefur reynst rétt – eða það fullyrðir hún a.m.k. og flestir Þjóð- verjar eru sammála henni í því. Er þá ekki allt í þessu fína lagi eða hvað? Dokum aðeins við. Tvennt gæti valdið Merkel erfiðleikum þegar hún sækist eftir endurkjöri haustið 2013. Ef litið er á stöðuna innanlands þá er samstarfsflokkur hennar, hinir frjáls- lyndu Frjálsu demókratar (FDP), að hrynja. Jafnvel þótt FDP lifi af næstu kosningar (sem er alls ekki víst) er ósennilegt að núverandi sam- steypustjórn haldi þingmeirihluta sín- um og þá verður Merkel í vaxandi mæli háð jafnaðarmönnum (SPD). Enda þótt þetta þurfi ekki að skipta máli meðan hún heldur kanslaraemb- ættinu mun hún þurfa í fyrsta sinn að kljást við Sigmar Gabriel, leiðtoga jafnaðarmanna – og hann er andstæð- ingur sem hún ætti alls ekki að van- meta. En hinn raunverulegi vandi Merkel er utanlands: kreppan í Evrópu. Verði Merkel óheppin mun kreppan verða í hámarki í upphafi kosningaárs og allar fyrri ráðagerðir gætu reynst haldlaus- ar af því að hvað sem líður örvæntingu Þjóðverja vegna Evrópu myndu kjós- endur refsa grimmilega þeim sem léti Evrópusamstarfið hrynja. Efnahagur ríkja Evrópusambands- ins er að öllum líkindum á leið inn í langvarandi samdráttarskeið, að miklu leyti fyrir eigin tilverknað ríkjanna. Þýskaland reynir enn að berjast gegn vofu ofurverðbólgunnar með harkalegu aðhaldi á evrusvæðinu en ESB-lönd í kreppu horfa fram á raunverulega hættu á verðhjöðnun sem gæti hugsanlega haft skelfilegar afleiðingar. Það er aðeins spurning um tíma – og ekki lengur langan tíma – hvenær efnahagslegt ójafnvægi fer að valda pólitísku ójafnvægi. Afturhvarf frá lýðræðinu virðist vera að ná tökum á Ungverjalandi og stjórnmála. Þess vegna myndi ósigur Sarkozy merkja að svigrúm arftaka hans úr röðum sósíalista á sviði Evr- ópumálanna yrði miklu minna og þannig yrði staða Frakklands í Evr- ópu í grundvallaratriðum gerbreytt. Niðurstaða frönsku kosninganna mun ekki síst fara eftir því hvernig til tekst í baráttunni við Evrópu- kreppuna en þýska stjórnin hagar sér eins og henni komi þær ekkert við. Í staðinn er aðalviðfangsefnið í Berlín – nánast eina umræðuefnið – kosning- arnar á næsta ári. Helsta spurningin er ekki: „Hvað þarf að gera núna í þágu Evrópu?“ Hún er frekar: „Hvað getum við búist við að almenningur í Þýskalandi sé reiðubúinn að sam- þykkja mikið – og þá einkum, hve mik- inn heiðarleika?“ Enginn mun gera neitt sem ógnar kosningaárangri hans, a.m.k. meðan enn er hægt að gera eitthvað annað. Það er því hugsanlegt að Þýskaland hafi engan áhuga á alvarlegri tilraun til finna lausn á Evrópukreppunni vegna þess að það myndi merkja að taka yrði mikla áhættu og leggja fram mikið af peningum. Samsteypustjórn CDU og FDP vill frekar sykurhúða ástandið með því að sannfæra sjálfa sig um að hér sé á ferðinni engilsaxneskt samsæri, stutt af hálfu þeirra evrópsku kreppuríkja sem ekki vilji standa sig betur og gera umbætur og hafi það eitt að markmiði að láta Þjóðverja borga. Hingað til hefur stjórn Merkel verið eins og mað- ur sem ekur á móti umferðinni, alveg sannfærður um að hinir séu allir að fara í vitlausa átt. Upplausn Evrópu er þegar komin mun lengra á veg en hún lítur út fyrir að vera. Tortryggni og eiginhags- munasýki einstakra þjóða breiðast hratt út og brjóta niður evrópska sam- stöðu og sameiginleg markmið. Hvað snertir stofnanir sambandsins hafa þær verið á réttri braut frá síðasta leiðtogafundi en hættan er að sam- bandið gliðni í sundur, fyrst að neðan og síðan upp á við. Mikilvægt er að bjarga evrunni vegna þess að ölög Evrópusamrunans velta á því að myntsamstarfið takist vel og Evr- ópuríkin þurfa því að grípa strax til að- gerða: auk nauðsynlegra aðhalds- aðgerða og grundvallarumbóta er útilokað að ná árangri án þess að tekin verði upp stefna í efnahagsmálum sem tryggir hagvöxt. Þetta verður ekki ókeypis. Ef stjórn Merkel heldur að það sé nóg að tala vinsamlega um hagvöxt er hún að leika sér að eldinum: hruni evrunnar og þá myndu ekki bara Þjóðverjar brenna sig illa. þar sjáum við forsmekk- inn að því sem gæti gerst í Evrópu ef evrukreppan og verðhjöðnun halda áfram að hrjá þjóðirnar. Ólgan vex stöðugt í Mið- jarðarhafslöndum ESB og í Írlandi, ekki einvörð- ungu vegna þess að að- haldsaðgerðir eru farnar að bíta heldur líka – og kannski enn frekar – vegna þess að ekki er boð- ið upp á neina stefnu sem veitir almenningi von um betri framtíð. Ráðamenn í Berlín vanmeta gróflega sprengikraft- inn í þróun mála sem stendur, þróun sem hnígur í átt að því að fullveldi að- ildarríkjanna verði smám saman end- urheimt fyrir tilstuðlan almennings. Kreppan er nú komin til Ítalíu og hætta er á að hún breiðist út til Frakk- lands. Mario Monti er orðinn forsætis- ráðherra og Ítalir hafa þannig virkjað sína bestu menn, hvorki Ítalía né Evr- ópa munu fá betri ríkisstjórnir í fyr- irsjáanlegri framtíð. Ef stjórn Montis fellur – annaðhvort á þingi eða vegna aðgerða á götum úti – gæti fjórða stærsta hagkerfi ESB hrunið. Monti hrópar ákaft á hjálp. Hvar er hana að finna? Ekki skyldu menn heldur vanmeta þróunina í Frakklandi (næststærsta hagkerfi evrusvæðisins) nú á ári for- setakosninga. Ef meirihluti Frakka kemst að þeirri niðurstöðu að verið sé að þröngva upp á þá stefnu sem komi að utan – og frá Þýskalandi af öllum löndum! – munu þeir svara með hefð- bundinni þrjósku Gallanna. Það sem er í húfi er ekki endilega munurinn á fylgi Nicolas Sarkozy for- seta og Marine Le Pen, leiðtoga hinn- ar ofur-hægrisinnuðu Þjóðfylkingar – og hvort hún muni hafa betur og verða annar tveggja frambjóðenda gegn for- setaefni sósíalista í seinni umferð kosninganna. Þótt ólíklegt sé að hún vinni forsetakosningarnar gæti hún endurskapað hægrivæng franskra Eftir Joschka Fischer »Ef stjórn Merkel heldur að það sé nóg að tala vinsamlega um hagvöxt er hún að leika sér að eldinum: hruni evrunnar og þá myndu ekki bara Þjóð- verjar brenna sig illa. Joschka Fischer Höfundur var utanríkisráðherra Þýskalands og varakanslari frá 1998 til 2005, hann var leiðtogi Græn- ingjaflokksins í nær 20 ár. © Project Syndicate/Institute for Human Sciences. www.project-syndicate.org Kanslarinn sem lék sér að eldinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.